Mislingar greindust í erlendum ferðamanni á Landspítalanum í gær. Sóttvarnarlæknir segir unnið að smitrakningu. Minnkandi þátttaka í bólusetningum gegn sjúkdómnum hér á landi er áhyggjuefni.
Þá förum við yfir stöðuna í Miðausturlöndum. Bandaríkjamenn og Bretar gerðu í gær þriðju sameiginlegu árásina á skotmörk tengdum Hútum í Jemen.
Við heyrum einnig í íslenskum yfirmanni Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna, stærstu hjálparsamtaka Gasasvæðisins, sem segir að starfsemi stofnunarinnar gæti lagst alveg af um mánaðamótin. Nokkur ríki, þar á meðal Ísland, hafa fryst greiðslur til stofnunarinnar - sem reynst hefur afar umdeild ákvörðun.