Viðurkennir að stjarnan verði líklega seld í sumar Smári Jökull Jónsson skrifar 7. febrúar 2024 17:46 Ivan Toney er búinn að skora tvö mörg í þremur leikjum síðan hann sneri aftur úr átta mánaða leikbanni. Vísir/Getty Thomas Frank knattspyrnustjóri Brentford viðurkennir að líklegast sé að framherjinn Ivan Toney verði seldur frá félaginu í sumar. Toney á eitt ár eftir af samningi sínum við Brentford. Ivan Toney er nýlega snúinn til baka á knattspyrnuvöllinn eftir átta mánaða fjarveru vegna leikbanns. Hann var dæmdur í leikbann fyrir brot á reglum enska knattspyrnusambandsins um veðmál og lék sinn fyrsta leik eftir bannið gegn Nottingham Forest þann 20. janúar. Toney á eitt ár eftir af samningi sínum við Brentford en hann hefur skorað 65 mörk í 113 leikjum fyrir Brentford og lék sinn fyrsta landsleik fyrir England á síðasta ári. Toney hefur meðal annars verið orðaður við Arsenal og Chelsea á síðustu vikum og í viðtali við danska Tipsbladet í dag viðurkenndi knattspyrnustjórinn Thomas Frank að líklega verði Toney seldur frá Brentford í sumar. „Það er frekar augljóst að Toney verður seldur í sumar. Við vitum hvers virði hann er og ég held það séu ekki margir framherjar í heiminum sem eru betri en hann í aungablikinu.“ Eins og áður segir á Toney ár eftir af samningi sínum við Brentford sem þarf því að selja í sumar ætli þeir sér að fá pening fyrir framherjann knáa. „Hann er mjög hæfileikaríkur framherji og á besta aldri knattspyrnumanns. Ég myndi vilja halda honum en einhvern daginn væri gaman að sjá hann í toppliði,“ sagði Frank og bætti við að ekkert tilboð hefði borist í Toney í félagaskiptaglugganum í janúar. „Það kæmi mér samt á óvart ef það verða ekki mörg félög áhugasöm um hann.“ Í sumar sagði Frank að hann teldi Toney vera allt að 100 milljón punda virði og sjálfur hefur Toney sagt að hann vijli spila fyrir topplið einhvern tíman á ferlinum. Enski boltinn Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Enski boltinn Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sjá meira
Ivan Toney er nýlega snúinn til baka á knattspyrnuvöllinn eftir átta mánaða fjarveru vegna leikbanns. Hann var dæmdur í leikbann fyrir brot á reglum enska knattspyrnusambandsins um veðmál og lék sinn fyrsta leik eftir bannið gegn Nottingham Forest þann 20. janúar. Toney á eitt ár eftir af samningi sínum við Brentford en hann hefur skorað 65 mörk í 113 leikjum fyrir Brentford og lék sinn fyrsta landsleik fyrir England á síðasta ári. Toney hefur meðal annars verið orðaður við Arsenal og Chelsea á síðustu vikum og í viðtali við danska Tipsbladet í dag viðurkenndi knattspyrnustjórinn Thomas Frank að líklega verði Toney seldur frá Brentford í sumar. „Það er frekar augljóst að Toney verður seldur í sumar. Við vitum hvers virði hann er og ég held það séu ekki margir framherjar í heiminum sem eru betri en hann í aungablikinu.“ Eins og áður segir á Toney ár eftir af samningi sínum við Brentford sem þarf því að selja í sumar ætli þeir sér að fá pening fyrir framherjann knáa. „Hann er mjög hæfileikaríkur framherji og á besta aldri knattspyrnumanns. Ég myndi vilja halda honum en einhvern daginn væri gaman að sjá hann í toppliði,“ sagði Frank og bætti við að ekkert tilboð hefði borist í Toney í félagaskiptaglugganum í janúar. „Það kæmi mér samt á óvart ef það verða ekki mörg félög áhugasöm um hann.“ Í sumar sagði Frank að hann teldi Toney vera allt að 100 milljón punda virði og sjálfur hefur Toney sagt að hann vijli spila fyrir topplið einhvern tíman á ferlinum.
Enski boltinn Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Enski boltinn Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sjá meira