Stökkbreyttir úlfar gætu hjálpað í baráttu gegn krabbameini Magnús Jochum Pálsson skrifar 12. febrúar 2024 14:24 Úlfarnir í Tsjernobyl eru býsna óvenjulegir að því leyti að þeir hafa þróað með sér genastökkbreytingu sem veldur því að þeir eru þolnari gagnvart krabbameini. Getty Stökkbreyttir úlfar sem ráfa um götur Tsjernobyl virðast hafa þróað með sér gríðarlegt þol gegn krabbameini. Vísindamenn vona að rannsóknir á genum úlfanna geti hjálpað til við baráttu gegn krabbameini í mönnum. Eftir að kjarnaofn sprakk í Tsjernobyl-kjarnorkuverinu við borgina Pripyat í Sovétríkjunum þann 26. apríl árið 1986 þurftu 116 þúsund íbúar að yfirgefa borgina vegna hættunnar sem stafaði af geislavirkni frá verinu. Um 36 klukkutímum eftir slysið var búið til bannsvæði í 30 kílómetra radíus frá Tsjernobyl sem fólk mátti ekki fara inn í vegna krabbameinsvaldandi geislunarinnar. Íbúar hafa ekki enn snúið aftur á bannsvæðið, sem er um 2.600 fermetrar að stærð, vegna mikillar geislunar sem þar er, þó vísindamenn hafi rannsakað svæðið og ferðamenn fengið að ferðast um það frá 2011. Hins vegar hafa villt dýr á borð við úlfa, birni, hesta og villisvín lifað þar góðu lífi. Nú virðist sem vera dýranna innan svæðisins hafi haft óvenjuleg og ófyrirséð áhrif á þau. Úlfarnir orðið fyrir mikilli geislun Hópur vísindamanna undir forystu Dr. Cöru Love, þróunarlíffræðings við Shane Campbell Staton-rannsóknarstofuna við Princeton-háskóla, hefur rannsakað hvernig úlfar sem búa í Tsjernobyl hafa lifað af þrátt fyrir að vera berskjaldaðir fyrir geislavirkum ögnum margar kynslóðir aftur í tímann. Pripyat er bær sem byggður var fyrir starfsmenn Tsjernobyl. Fimmtíu þúsund íbúar þurftu að flýja bæinn án eigna sinna eftir kjarnorkuslysið.Vísir/EPA Rannsóknarteymi Love fór inn á Tsjernobyl-bannsvæðið árið 2014 til að setja sérstakar útvarpsólar á úlfana svo hægt væri að fylgjast með hreyfingum þeirra. Að sögn Love getur teymið fylgst með því í rauntíma hvar úlfarnir eru og hvað þeir verða fyrir mikilli geislun. Einnig voru tekin blóðsýni af úlfunum til að komast að því hvernig líkamar úlfanna hafa brugðist við krabbameinsvaldandi geislavirkninni. Rannsóknir vísindamannanna leiddu í ljós að úlfarnir hafa daglega orðið fyrir allt að 11,28 millírema geislun allt sitt líf. Slík geislun er sex sinnum meiri en mannfólk þolir svo hættulaust sé. Love kynnti niðurstöður rannsóknanna á árlegri ráðstefnu líffræðinga í síðasta mánuði. Minna á krabbameinssjúklinga í geislameðferð Love segir að úlfarnir séu komnir með stökkbreytt ónæmiskerfi sem minni á ónæmiskerfi krabbameinsveiks fólk sem er í geislameðferð. Einnig hafi vísindamennirnir borið kennsl á ákveðna hluta í erfðamengi úlfanna sem geri þá sérstaklega þolna gagnvart krabbameini. Mikið af krabbameinsrannsóknum hafa gengið út á að staðsetja stökkbreytingar í mönnum sem auka líkur á krabbameini. Rannsókn Love og félaga hefur aftur á móti beinst að stökkbreytingum sem auka líkur á því að lifa af krabbamein. Í niðurstöðum Love segir að erfðafræðileg svæði sem hópurinn hefur rannsakað sýni gen sem búi yfir ónæmum gegn æxlum, frumuinnrásum og frumuflutningum. Vísindamennirnir hafi náð að staðsetja tiltekin afbrigði sem sýni hugsanlega próteinbreytingar í ónæmisstjórnun og lífeðlisfræði krabbameins. Úkraína Tsjernobyl Krabbamein Dýr Tengdar fréttir 35 ár frá sprengingunni í Tsjernobyl 35 ár eru liðin frá því að einn kjarnakljúfur orkuversins í Tsjernobyl bræddi úr sér og sprakk í loft upp. Þarna varð annað tveggja stærstu kjarnorkuslysa heimsins. 31 starfsmaður og slökkviliðsmaður dó í slysinu sjálfu og strax í kjölfar þess. Þar af flestir vegna mikillar geislavirkni. 26. apríl 2021 13:00 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Sjá meira
