Þá förum við yfir átök í Miðausturlöndum, sem óttast er að stigmagnist í kjölfar umfangsmikilla loftárása Bandaríkjamanna í Sýrlandi og Írak í gær. Árásirnar eru svar við drónaárás á bandaríska herstöð í Jórdaníu síðasta sunnudag, þar sem þrír bandarískir hermenn féllu.
Í fyrsta sinn í sögunni geta björgunarsveitir ekki mætt óskum viðbragðsaðila um mannskap og ná ekki að manna vaktir í Grindavík. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir eðlilegt að þolinmæði björgunarsveitarmanna og aðstandenda þeirra þverri.
Við tökum einnig púlsinn á UT Messu í Hörpu í dag og Magnús Hlynur kynnir sér borðspilahátíð á Hvolsvelli.