Verðmætabjörgun í líflínu Bjarki Sigurðsson skrifar 2. febrúar 2024 18:02 Úr myndbandi Rakelar Lilju. Til hægri má sjá skemmdir í flísum á baðherbergi hennar. Jörð heldur áfram að gliðna í Grindavík og frekari skemmdir að verða á húsum í bænum. Fimmtíu starfsmönnum fyrirtækis í Grindavík var sagt upp vegna hamfaranna. Eldgos gæti hafist á næstu vikum eða jafnvel dögum. Lítil skjálftavirkni mældist í kringum Grindavík í dag eftir tvo stærri skjálfta í nótt. Stærri skjálftinn mældist þrír komma þrír að stærð en sá minni tveir komma sex. Þrátt fyrir takmarkaða skjálftavirkni er enn hreyfing á sprungum innan bæjarins, sem liggja meðal annars undir húsum. Því eru enn að verða meiri skemmdir á húsum innan bæjarins. Eitt þeirra húsa er í eigu Rakelar Lilju Halldórsdóttur en jörðin þar undir gliðnar og gliðnar. Í vikunni birti hún myndband á samfélagsmiðlum af sér þurfa að vera í líflínu til þess að sinna verðmætabjörgun heima hjá sér. @rakelliljah Fengum að fara heim í smástund í dag #unreal #grindavík #volcano #fyp #fyrirþig #islensktiktok #earthquakes #moving original sound - Rakel Lilja Halldórs Þá eru hamfarirnar farnar að bíta enn meira á atvinnustarfsemi í Grindavík. Um mánaðamótin var tæplega fimmtíu starfsmönnum sagt upp hjá sjávarútvegsfyrirtækinu Stakkavík. Húsnæði fyrirtækisins varð fyrir miklum skemmdum og var úrskurðað ónýtt. Samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Veðurstofu Íslands eru auknar líkur á eldgosi enn kvika heldur áfram að flæða inn í kvikuhólfið við Svartsengi. Ekki er hægt að segja til um hvort kvika muni koma upp á yfirborðið á næstu dögum eða næstu vikum. Komi hún upp er líklegast að það verði við miðbik Sundhnúksgíga eða við jaðrana í átt að Grindavík. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Lítil skjálftavirkni mældist í kringum Grindavík í dag eftir tvo stærri skjálfta í nótt. Stærri skjálftinn mældist þrír komma þrír að stærð en sá minni tveir komma sex. Þrátt fyrir takmarkaða skjálftavirkni er enn hreyfing á sprungum innan bæjarins, sem liggja meðal annars undir húsum. Því eru enn að verða meiri skemmdir á húsum innan bæjarins. Eitt þeirra húsa er í eigu Rakelar Lilju Halldórsdóttur en jörðin þar undir gliðnar og gliðnar. Í vikunni birti hún myndband á samfélagsmiðlum af sér þurfa að vera í líflínu til þess að sinna verðmætabjörgun heima hjá sér. @rakelliljah Fengum að fara heim í smástund í dag #unreal #grindavík #volcano #fyp #fyrirþig #islensktiktok #earthquakes #moving original sound - Rakel Lilja Halldórs Þá eru hamfarirnar farnar að bíta enn meira á atvinnustarfsemi í Grindavík. Um mánaðamótin var tæplega fimmtíu starfsmönnum sagt upp hjá sjávarútvegsfyrirtækinu Stakkavík. Húsnæði fyrirtækisins varð fyrir miklum skemmdum og var úrskurðað ónýtt. Samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Veðurstofu Íslands eru auknar líkur á eldgosi enn kvika heldur áfram að flæða inn í kvikuhólfið við Svartsengi. Ekki er hægt að segja til um hvort kvika muni koma upp á yfirborðið á næstu dögum eða næstu vikum. Komi hún upp er líklegast að það verði við miðbik Sundhnúksgíga eða við jaðrana í átt að Grindavík.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira