Viðbragðslúðrar ómuðu við Svartsengi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. febrúar 2024 07:49 Hjördís Guðmundsdóttir samskiptastjóri almannavarna segir eldgosið hafa hafist á einum af þeim stöðum sem taldir voru líklegastir til að vera upptakastaður eldgoss. Vísir/Vilhelm „Við vitum að eldgosið hófst þarna um sex leytið og við vitum að það er á svipuðum stað og eldgosið sem hófst 18. desember og við vitum að þetta er alveg bara, við þekkjum þetta,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir samskiptastjóri Almannavarna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Er þetta mikið gos? „Já, þetta er ágætis gos. Þyrlan var að fara í loftið í þessum töluðu orðum og þegar við fáum augu úr henni fáum við betri upplýsingar en þetta með lýsingarorðið mikið er erfitt að segja til um áður en við fáum nákvæmar upplýsingar frá vísindafólki sem er komið í þyrluna.“ Hún segir einar af mikilvægustu upplýsingunum koma frá vísindafólkinu í þyrlunni. Vefmyndavélarnar gefi miklar og ótrúlegar upplýsingar en mikilvægt sé að fá upplýsingar um hraunflæðið, sérstaklega hvort það stefni í átt til Grindavíkur eða Svartsengis, þar sem finna má mikilvæga innviði fyrir allt Reykjanesið. „Þetta er á sprungunni sem við þekkjum þarna til. Þetta er ágætis lengd á þessu en ég er bara með augun á skjánum. Þetta er á mjög svipuðum stað og hraunið byrjað að flæða. Eins og við þekkjum af þessum hraunflæðilíkönum sem notast er við koma þau sér mjög vel núna til að spá fyrir um hvert þetta flæðir.“ Jarðskjálftahrina hófst á svæðinu klukkan 5:40 í morgun og rýmingaráætlun fór í gang. Hjördís segir rýmingar hafa gengið vel. „Þetta voru þessir hótelgestir við Svartsengi, sem um ræðir. Það var enginn í Grindavík en auðvitað vorum við með viðbragðsaðila við lokunarpósta og annað. Það eru þessir mælar allir, sem búið er að koma upp, sem skipta auðvitað sköpum fyrir okkur öll til að geta gefið fólki þennan tíma,“ segir Hjördís. „Viðvörunarbjöllurnar og lúðrarnir, sem búið er að setja upp og var verið að prófa í fyrradag, voru ræstir. Það hefur örugglega verið skrítin tilfinning fyrir fólk svona um fimmtugt að heyra í þeim. Það er hljóð sem við þekkjum í gamla daga. Þeir voru ræstir við Bláa lónið en það var eftir að við vissum hvað var í gangi, þannig að það var bara eitt af tækjunum sem við höfum til að láta fólk vita.“ Hún segir gosið hafa komið upp á einum af þeim stöðum sem talinn var einna líklegastur til að vera upptakastaður eldgoss. Hafa verði í huga að erfitt sé að spá nákvæmlega fyrir um slíkt. „Nákvæma staðsetningu getur enginn vitað en þetta er á einum af þessum líklegustu stöðum. Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Bláa lónið Bítið Tengdar fréttir Liggur frá Sundhnúk í suðri til austurenda Stóra-Skógfells Samkvæmt fyrstu fréttum úr eftirlitsflugi Landhelgisgæslunnar er eldgosið á sömu slóðum og gaus 18. desember síðastliðinn. 8. febrúar 2024 07:14 Búið að rýma Bláa lónið Öll athafnasvæði Bláa lónsins í Svartsengi hafa verið rýmd vegna skjálfta sem mældust við Sundhnjúkagígaröðina í aðdraganda eldgossins sem hófst um klukkan 6 í morgun. 8. febrúar 2024 06:42 Vaktin: Gos hafið á Reykjanesinu Eldgos hófst klukkan sex í morgun, fimmtudag, í Sundhnúksgígaröðinni á Reykjanesskaga. Neyðarstigi hefur verið lýst yfir vegna heitavatnsskorts á Suðurnesjum. Hraun hefur flætt yfir Grindavíkurveg, nærri afleggjaranum að Bláa lóninu, og þá hefur hraun einnig flætt yfir heitavatnslögn. 8. febrúar 2024 06:11 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira
