Ekki fúll þó FCK hafi fyrst viljað annan Íslending Sindri Sverrisson skrifar 5. febrúar 2024 14:00 Rúnar Alex Rúnarsson er mættur til FC Kaupmannahafnar og sjálfsagt staðráðinn í að vinna sig inn í byrjunarlið danska stórveldisins. FCK/Gaston Szerman Rúnar Alex Rúnarsson, landsliðsmarkvörður í fótbolta, er hugsaður sem varamarkvörður hjá FC Kaupmannahöfn, að minnsta kosti fyrstu mánuðina. FCK reyndi líka að fá annan Íslending á undan honum en Alex lætur það ekki trufla sig. Rúnar Alex kom frítt til FCK frá Arsenal í síðustu viku, og á að veita aðalmarkverðinum Kamil Grabara samkeppni hjá danska stórveldinu fram á sumar. Í síðasta mánuði var annar íslenskur markvörður, Hákon Rafn Valdimarsson, í sigtinu hjá FCK en Hákon endaði á að semja við enska úrvalsdeildarfélagið Brentford. Skiljanlegt að FCK hafi reynt við Hákon Rúnar Alex sýnir því einfaldlega skilning að FCK hafi sóst eftir Hákoni. „Það er skiljanlegt að þeir reyni að fá svona mikinn hæfileikamann. Hann er stórkostlegur markvörður og mér fannst það klókt val hjá honum að fara til Brentford,“ segir Rúnar Alex við bold.dk. „En þetta truflar mig ekki, að svona stórt félag eins og FCK er núna, skuli líka reyna við þá efnilegustu í boði hverju sinni. Sú staðreynd að hann skyldi enda í Brentford sýnir að FCK er að gera eitthvað rétt,“ segir Rúnar Alex og lætur þetta ekki hafa áhrif á sig. „Nei, það gerir það ekki. Þetta hefur kannski áhrif á aðra leikmenn en á endanum var það ég sem að fékk samning. Ég er bara svo ánægður með að vera í FCK. Stundum hef ég verið klárt fyrsta val hjá nokkrum liðum en öðrum stundum er ég númer tvö, þrjú eða tíu á listanum. Svona er leikurinn bara. Sumir samningar ganga upp og það verður ekkert úr öðrum. Maður lifir bara í núinu og gerir sitt besta fyrir félagið sem maður er í,“ segir Rúnar Alex. Þjálfarinn segir Rúnar Alex þurfa að sanna sig Jacob Neestrup, þjálfari FCK, segir ekkert launungarmál að Kamil Grabara sé fyrsti kostur í stöðu markvarðar hjá liðinu. Þannig verður það því eflaust í leikjunum við Manchester City í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu, og í öðrum leikjum liðsins fram á sumar. Í sumar fer þessi pólski markvörður hins vegar til Wolfsburg í Þýskalandi og þá opnast staða fyrir Rúnar Alex til að eigna sér. „Núna er það þannig að Kamil Grabara er stórkostlegur markvörður fyrir FC Köbenhavn og svo kemur Alex inn og reynir að pressa á hann eins og hann getur. Hann kemur og er til taks ef eitthvað kemur upp á,“ segir Neestrup við Bold. Rúnar Alex hefur því næstu mánuði til að sýna að hann geti svo tekið við af Grabara. „Bæði hann og við vitum að svona er staðan fram á sumar. Hann hefur því núna fimm mánuði til að sýna okkur að við ættum að horfa til hans varðandi næsta aðalmarkvörð FC Köbenhavn,“ segir Neestrup. Rúnar Alex lék sinn fyrsta leik fyrir FCK í dag þegar hann stóð í markinu í æfingaleik gegn Bröndby í Portúgal. Bröndby vann leikinn 2-1. Orri Steinn Óskarsson var einnig í byrjunarliði FCK og fékk færi í leiknum en skoraði ekki. Første kamp i FCK-trøjen for Alex Rúnarsson #fcklive #fckbif pic.twitter.com/4xkGC8ojg7— F.C. København LIVE! (@FCKobenhavnLIVE) February 5, 2024 FCK tekur á móti Manchester City í Meistaradeildinni 13. febrúar og hefur svo keppni í dönsku úrvalsdeildinni að nýju eftir vetrarfrí með leik við Silkeborg 18. febrúar. Danski boltinn Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Fleiri fréttir Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Sjá meira
Rúnar Alex kom frítt til FCK frá Arsenal í síðustu viku, og á að veita aðalmarkverðinum Kamil Grabara samkeppni hjá danska stórveldinu fram á sumar. Í síðasta mánuði var annar íslenskur markvörður, Hákon Rafn Valdimarsson, í sigtinu hjá FCK en Hákon endaði á að semja við enska úrvalsdeildarfélagið Brentford. Skiljanlegt að FCK hafi reynt við Hákon Rúnar Alex sýnir því einfaldlega skilning að FCK hafi sóst eftir Hákoni. „Það er skiljanlegt að þeir reyni að fá svona mikinn hæfileikamann. Hann er stórkostlegur markvörður og mér fannst það klókt val hjá honum að fara til Brentford,“ segir Rúnar Alex við bold.dk. „En þetta truflar mig ekki, að svona stórt félag eins og FCK er núna, skuli líka reyna við þá efnilegustu í boði hverju sinni. Sú staðreynd að hann skyldi enda í Brentford sýnir að FCK er að gera eitthvað rétt,“ segir Rúnar Alex og lætur þetta ekki hafa áhrif á sig. „Nei, það gerir það ekki. Þetta hefur kannski áhrif á aðra leikmenn en á endanum var það ég sem að fékk samning. Ég er bara svo ánægður með að vera í FCK. Stundum hef ég verið klárt fyrsta val hjá nokkrum liðum en öðrum stundum er ég númer tvö, þrjú eða tíu á listanum. Svona er leikurinn bara. Sumir samningar ganga upp og það verður ekkert úr öðrum. Maður lifir bara í núinu og gerir sitt besta fyrir félagið sem maður er í,“ segir Rúnar Alex. Þjálfarinn segir Rúnar Alex þurfa að sanna sig Jacob Neestrup, þjálfari FCK, segir ekkert launungarmál að Kamil Grabara sé fyrsti kostur í stöðu markvarðar hjá liðinu. Þannig verður það því eflaust í leikjunum við Manchester City í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu, og í öðrum leikjum liðsins fram á sumar. Í sumar fer þessi pólski markvörður hins vegar til Wolfsburg í Þýskalandi og þá opnast staða fyrir Rúnar Alex til að eigna sér. „Núna er það þannig að Kamil Grabara er stórkostlegur markvörður fyrir FC Köbenhavn og svo kemur Alex inn og reynir að pressa á hann eins og hann getur. Hann kemur og er til taks ef eitthvað kemur upp á,“ segir Neestrup við Bold. Rúnar Alex hefur því næstu mánuði til að sýna að hann geti svo tekið við af Grabara. „Bæði hann og við vitum að svona er staðan fram á sumar. Hann hefur því núna fimm mánuði til að sýna okkur að við ættum að horfa til hans varðandi næsta aðalmarkvörð FC Köbenhavn,“ segir Neestrup. Rúnar Alex lék sinn fyrsta leik fyrir FCK í dag þegar hann stóð í markinu í æfingaleik gegn Bröndby í Portúgal. Bröndby vann leikinn 2-1. Orri Steinn Óskarsson var einnig í byrjunarliði FCK og fékk færi í leiknum en skoraði ekki. Første kamp i FCK-trøjen for Alex Rúnarsson #fcklive #fckbif pic.twitter.com/4xkGC8ojg7— F.C. København LIVE! (@FCKobenhavnLIVE) February 5, 2024 FCK tekur á móti Manchester City í Meistaradeildinni 13. febrúar og hefur svo keppni í dönsku úrvalsdeildinni að nýju eftir vetrarfrí með leik við Silkeborg 18. febrúar.
Danski boltinn Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Fleiri fréttir Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Sjá meira