Tveir táningar dæmdir í lífstíðarfangelsi fyrir morð á trans stúlku Magnús Jochum Pálsson skrifar 3. febrúar 2024 00:15 Mynd af morðingjunum tveimur, Scarlett Jenkinson og Eddie Ratcliffe. AP Tveir táningar hafa verið dæmdir í lífstíðarfangelsi í Bretlandi fyrir morðið á trans stúlkunni Briönnu Ghey. Saksóknarar hafa lýst morðinu sem því óhugnanlegasta sem þau hafa unnið við og dómari segir trans hatur hafi drifið þau til glæpsins. Dómari lýsti Scarlett Jenkinson, sextán ára áhugamanneskju um raðmorðingja, sem „drifkraftinum“ að baki morðinu og hlaut hún 22 ára dóm að lágmarki sem getur þó orðið að lífstíðardómi. Eddie Ratcliffe, þögull sextán ára kikkboxari, hlaut tuttugu ára dóm fyrir sinn þátt í glæpnum. „Þið áttuð bæði þátt í óhugnanlegu og skipulögðu morði sem var sadískt og ein hvötin fyrir því var andúð í garð Briönnu vegna trans kynvitundar hennar,“ sagði Amanda Yip, dómari, þegar hún kvað upp dóminn. Yip sagði Jenkinson hafa verið drifna áfram af „djúpri morðþrá“ og það hafi valdið sér áhyggjum að heyra Jenkinson lýsa því yfir að hún vildi drepa að nýju. Jenkinson hafi samið sérstakan „morðlista“ þar sem hún skráði þá sem hún vildi drepa. Fannst spennandi að stinga og vildi geyma líkamsleifar Dómarinn varaði hina seku einnig við því að hugsanlega yrðu þau aldrei látin laus ef þau „yrðu áfram hættuleg“ en þau verða flutt í fangelsi við átján ára aldur og þurfa fyrst að afplána lágmarksrefsingar sínar áður en þau geta hlotið mögulega reynslulausn. Brianna Ghey hafði verið vinsæl á TikTok fyrir að vekja athygli á trans málefnum.AP Jenkinson hafði lýst sig saklausa af morðinu og kenndi Ratcliffe um það en viðurkenndi hins vegar að hafa tekið þátt í að stinga hana. Brianna var stungin 28 sinnum af parinu. Þá sagði Jenkinson við sálfræðing að hún hefði stungið Briönnu ítrekað og fundist það „spennandi“ og hún hafi drepið hana af því hún taldi Briönnu ekki vilja vera vinkonu sína lengur. Hún hafi myrt hana svo hún gæti alltaf verið með henni. Einnig viðurkenndi Jenkinson, sem var með raðmorðingja á heilanum, við sálfræðing að hún hygðist geyma líkamsparta Briönnu sem minjagrip og þá á hún hafa sagt við Ratcliffe að hún vildi eiga „fallegu augu“ Briönnu. Jenkinson virðist þó ekki hafa staðið við þau orð. Lenti á morðlista parsins Morðið hafði verið skipulagt vel og var langur aðdragandi að því. Jenkinson hafði fengið Briönnu á heilann og setti hana á endanum á lista yfir fólk sem þau ætluðu að drepa. Hinir á listanum voru fjórir drengir sem þeim var illa við. Einn þeirra var strákur sem Ratcliffe fannst vera „perri“, annar sem Ratcliffe taldi vera andstæðing sinn í ástum og tveir sem höfðu verið leiðinlegir við kærasta Jenkinson. Eftir að þeim mistókst að blekkja einn strákanna með fölskum aðgangi á samfélagsmiðlum beindu þau sjónum sínum að Briönnu af því það yrði „auðveldara“ að drepa hana. Morðið skipulagt í þaula Frá því voru fimmtán ára hófu þau að skipuleggja morðið í þaula og skrifaði Jenkinson ítarlega áætlun um hvar, hvenær og hvernig þau ætluðu að drepa hana. Þau voru meira að segja búin að ákveða að stikkorðið „gay“ myndi tákna upphafið að morðtilrauninni. Þau fylgdu áætluninni síðan nákvæmlega eftir og stungu Briönnu 28 sinnum áður en þau voru trufluð af hjónum sem voru úti að ganga með hundinn sinn. Esther Ghey, móðir Briönnu, sagði í yfirlýsingu sem var lesin í dómsalnum að hún fyndi til með morðingjunum af því þau hefðu líka eyðilagt sitt eigið líf. Hins vegar hafi þau ekki fundið til neinnar samúðar með Briönnu þegar þau réðust á hana og skildu hana eftir til að deyja. Árásin hafi verið framin af því annað þeirra hataði trans fólk og af því hitt hélt að það yrði gaman. Bretland Málefni trans fólks England Tengdar fréttir Dæmd fyrir morðið á Briönnu Tvö sextán ára ungmenni í Bretlandi hafa verið dæmd fyrir að hafa myrt hina sextán ára gömlu Briönnu Ghey í febrúar síðastliðnum. Dómstóll mun kveða upp lengd refsingu þeirra í næsta mánuði. 20. desember 2023 23:33 Tvö fimmtán ára grunuð um að hafa myrt sextán ára stúlku Stelpa og strákur, bæði fimmtán ára gömul, hafa verið handtekin af lögreglu grunuð um að hafa stungið sextán ára gamla stúlku til bana í almenningsgarði í Culcheth. 14. febrúar 2023 13:11 Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Dómari lýsti Scarlett Jenkinson, sextán ára áhugamanneskju um raðmorðingja, sem „drifkraftinum“ að baki morðinu og hlaut hún 22 ára dóm að lágmarki sem getur þó orðið að lífstíðardómi. Eddie Ratcliffe, þögull sextán ára kikkboxari, hlaut tuttugu ára dóm fyrir sinn þátt í glæpnum. „Þið áttuð bæði þátt í óhugnanlegu og skipulögðu morði sem var sadískt og ein hvötin fyrir því var andúð í garð Briönnu vegna trans kynvitundar hennar,“ sagði Amanda Yip, dómari, þegar hún kvað upp dóminn. Yip sagði Jenkinson hafa verið drifna áfram af „djúpri morðþrá“ og það hafi valdið sér áhyggjum að heyra Jenkinson lýsa því yfir að hún vildi drepa að nýju. Jenkinson hafi samið sérstakan „morðlista“ þar sem hún skráði þá sem hún vildi drepa. Fannst spennandi að stinga og vildi geyma líkamsleifar Dómarinn varaði hina seku einnig við því að hugsanlega yrðu þau aldrei látin laus ef þau „yrðu áfram hættuleg“ en þau verða flutt í fangelsi við átján ára aldur og þurfa fyrst að afplána lágmarksrefsingar sínar áður en þau geta hlotið mögulega reynslulausn. Brianna Ghey hafði verið vinsæl á TikTok fyrir að vekja athygli á trans málefnum.AP Jenkinson hafði lýst sig saklausa af morðinu og kenndi Ratcliffe um það en viðurkenndi hins vegar að hafa tekið þátt í að stinga hana. Brianna var stungin 28 sinnum af parinu. Þá sagði Jenkinson við sálfræðing að hún hefði stungið Briönnu ítrekað og fundist það „spennandi“ og hún hafi drepið hana af því hún taldi Briönnu ekki vilja vera vinkonu sína lengur. Hún hafi myrt hana svo hún gæti alltaf verið með henni. Einnig viðurkenndi Jenkinson, sem var með raðmorðingja á heilanum, við sálfræðing að hún hygðist geyma líkamsparta Briönnu sem minjagrip og þá á hún hafa sagt við Ratcliffe að hún vildi eiga „fallegu augu“ Briönnu. Jenkinson virðist þó ekki hafa staðið við þau orð. Lenti á morðlista parsins Morðið hafði verið skipulagt vel og var langur aðdragandi að því. Jenkinson hafði fengið Briönnu á heilann og setti hana á endanum á lista yfir fólk sem þau ætluðu að drepa. Hinir á listanum voru fjórir drengir sem þeim var illa við. Einn þeirra var strákur sem Ratcliffe fannst vera „perri“, annar sem Ratcliffe taldi vera andstæðing sinn í ástum og tveir sem höfðu verið leiðinlegir við kærasta Jenkinson. Eftir að þeim mistókst að blekkja einn strákanna með fölskum aðgangi á samfélagsmiðlum beindu þau sjónum sínum að Briönnu af því það yrði „auðveldara“ að drepa hana. Morðið skipulagt í þaula Frá því voru fimmtán ára hófu þau að skipuleggja morðið í þaula og skrifaði Jenkinson ítarlega áætlun um hvar, hvenær og hvernig þau ætluðu að drepa hana. Þau voru meira að segja búin að ákveða að stikkorðið „gay“ myndi tákna upphafið að morðtilrauninni. Þau fylgdu áætluninni síðan nákvæmlega eftir og stungu Briönnu 28 sinnum áður en þau voru trufluð af hjónum sem voru úti að ganga með hundinn sinn. Esther Ghey, móðir Briönnu, sagði í yfirlýsingu sem var lesin í dómsalnum að hún fyndi til með morðingjunum af því þau hefðu líka eyðilagt sitt eigið líf. Hins vegar hafi þau ekki fundið til neinnar samúðar með Briönnu þegar þau réðust á hana og skildu hana eftir til að deyja. Árásin hafi verið framin af því annað þeirra hataði trans fólk og af því hitt hélt að það yrði gaman.
Bretland Málefni trans fólks England Tengdar fréttir Dæmd fyrir morðið á Briönnu Tvö sextán ára ungmenni í Bretlandi hafa verið dæmd fyrir að hafa myrt hina sextán ára gömlu Briönnu Ghey í febrúar síðastliðnum. Dómstóll mun kveða upp lengd refsingu þeirra í næsta mánuði. 20. desember 2023 23:33 Tvö fimmtán ára grunuð um að hafa myrt sextán ára stúlku Stelpa og strákur, bæði fimmtán ára gömul, hafa verið handtekin af lögreglu grunuð um að hafa stungið sextán ára gamla stúlku til bana í almenningsgarði í Culcheth. 14. febrúar 2023 13:11 Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Dæmd fyrir morðið á Briönnu Tvö sextán ára ungmenni í Bretlandi hafa verið dæmd fyrir að hafa myrt hina sextán ára gömlu Briönnu Ghey í febrúar síðastliðnum. Dómstóll mun kveða upp lengd refsingu þeirra í næsta mánuði. 20. desember 2023 23:33
Tvö fimmtán ára grunuð um að hafa myrt sextán ára stúlku Stelpa og strákur, bæði fimmtán ára gömul, hafa verið handtekin af lögreglu grunuð um að hafa stungið sextán ára gamla stúlku til bana í almenningsgarði í Culcheth. 14. febrúar 2023 13:11