Eftir að kjarnaofn sprakk í Tsjernobyl-kjarnorkuverinu við borgina Pripyat í Sovétríkjunum þann 26. apríl árið 1986 þurftu 116 þúsund íbúar að yfirgefa borgina vegna hættunnar sem stafaði af geislavirkni frá verinu. Um 36 klukkutímum eftir slysið var búið til bannsvæði í 30 kílómetra radíus frá Tsjernobyl sem fólk mátti ekki fara inn í vegna krabbameinsvaldandi geislunarinnar. Íbúar hafa ekki enn snúið aftur á bannsvæðið, sem er um 2.600 fermetrar að stærð, vegna mikillar geislunar sem þar er, þó vísindamenn hafi rannsakað svæðið og ferðamenn fengið að ferðast um það frá 2011. Hins vegar hafa villt dýr á borð við úlfa, birni, hesta og villisvín lifað þar góðu lífi. Nú virðist sem vera dýranna innan svæðisins hafi haft óvenjuleg og ófyrirséð áhrif á þau. Úlfarnir orðið fyrir mikilli geislun Hópur vísindamanna undir forystu Dr. Cöru Love, þróunarlíffræðings við Shane Campbell Staton-rannsóknarstofuna við Princeton-háskóla, hefur rannsakað hvernig úlfar sem búa í Tsjernobyl hafa lifað af þrátt fyrir að vera berskjaldaðir fyrir geislavirkum ögnum margar kynslóðir aftur í tímann. Pripyat er bær sem byggður var fyrir starfsmenn Tsjernobyl. Fimmtíu þúsund íbúar þurftu að flýja bæinn án eigna sinna eftir kjarnorkuslysið.Vísir/EPA Rannsóknarteymi Love fór inn á Tsjernobyl-bannsvæðið árið 2014 til að setja sérstakar útvarpsólar á úlfana svo hægt væri að fylgjast með hreyfingum þeirra. Að sögn Love getur teymið fylgst með því í rauntíma hvar úlfarnir eru og hvað þeir verða fyrir mikilli geislun. Einnig voru tekin blóðsýni af úlfunum til að komast að því hvernig líkamar úlfanna hafa brugðist við krabbameinsvaldandi geislavirkninni. Rannsóknir vísindamannanna leiddu í ljós að úlfarnir hafa daglega orðið fyrir allt að 11,28 millírema geislun allt sitt líf. Slík geislun er sex sinnum meiri en mannfólk þolir svo hættulaust sé. Love kynnti niðurstöður rannsóknanna á árlegri ráðstefnu líffræðinga í síðasta mánuði. Minna á krabbameinssjúklinga í geislameðferð Love segir að úlfarnir séu komnir með stökkbreytt ónæmiskerfi sem minni á ónæmiskerfi krabbameinsveiks fólk sem er í geislameðferð. Einnig hafi vísindamennirnir borið kennsl á ákveðna hluta í erfðamengi úlfanna sem geri þá sérstaklega þolna gagnvart krabbameini. Mikið af krabbameinsrannsóknum hafa gengið út á að staðsetja stökkbreytingar í mönnum sem auka líkur á krabbameini. Rannsókn Love og félaga hefur aftur á móti beinst að stökkbreytingum sem auka líkur á því að lifa af krabbamein. Í niðurstöðum Love segir að erfðafræðileg svæði sem hópurinn hefur rannsakað sýni gen sem búi yfir ónæmum gegn æxlum, frumuinnrásum og frumuflutningum. Vísindamennirnir hafi náð að staðsetja tiltekin afbrigði sem sýni hugsanlega próteinbreytingar í ónæmisstjórnun og lífeðlisfræði krabbameins.
Úkraína Tsjernobyl Krabbamein Dýr Tengdar fréttir 35 ár frá sprengingunni í Tsjernobyl 35 ár eru liðin frá því að einn kjarnakljúfur orkuversins í Tsjernobyl bræddi úr sér og sprakk í loft upp. Þarna varð annað tveggja stærstu kjarnorkuslysa heimsins. 31 starfsmaður og slökkviliðsmaður dó í slysinu sjálfu og strax í kjölfar þess. Þar af flestir vegna mikillar geislavirkni. 26. apríl 2021 13:00 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Sjá meira
35 ár frá sprengingunni í Tsjernobyl 35 ár eru liðin frá því að einn kjarnakljúfur orkuversins í Tsjernobyl bræddi úr sér og sprakk í loft upp. Þarna varð annað tveggja stærstu kjarnorkuslysa heimsins. 31 starfsmaður og slökkviliðsmaður dó í slysinu sjálfu og strax í kjölfar þess. Þar af flestir vegna mikillar geislavirkni. 26. apríl 2021 13:00