Kraftaverk að eiga von á barni eftir allar lyfjameðferðirnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. febrúar 2024 13:00 Birna er ólétt að sínu öðru barni eftir að hafa gengið í gegnum ótal lyfjameðferðir í baráttunni við krabbamein. Birna Almarsdóttir var 27 ára þegar hún greindist með fjórða stigs eitirfrumukrabbamein sem hafði dreift sér í lungun. Áfallið var mikið, óvissan um frekari barneignir algjör en það var einmitt dóttir Birnu sem hjálpaði henni langmest í gegnum erfiðu tímana. Birna er ein þeirra sem deila reynslu sinni í tilefni Lífið er núna átaksins á vegum Krafts. Birna nýtti ýmsa þjónustu hjá Krafti þegar hún greindist með krabbamein og vissi ekki hvernig hún átti að komast í gegnum áfallið. „Ég var með alveg ellefu sentimetra massa á miðmæti og fjölmarga hnúta dreifða um lungun,“ segir Birna. „Hvort tveggja hljómaði alveg hræðilega.“ Hún segir að fólkið sitt hafi gripið sig. „Manneskjan sem hjálpaði mér langmest í gegnum þetta ferli, og ég er ekki viss um að hún viti hvað hún hafði góð og jákvæð áhrif á mig, er auðvitað litla stelpan mín.“ Glódís, dóttir Birnu, var tveggja ára þegar Birna greindist. Birna segir Glódísi hafa lýst upp hvert einasta augnablik. Valdeflandi að heyra sögur annarra Birna nýtti sér ýmsa þjónustu hjá Krafti því hún vissi að hún þyrfti að leita sér stuðnings og speglun hjá öðru fólki sem hefur upplifað svipað. Hún mætti í jafningjastuðning og í StelpuKraft og fannst rosalega gagnlegt að sjá aðra og heyra árangursríkar sögur. Deila erfiðleikum, tárum, sárum, sorgum og jafnframt gleði og hlátri með jafningjum. „Það er valdeflandi að heyra sögur annarra sem voru jafnvel búnir með sína meðferð,“ segir Birna. Þá hafi hún séð fyrirmyndir sem hafi komist í gegnum erfið verkefni á borð við það sem hún sjálf glímdi við. Það var ekki víst hvort að Birna gæti eignast fleiri börn eftir meðferðirnar en hún segir það vera kraftaverk út af fyrir sig að hún eigi nú von á öðru barni eftir allt sem líkaminn hennar hafi gengið í gegnum í lyfjameðferðinni. En það séu ekki allir svo heppnir. „Þessi setning, Lífið er núna, fær dýpri tilgang þegar maður hefur gengið í gegnum svona ferli eða erfiðleika yfir höfuð,“ segir Birna. Armbandið veiti hlýju Hún segist alltaf taka eftir því þegar fólk sé með armbandið og það veiti henni hlýju. Lífið er núna dagurinn fer fram á morgun, fimmtudaginn 8. febrúar. Kraftur, stuðningsfélags fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur, hvetur landsmenn til að halda upp á Lífið er núna daginn og staldra við og njóta líðandi stundar með fólkinu í kringum sig. Dagurinn er tilvalinn í að nýta daginn og láta gott af sér leiða, hrósa fólki og sjálfum sér, nota spari-stellið og peysuna sem þú ætlaðir alltaf að nota við ákveðin tilefni. Ekki bíða eftir rétta mómentinu, búðu það til á Lífið er núna daginn. View this post on Instagram A post shared by Eliza Reid (@elizajeanreid) „Þetta er í annað sinn sem við höldum þennan dag og var dásamlegt að sjá í fyrra hvað fólk var fljótt að taka við sér og fagna honum með okkur,“ segir Þórunn Hilda, markaðs- og kynningarfulltrúi Krafts. „Við hvetjum alla í samfélaginu að njóta dagsins til hins ýtrasta. Búa til einhverja gæðastund með samstarfsmönnum, vinum og vandamönnum eða jafnvel bara ókunnugum og hrósa fólki og minna sig og aðra á að staldra við og fanga augnablikið,“ bætir Þórunn Hilda við. Kraftsliturinn er appelsínugulur og því hvetur félagið sem flesta til að klæðast þessum orkumikla lit á fimmtudaginn. Svo er hægt að fá flottar partýveifur, Lífið er núna servíettur og ýmsar aðrar vörur hjá Krafti sem geta hjálpað fólki að fagna deginum. „Við hvetjum auðvitað líka alla til að fá sér nýja Lífið er núna armbandið og bera það og minna sig einmitt á að Lífið er núna. Armböndin í ár eru sérlega hátíðleg í tilefni af 25 ára afmæli Krafts,“ segir Þórunn Hilda í tilkynningu frá Krafti. Frjósemi Krabbamein Ástin og lífið Börn og uppeldi Tengdar fréttir Grét í tvær vikur eftir greininguna Bjarki Gylfason greindist með ristilkrabbamein árið 2022, þá 35 ára gamall, en þá hafði hann verið með sáraristilbólgu í sautján ár og lifað með því. 7. febrúar 2024 08:00 Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Sjá meira
Birna er ein þeirra sem deila reynslu sinni í tilefni Lífið er núna átaksins á vegum Krafts. Birna nýtti ýmsa þjónustu hjá Krafti þegar hún greindist með krabbamein og vissi ekki hvernig hún átti að komast í gegnum áfallið. „Ég var með alveg ellefu sentimetra massa á miðmæti og fjölmarga hnúta dreifða um lungun,“ segir Birna. „Hvort tveggja hljómaði alveg hræðilega.“ Hún segir að fólkið sitt hafi gripið sig. „Manneskjan sem hjálpaði mér langmest í gegnum þetta ferli, og ég er ekki viss um að hún viti hvað hún hafði góð og jákvæð áhrif á mig, er auðvitað litla stelpan mín.“ Glódís, dóttir Birnu, var tveggja ára þegar Birna greindist. Birna segir Glódísi hafa lýst upp hvert einasta augnablik. Valdeflandi að heyra sögur annarra Birna nýtti sér ýmsa þjónustu hjá Krafti því hún vissi að hún þyrfti að leita sér stuðnings og speglun hjá öðru fólki sem hefur upplifað svipað. Hún mætti í jafningjastuðning og í StelpuKraft og fannst rosalega gagnlegt að sjá aðra og heyra árangursríkar sögur. Deila erfiðleikum, tárum, sárum, sorgum og jafnframt gleði og hlátri með jafningjum. „Það er valdeflandi að heyra sögur annarra sem voru jafnvel búnir með sína meðferð,“ segir Birna. Þá hafi hún séð fyrirmyndir sem hafi komist í gegnum erfið verkefni á borð við það sem hún sjálf glímdi við. Það var ekki víst hvort að Birna gæti eignast fleiri börn eftir meðferðirnar en hún segir það vera kraftaverk út af fyrir sig að hún eigi nú von á öðru barni eftir allt sem líkaminn hennar hafi gengið í gegnum í lyfjameðferðinni. En það séu ekki allir svo heppnir. „Þessi setning, Lífið er núna, fær dýpri tilgang þegar maður hefur gengið í gegnum svona ferli eða erfiðleika yfir höfuð,“ segir Birna. Armbandið veiti hlýju Hún segist alltaf taka eftir því þegar fólk sé með armbandið og það veiti henni hlýju. Lífið er núna dagurinn fer fram á morgun, fimmtudaginn 8. febrúar. Kraftur, stuðningsfélags fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur, hvetur landsmenn til að halda upp á Lífið er núna daginn og staldra við og njóta líðandi stundar með fólkinu í kringum sig. Dagurinn er tilvalinn í að nýta daginn og láta gott af sér leiða, hrósa fólki og sjálfum sér, nota spari-stellið og peysuna sem þú ætlaðir alltaf að nota við ákveðin tilefni. Ekki bíða eftir rétta mómentinu, búðu það til á Lífið er núna daginn. View this post on Instagram A post shared by Eliza Reid (@elizajeanreid) „Þetta er í annað sinn sem við höldum þennan dag og var dásamlegt að sjá í fyrra hvað fólk var fljótt að taka við sér og fagna honum með okkur,“ segir Þórunn Hilda, markaðs- og kynningarfulltrúi Krafts. „Við hvetjum alla í samfélaginu að njóta dagsins til hins ýtrasta. Búa til einhverja gæðastund með samstarfsmönnum, vinum og vandamönnum eða jafnvel bara ókunnugum og hrósa fólki og minna sig og aðra á að staldra við og fanga augnablikið,“ bætir Þórunn Hilda við. Kraftsliturinn er appelsínugulur og því hvetur félagið sem flesta til að klæðast þessum orkumikla lit á fimmtudaginn. Svo er hægt að fá flottar partýveifur, Lífið er núna servíettur og ýmsar aðrar vörur hjá Krafti sem geta hjálpað fólki að fagna deginum. „Við hvetjum auðvitað líka alla til að fá sér nýja Lífið er núna armbandið og bera það og minna sig einmitt á að Lífið er núna. Armböndin í ár eru sérlega hátíðleg í tilefni af 25 ára afmæli Krafts,“ segir Þórunn Hilda í tilkynningu frá Krafti.
Frjósemi Krabbamein Ástin og lífið Börn og uppeldi Tengdar fréttir Grét í tvær vikur eftir greininguna Bjarki Gylfason greindist með ristilkrabbamein árið 2022, þá 35 ára gamall, en þá hafði hann verið með sáraristilbólgu í sautján ár og lifað með því. 7. febrúar 2024 08:00 Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Sjá meira
Grét í tvær vikur eftir greininguna Bjarki Gylfason greindist með ristilkrabbamein árið 2022, þá 35 ára gamall, en þá hafði hann verið með sáraristilbólgu í sautján ár og lifað með því. 7. febrúar 2024 08:00