Bogi Nils valinn markaðsmanneskja ársins Árni Sæberg skrifar 7. febrúar 2024 10:34 Bogi Nils Bogason, markaðsmanneskja ársins. ÍMARK Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, var í gærkvöldi valinn markaðsmanneskja ársins 2023 hjá ÍMARK. Í tilkynningu þess efnis frá ÍMARK segir að Bogi Nils hafi í starfi sínu tekist á við krefjandi aðstæður í rekstri á sama tíma og fyrirtækið hafi haldið áfram uppbyggingu alþjóðlegs leiðakerfis með Ísland sem miðpunkt. Vörumerki Icelandair sé eitt þekktasta vörumerki á Íslandi, sem nýlega fór í gegnum endurmörkun. Valið á markaðsmanneskju ársins sé niðurstaða dómnefndar sem skipuð var einstaklingum sem komi víðsvegar að úr atvinnulífinu og háskólasamfélaginu. Katrín M. Guðjónsdóttir, formaður stjórnar ÍMARK hafi afhent Boga verðlaunin á viðburði ÍMARK í dag. Verðlaunin séu veitt þeim einstaklingi sem þykir hafa sýnt framúrskarandi árangur í markaðsstarfi síðustu tvö ár, en við valið hafi verið leitast við að fá sem fjölbreyttastar skoðanir úr atvinnulífinu. Fjölmargar tilnefningar hafi borist í ár frá félagsmönnum ÍMARK enda sé gróska í markaðsmálum og jafnframt áskoranir miklar á síðustu tveimur árum Héldu stefnu í faraldrinum Í rökstuðningi dómnefndar segir að Icelandair hafi gengið í gegnum mikla umrótartíma undanfarin ár en þrátt fyrir að flugstarfsemi hafi dregist mikið saman á tímum heimsfaraldurs hafi stjórnendur fyrirtækisins lagt áherslu á mikilvægi markaðssetningar. Þannig hafi fyrirtækið haldið markaðsstarfi áfram og verið tilbúið að blása til sóknar um leið og færi gafst. Á sama tíma hafi fyrirtækið verið í miðju endurmörkunarferli, sem tekin var meðvituð ákvörðun um að halda áfram með enda myndi það styrkja stöðu félagsins þegar ferðalög hæfust á ný, sem hafi og orðið raunin. Bogi hafi orðið sýnilegri í fjölmiðlum og tekið á sig ábyrgð sem forstjóri með því að flytja tíðindi sem voru oft ekki góð og koma flóknum upplýsingum til farþega og almennings af auðmýkt og virðingu. Þannig hafi Bogi stigið fastar inn í hlutverk sitt sem leiðtogi og talað beint til viðskiptavina. Í gegnum heimsfaraldurinn hafi Icelandair einnig gegnt lykilhlutverki í að halda tilvonandi ferðamönnum upplýstum um stöðuna og lagt áherslu á að markaðssetja Ísland sem ferðamannaland ekki síður en fyrirtækið sjálft. Mikill heiður „Það er mikill heiður að taka við verðlaununum markaðsmanneskja ársins. Verðlaunin eru auðvitað fyrst og fremst til marks um það frábæra starf sem starfsfólk Icelandair hefur unnið undanfarin ár Nú er farþegafjöldi Icelandair orðinn sambærilegur við metárið 2019 – árangur sem fá flugfélög í heiminum geta státað af. Áhersla okkar í markaðsmálum er að halda merkjum Íslands á lofti um allan heim enda fara hagsmunir Icelandair og Íslands saman.“ Dómnefnd fyrir markaðsmanneskju ársins var skipuð eftirfarandi: Formaður dómnefndar: Katrín M. Guðjónsdóttir, formaður stjórnar ÍMARK Andrés Jónsson, stofnandi Góðra samskipta og stjórnendaráðgjafi Arndís Huld Hákonardóttir, forstöðumaður markaðsmála og PR hjá Bláa lóninu Erling Agustsson, markaðsfulltrúi hjá Morgunblaðinu Gerður Arinbjarnardóttir, rigandi Blush (Markaðsmanneskja ársins 2021) Gísli S. Brynjólfsson, forstöðumaður markaðsmála hjá Icelandair sem sat hjá við endanlegt val Guðný Helga Herbertsdóttir, forstjóri VÍS Kristján Hjálmarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Hér og Nú Ragnar Már