Íslensk CrossFit kempa keppir á EM í Ólympískum Lyftingum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. febrúar 2024 09:30 Þuríður Erla Helgadóttir hefur verið með á átta heimsleikum og náði best níunda sætinu árið 2019. @thurihelgadottir Þuríður Erla Helgadóttir verður meðal keppenda á Evrópumótinu í Ólympískum Lyftingum sem fram fer í Sofía í Búlgaríu seinna í þessum mánuði. Þuríður Erla sagði frá þessu á samfélagsmiðlum í gær. „Ég mun keppa á EM í Ólympískum Lyftingum þann 14. febrúar næstkomandi. Ég lyfti vanalega þyngra þegar ég er á þessu sviði en þegar ég er að æfa. Ég hlakka því til að keppa,“ skrifaði Þuríður Erla. Þuríður Erla er ein okkar reyndasta CrossFit kona en hún hefur keppt á átta heimsleikum í CrossFit þar af sjö sinnum í einstaklingskeppninni. Bestum árangri náði hún árið 2019 þegar hún varð í níunda sæti. Þuríður hefur líka mikla reynslu af stórmótum í Ólympískum Lyftingum þar sem hún hefur keppt bæði á heims- og Evrópumeistaramótum. Hún varð meðal annars í tíunda sæti á EM 2021 og í tíunda sæti á HM 2017. Þuríður keppir í mínus 59 kílóa flokknum. Ísland er með sex keppendur á mótinu og eru það allt konur. Katra Björk Ketilsdóttir keppir einnig í 59 kíló flokknum. Þuríður er níu árum eldri en Katla. Þuríður er skráð með 184 kíló samanlagt inn í keppnina en Katla Björk er skráð inn með 173 kíló. Keppendur keppa í samanlögðum árangri í snörun og í jafnhendingu. Eygló Fanndal Sturludóttir var valin lyftingarkona ársins á síðasta ári og stendur fremst allra Íslendinga í baráttunni um Ólympíusæti í þessari grein. Hún keppir í mínus 71 kílóa flokki. Eygló er skráð inn með 230 kíló samanlagt en hún hefur verið bæta sig mikið undanfarna mánuði. Guðný Björk Stefánsdóttir keppir í mínus 76 kílóa flokki, Friðný Fjóla Jónsdóttir keppir í mínus 87 kílóa flokki og Erla Ágústsdóttir keppir í plús 87 kílóa flokknum. Eygló Fanndal, Guðný Björk og Erla eru yngstar í hópnum, allar fæddar árið 2001. Þuríður Erla er elst en hún er fædd árið 1991. View this post on Instagram A post shared by Thuri Helgadottir (@thurihelgadottir) CrossFit Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Sjá meira
Þuríður Erla sagði frá þessu á samfélagsmiðlum í gær. „Ég mun keppa á EM í Ólympískum Lyftingum þann 14. febrúar næstkomandi. Ég lyfti vanalega þyngra þegar ég er á þessu sviði en þegar ég er að æfa. Ég hlakka því til að keppa,“ skrifaði Þuríður Erla. Þuríður Erla er ein okkar reyndasta CrossFit kona en hún hefur keppt á átta heimsleikum í CrossFit þar af sjö sinnum í einstaklingskeppninni. Bestum árangri náði hún árið 2019 þegar hún varð í níunda sæti. Þuríður hefur líka mikla reynslu af stórmótum í Ólympískum Lyftingum þar sem hún hefur keppt bæði á heims- og Evrópumeistaramótum. Hún varð meðal annars í tíunda sæti á EM 2021 og í tíunda sæti á HM 2017. Þuríður keppir í mínus 59 kílóa flokknum. Ísland er með sex keppendur á mótinu og eru það allt konur. Katra Björk Ketilsdóttir keppir einnig í 59 kíló flokknum. Þuríður er níu árum eldri en Katla. Þuríður er skráð með 184 kíló samanlagt inn í keppnina en Katla Björk er skráð inn með 173 kíló. Keppendur keppa í samanlögðum árangri í snörun og í jafnhendingu. Eygló Fanndal Sturludóttir var valin lyftingarkona ársins á síðasta ári og stendur fremst allra Íslendinga í baráttunni um Ólympíusæti í þessari grein. Hún keppir í mínus 71 kílóa flokki. Eygló er skráð inn með 230 kíló samanlagt en hún hefur verið bæta sig mikið undanfarna mánuði. Guðný Björk Stefánsdóttir keppir í mínus 76 kílóa flokki, Friðný Fjóla Jónsdóttir keppir í mínus 87 kílóa flokki og Erla Ágústsdóttir keppir í plús 87 kílóa flokknum. Eygló Fanndal, Guðný Björk og Erla eru yngstar í hópnum, allar fæddar árið 2001. Þuríður Erla er elst en hún er fædd árið 1991. View this post on Instagram A post shared by Thuri Helgadottir (@thurihelgadottir)
CrossFit Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Sjá meira