Er þetta mikið gos? „Já, þetta er ágætis gos. Þyrlan var að fara í loftið í þessum töluðu orðum og þegar við fáum augu úr henni fáum við betri upplýsingar en þetta með lýsingarorðið mikið er erfitt að segja til um áður en við fáum nákvæmar upplýsingar frá vísindafólki sem er komið í þyrluna.“ Hún segir einar af mikilvægustu upplýsingunum koma frá vísindafólkinu í þyrlunni. Vefmyndavélarnar gefi miklar og ótrúlegar upplýsingar en mikilvægt sé að fá upplýsingar um hraunflæðið, sérstaklega hvort það stefni í átt til Grindavíkur eða Svartsengis, þar sem finna má mikilvæga innviði fyrir allt Reykjanesið. „Þetta er á sprungunni sem við þekkjum þarna til. Þetta er ágætis lengd á þessu en ég er bara með augun á skjánum. Þetta er á mjög svipuðum stað og hraunið byrjað að flæða. Eins og við þekkjum af þessum hraunflæðilíkönum sem notast er við koma þau sér mjög vel núna til að spá fyrir um hvert þetta flæðir.“ Jarðskjálftahrina hófst á svæðinu klukkan 5:40 í morgun og rýmingaráætlun fór í gang. Hjördís segir rýmingar hafa gengið vel. „Þetta voru þessir hótelgestir við Svartsengi, sem um ræðir. Það var enginn í Grindavík en auðvitað vorum við með viðbragðsaðila við lokunarpósta og annað. Það eru þessir mælar allir, sem búið er að koma upp, sem skipta auðvitað sköpum fyrir okkur öll til að geta gefið fólki þennan tíma,“ segir Hjördís. „Viðvörunarbjöllurnar og lúðrarnir, sem búið er að setja upp og var verið að prófa í fyrradag, voru ræstir. Það hefur örugglega verið skrítin tilfinning fyrir fólk svona um fimmtugt að heyra í þeim. Það er hljóð sem við þekkjum í gamla daga. Þeir voru ræstir við Bláa lónið en það var eftir að við vissum hvað var í gangi, þannig að það var bara eitt af tækjunum sem við höfum til að láta fólk vita.“ Hún segir gosið hafa komið upp á einum af þeim stöðum sem talinn var einna líklegastur til að vera upptakastaður eldgoss. Hafa verði í huga að erfitt sé að spá nákvæmlega fyrir um slíkt. „Nákvæma staðsetningu getur enginn vitað en þetta er á einum af þessum líklegustu stöðum.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Bláa lónið Bítið Tengdar fréttir Liggur frá Sundhnúk í suðri til austurenda Stóra-Skógfells Samkvæmt fyrstu fréttum úr eftirlitsflugi Landhelgisgæslunnar er eldgosið á sömu slóðum og gaus 18. desember síðastliðinn. 8. febrúar 2024 07:14 Búið að rýma Bláa lónið Öll athafnasvæði Bláa lónsins í Svartsengi hafa verið rýmd vegna skjálfta sem mældust við Sundhnjúkagígaröðina í aðdraganda eldgossins sem hófst um klukkan 6 í morgun. 8. febrúar 2024 06:42 Vaktin: Gos hafið á Reykjanesinu Eldgos hófst klukkan sex í morgun, fimmtudag, í Sundhnúksgígaröðinni á Reykjanesskaga. Neyðarstigi hefur verið lýst yfir vegna heitavatnsskorts á Suðurnesjum. Hraun hefur flætt yfir Grindavíkurveg, nærri afleggjaranum að Bláa lóninu, og þá hefur hraun einnig flætt yfir heitavatnslögn. 8. febrúar 2024 06:11 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira
Liggur frá Sundhnúk í suðri til austurenda Stóra-Skógfells Samkvæmt fyrstu fréttum úr eftirlitsflugi Landhelgisgæslunnar er eldgosið á sömu slóðum og gaus 18. desember síðastliðinn. 8. febrúar 2024 07:14
Búið að rýma Bláa lónið Öll athafnasvæði Bláa lónsins í Svartsengi hafa verið rýmd vegna skjálfta sem mældust við Sundhnjúkagígaröðina í aðdraganda eldgossins sem hófst um klukkan 6 í morgun. 8. febrúar 2024 06:42
Vaktin: Gos hafið á Reykjanesinu Eldgos hófst klukkan sex í morgun, fimmtudag, í Sundhnúksgígaröðinni á Reykjanesskaga. Neyðarstigi hefur verið lýst yfir vegna heitavatnsskorts á Suðurnesjum. Hraun hefur flætt yfir Grindavíkurveg, nærri afleggjaranum að Bláa lóninu, og þá hefur hraun einnig flætt yfir heitavatnslögn. 8. febrúar 2024 06:11