Um 130 sagðir hafa látist í árásum Ísraelshers á Rafah Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. febrúar 2024 06:57 Reykur stígur til himins í kjölfar loftárása Ísraelsmanna á Gasa. AP/Ariel Schalit Samhæfingarskrifstofa aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (OCHA) segir að minnsta kosti 20 Palestínumenn hafa látist um helgina í loftárásum Ísraelshers á Rafah. Um milljón manns dvelja nú í borginni, í suðurhluta Gasa, en hundruð þúsunda hafa flúið þangað annars staðar frá undan aðgerðum Ísraelsmanna. Stjórnvöld í Ísrael greindu frá því í síðustu viku að herinn myndi hefja sókn að Rafah á næstunni en erfitt er að sjá hvert fólk á að flýja þaðan, þar sem það á ekki möguleika á því að fara yfir landamærin að Ísrael eða Egyptalandi. Samkvæmt OCHA létust ellefu í árás á íbúðahús nærri An Najjar-sjúkrahúsinu í austurhluta Rafah snemma á laugardag. Þá létust níu til viðbótar í tveimur aðskildum árásum, þar af eitt barn. Ísraelar beina nú sjónum sínum að Rafah en það er erfitt að sjá hvert íbúar ættu að flýja þaðan.AP/Ariel Schalit AFP hefur eftir heilbrigðisyfirvöldum á Gasa, sem eru undir stjórn Hamas, að alls hafi 128 látist í árásum á Rafah um helgina. Samkvæmt Guardian er fólk enn að flýja til Rafah frá Khan Younis, þrátt fyrir viðvaranir Ísraelsmanna, enda orðið fátt um staði á Gasa þar sem íbúar geta leitað skjóls. Al Jazeera greinir frá því að Ísraelar hafi staðið í aðgerðum víða á Vesturbakkanum, þar sem að minnsta kosti ellefu hafi verið handteknir. Komið hafi til átaka milli hermanna og vopnaðra Palestínumanna í borginni Tulkarem og í al-Ain flóttamannabúðunum í Nablus. Samkvæmt OCHA hafa 372 Palestínumenn látist í aðgerðum Ísraelsmanna á Vesturbakkanum frá 7. október síðastliðnum, þegar Hamas-liðar réðust á byggðir Ísraelsmanna. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er væntanlegur til Sádi Arabíu en hann mun einnig heimsækja Ísrael, Egyptaland og Katar til að freista þess að þrýsta á um vopnahlé. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent „BRÁÐUM“ Erlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Goddur er látinn Innlent Fleiri fréttir „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast „En við þurfum samt Grænland“ Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar „BRÁÐUM“ Mögulegt að íhlutun Bandaríkjamanna leiði til borgarastyrjaldar Utanríkisnefnd fundar vegna árásanna í Venesúela Hafa borið kennsl á sextán til viðbótar Segjast bæði hafa tekið við völdum Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Pylsuhundur tók að sér fimm gríslinga Rekstraraðilar grunaðir um manndráp af gáleysi Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Sjá meira
Um milljón manns dvelja nú í borginni, í suðurhluta Gasa, en hundruð þúsunda hafa flúið þangað annars staðar frá undan aðgerðum Ísraelsmanna. Stjórnvöld í Ísrael greindu frá því í síðustu viku að herinn myndi hefja sókn að Rafah á næstunni en erfitt er að sjá hvert fólk á að flýja þaðan, þar sem það á ekki möguleika á því að fara yfir landamærin að Ísrael eða Egyptalandi. Samkvæmt OCHA létust ellefu í árás á íbúðahús nærri An Najjar-sjúkrahúsinu í austurhluta Rafah snemma á laugardag. Þá létust níu til viðbótar í tveimur aðskildum árásum, þar af eitt barn. Ísraelar beina nú sjónum sínum að Rafah en það er erfitt að sjá hvert íbúar ættu að flýja þaðan.AP/Ariel Schalit AFP hefur eftir heilbrigðisyfirvöldum á Gasa, sem eru undir stjórn Hamas, að alls hafi 128 látist í árásum á Rafah um helgina. Samkvæmt Guardian er fólk enn að flýja til Rafah frá Khan Younis, þrátt fyrir viðvaranir Ísraelsmanna, enda orðið fátt um staði á Gasa þar sem íbúar geta leitað skjóls. Al Jazeera greinir frá því að Ísraelar hafi staðið í aðgerðum víða á Vesturbakkanum, þar sem að minnsta kosti ellefu hafi verið handteknir. Komið hafi til átaka milli hermanna og vopnaðra Palestínumanna í borginni Tulkarem og í al-Ain flóttamannabúðunum í Nablus. Samkvæmt OCHA hafa 372 Palestínumenn látist í aðgerðum Ísraelsmanna á Vesturbakkanum frá 7. október síðastliðnum, þegar Hamas-liðar réðust á byggðir Ísraelsmanna. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er væntanlegur til Sádi Arabíu en hann mun einnig heimsækja Ísrael, Egyptaland og Katar til að freista þess að þrýsta á um vopnahlé.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent „BRÁÐUM“ Erlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Goddur er látinn Innlent Fleiri fréttir „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast „En við þurfum samt Grænland“ Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar „BRÁÐUM“ Mögulegt að íhlutun Bandaríkjamanna leiði til borgarastyrjaldar Utanríkisnefnd fundar vegna árásanna í Venesúela Hafa borið kennsl á sextán til viðbótar Segjast bæði hafa tekið við völdum Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Pylsuhundur tók að sér fimm gríslinga Rekstraraðilar grunaðir um manndráp af gáleysi Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent