Svarar gagnrýninni: „Hvenær má maður þá fagna?“ Sindri Sverrisson skrifar 5. febrúar 2024 17:00 Martin Ödegaard fagnaði að sumra mati of mikið eftir sigurinn góða gegn Liverpool. Getty/Charlotte Wilson Norðmaðurinn Martin Ödegaard, fyrirliði Arsenal, þvertekur fyrir að hafa farið yfir strikið í fagnaðarlátum eftir sigurinn á toppliði Liverpool, 3-1, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær. Jamie Carragher, fyrrverandi leikmaður Liverpool og nú sérfræðingur Sky Sports, sagði í útsendingu eftir leik að Ödegaard ætti að „koma sér í leikmannagöngin“ í stað þess að fagna úti á velli. Það gerði Ödegaard hins vegar og tók meðal annars ljósmyndir með vél ljósmyndara Arsenal. Sigurinn þýðir að Arsenal er núna tveimur stigum á eftir Liverpool. „Ef að maður má ekki fagna eftir að hafa unnið leik, hvenær má maður þá fagna?“ spurði Ödegaard í viðtali eftir leik. „Við erum ánægðir með sigurinn og við verðum áfram auðmjúkir,“ sagði Ödegaard. Carragher virtist hins vegar alls ekki hrifinn af því að Norðmaðurinn eyddi svona miklum tíma úti á velli til að njóta sigursins. „Farið bara niður í göngin. Þið unnuð leik, þrjú stig, voruð frábærir. Aftur komnir í titilslaginn, farið bara í göngin. Í alvöru talað,“ sagði Carragher. Gary Neville, félagi Carraghers hjá Sky og fyrrverandi leikmaður Manchester United, sagði það merki um „dálítinn skort á þroska“ hvernig Arsenal hefði fagnað. Það væri í anda liðs sem að teldi sig ekki geta klárað dæmið og unnið titilinn. Ödegaard var hins vegar ekki sammála því að hægt væri að fagna of mikið. „Nei, ég held að allir sem að elska fótbolta, og sem skilja fótbolta, viti hvað það var mikils virði að vinna þennan leik. Við höldum áfram að leggja hart að okkur og búum okkur undir næsta leik, en auðvitað er maður ánægður þegar maður vinnur,“ sagði Ödegaard og bætti við: „Þetta var risaleikur. Bilið hefði getað orðið átta stig og þá væri útlitið allt annað, en við mættum til leiks, og stuðningsmennirnir voru frábærir. Við gerðum þetta öll saman. Þú sérð félagið, hve allir eru sameinaðir, leikmenn starfsliðið, stuðningsmenn, allir. Svo já, það er frábært að sjá.“ Enski boltinn Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Sjá meira
Jamie Carragher, fyrrverandi leikmaður Liverpool og nú sérfræðingur Sky Sports, sagði í útsendingu eftir leik að Ödegaard ætti að „koma sér í leikmannagöngin“ í stað þess að fagna úti á velli. Það gerði Ödegaard hins vegar og tók meðal annars ljósmyndir með vél ljósmyndara Arsenal. Sigurinn þýðir að Arsenal er núna tveimur stigum á eftir Liverpool. „Ef að maður má ekki fagna eftir að hafa unnið leik, hvenær má maður þá fagna?“ spurði Ödegaard í viðtali eftir leik. „Við erum ánægðir með sigurinn og við verðum áfram auðmjúkir,“ sagði Ödegaard. Carragher virtist hins vegar alls ekki hrifinn af því að Norðmaðurinn eyddi svona miklum tíma úti á velli til að njóta sigursins. „Farið bara niður í göngin. Þið unnuð leik, þrjú stig, voruð frábærir. Aftur komnir í titilslaginn, farið bara í göngin. Í alvöru talað,“ sagði Carragher. Gary Neville, félagi Carraghers hjá Sky og fyrrverandi leikmaður Manchester United, sagði það merki um „dálítinn skort á þroska“ hvernig Arsenal hefði fagnað. Það væri í anda liðs sem að teldi sig ekki geta klárað dæmið og unnið titilinn. Ödegaard var hins vegar ekki sammála því að hægt væri að fagna of mikið. „Nei, ég held að allir sem að elska fótbolta, og sem skilja fótbolta, viti hvað það var mikils virði að vinna þennan leik. Við höldum áfram að leggja hart að okkur og búum okkur undir næsta leik, en auðvitað er maður ánægður þegar maður vinnur,“ sagði Ödegaard og bætti við: „Þetta var risaleikur. Bilið hefði getað orðið átta stig og þá væri útlitið allt annað, en við mættum til leiks, og stuðningsmennirnir voru frábærir. Við gerðum þetta öll saman. Þú sérð félagið, hve allir eru sameinaðir, leikmenn starfsliðið, stuðningsmenn, allir. Svo já, það er frábært að sjá.“
Enski boltinn Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Sjá meira