Vilhjálmsson, aðjúnkt Háskólanum á Bifröst Auglýsinga- og markaðsmál Icelandair Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Í tilkynningu þess efnis frá ÍMARK segir að Bogi Nils hafi í starfi sínu tekist á við krefjandi aðstæður í rekstri á sama tíma og fyrirtækið hafi haldið áfram uppbyggingu alþjóðlegs leiðakerfis með Ísland sem miðpunkt. Vörumerki Icelandair sé eitt þekktasta vörumerki á Íslandi, sem nýlega fór í gegnum endurmörkun. Valið á markaðsmanneskju ársins sé niðurstaða dómnefndar sem skipuð var einstaklingum sem komi víðsvegar að úr atvinnulífinu og háskólasamfélaginu. Katrín M. Guðjónsdóttir, formaður stjórnar ÍMARK hafi afhent Boga verðlaunin á viðburði ÍMARK í dag. Verðlaunin séu veitt þeim einstaklingi sem þykir hafa sýnt framúrskarandi árangur í markaðsstarfi síðustu tvö ár, en við valið hafi verið leitast við að fá sem fjölbreyttastar skoðanir úr atvinnulífinu. Fjölmargar tilnefningar hafi borist í ár frá félagsmönnum ÍMARK enda sé gróska í markaðsmálum og jafnframt áskoranir miklar á síðustu tveimur árum Héldu stefnu í faraldrinum Í rökstuðningi dómnefndar segir að Icelandair hafi gengið í gegnum mikla umrótartíma undanfarin ár en þrátt fyrir að flugstarfsemi hafi dregist mikið saman á tímum heimsfaraldurs hafi stjórnendur fyrirtækisins lagt áherslu á mikilvægi markaðssetningar. Þannig hafi fyrirtækið haldið markaðsstarfi áfram og verið tilbúið að blása til sóknar um leið og færi gafst. Á sama tíma hafi fyrirtækið verið í miðju endurmörkunarferli, sem tekin var meðvituð ákvörðun um að halda áfram með enda myndi það styrkja stöðu félagsins þegar ferðalög hæfust á ný, sem hafi og orðið raunin. Bogi hafi orðið sýnilegri í fjölmiðlum og tekið á sig ábyrgð sem forstjóri með því að flytja tíðindi sem voru oft ekki góð og koma flóknum upplýsingum til farþega og almennings af auðmýkt og virðingu. Þannig hafi Bogi stigið fastar inn í hlutverk sitt sem leiðtogi og talað beint til viðskiptavina. Í gegnum heimsfaraldurinn hafi Icelandair einnig gegnt lykilhlutverki í að halda tilvonandi ferðamönnum upplýstum um stöðuna og lagt áherslu á að markaðssetja Ísland sem ferðamannaland ekki síður en fyrirtækið sjálft. Mikill heiður „Það er mikill heiður að taka við verðlaununum markaðsmanneskja ársins. Verðlaunin eru auðvitað fyrst og fremst til marks um það frábæra starf sem starfsfólk Icelandair hefur unnið undanfarin ár Nú er farþegafjöldi Icelandair orðinn sambærilegur við metárið 2019 – árangur sem fá flugfélög í heiminum geta státað af. Áhersla okkar í markaðsmálum er að halda merkjum Íslands á lofti um allan heim enda fara hagsmunir Icelandair og Íslands saman.“ Dómnefnd fyrir markaðsmanneskju ársins var skipuð eftirfarandi: Formaður dómnefndar: Katrín M. Guðjónsdóttir, formaður stjórnar ÍMARK Andrés Jónsson, stofnandi Góðra samskipta og stjórnendaráðgjafi Arndís Huld Hákonardóttir, forstöðumaður markaðsmála og PR hjá Bláa lóninu Erling Agustsson, markaðsfulltrúi hjá Morgunblaðinu Gerður Arinbjarnardóttir, rigandi Blush (Markaðsmanneskja ársins 2021) Gísli S. Brynjólfsson, forstöðumaður markaðsmála hjá Icelandair sem sat hjá við endanlegt val Guðný Helga Herbertsdóttir, forstjóri VÍS Kristján Hjálmarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Hér og Nú Ragnar Már Vilhjálmsson, aðjúnkt Háskólanum á Bifröst
Auglýsinga- og markaðsmál Icelandair Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira