„Ég átti afar erfitt með að halda aftur af tárunum þegar ég fylgdist með“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 8. febrúar 2024 10:00 Dóttir Hildar Maríu og Sigurðar Jakobs mætti í heiminn fjórum vikum fyrir settan dag. Hildur María Fyrrverandi fegurðardrottningin og handboltakonan Hildur María Leifsdóttir og kærastinn hennar Sigurður Jakob Helgason lögmaður eignuðust stúlku 4. febrúar síðastliðinn, fjórum vikum fyrir settan dag. Parið greinir frá komu dótturinnar í sameiginlegri færslu á Instagram. „Foreldrarnir voru ekki tilbúnir, íbúðin var ekki tilbúin, barnaherbergið var ekki tilbúið, heimfarasettið var ekki tilbúið, óléttu myndatakan var ekki búin, barna vagninn ekki kominn, barnabókin hafði ekki verið lesin, bleyjur höfðu ekki verið keyptar, bílstóllinn ekki settur upp í bíl og svo lengi mætti telja. En hún dóttir okkar var svo sannarlega tilbúin og mætti óvænt í heiminn á sunnudaginn 4. febrúar, 4 vikum fyrir settan dag,“ skrifar parið við færsluna og deilir myndum af frumburðinum: „Hún hefur því annað hvort fengið lélega tímaskyn móður sinnar, eða þá þráhyggju föður síns um að þurfa alltaf að mæta á undan öllum, en einungis tíminn mun leiða það í ljós.“ View this post on Instagram A post shared by Hildur Maria (@hildurmariaa) Hildur missti vatnið án nokkurs fyrirvara að laugardagsmorgni 3. febrúar. „Við tók smá hasar sem innihélt meðal annars sjúkrabílaferð upp á fæðingardeild, en litla hafði nefnilega ekki skorðað sig og var Hildur því í framhaldi sett af stað. Fæðingin gekk upp og niður og í allar áttir og stóð Hildur sig svo einstaklega vel á öllum stundum að ég átti vart til orða. Krafturinn, hugrekkið og styrkurinn sem hún sýndi er erfitt að lýsa með góðum hætti en það voru algjör forréttindi að horfa upp á hana og eiga þessa stund með henni, en ég átti afar erfitt með að halda aftur að tárunum þegar ég fylgdist með og studdi þetta hörkutól sem hún er. Nýja fjölskyldan eyddi þremur fyrstu nóttum sínum upp á fæðingardeild svo hægt væri að fylgjast með litlu, en fórum loks heim í dag með full heilbrigða prinsessu,“ skrifar Sigurður stoltur. Hildur María og Sigurður Jakob byrjuðu að stinga saman nefjum fyrir um tveimur árum. View this post on Instagram A post shared by Hildur Maria (@hildurmariaa) Hildur bar sigur úr býtum í Miss Universe Iceland árið 2016. Hildur keppti fyrir Íslands hönd í Miss Universe á Filippseyjum 30. janúar 2017. Barnalán Tímamót Ástin og lífið Tengdar fréttir Hildur María er Miss Universe Iceland árið 2016 Hildur María Leifsdóttir vann keppnina Miss Universe Iceland sem fram fór í Gamla Bíó í gærkvöldi. 13. september 2016 00:00 Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Fleiri fréttir Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Sjá meira
„Foreldrarnir voru ekki tilbúnir, íbúðin var ekki tilbúin, barnaherbergið var ekki tilbúið, heimfarasettið var ekki tilbúið, óléttu myndatakan var ekki búin, barna vagninn ekki kominn, barnabókin hafði ekki verið lesin, bleyjur höfðu ekki verið keyptar, bílstóllinn ekki settur upp í bíl og svo lengi mætti telja. En hún dóttir okkar var svo sannarlega tilbúin og mætti óvænt í heiminn á sunnudaginn 4. febrúar, 4 vikum fyrir settan dag,“ skrifar parið við færsluna og deilir myndum af frumburðinum: „Hún hefur því annað hvort fengið lélega tímaskyn móður sinnar, eða þá þráhyggju föður síns um að þurfa alltaf að mæta á undan öllum, en einungis tíminn mun leiða það í ljós.“ View this post on Instagram A post shared by Hildur Maria (@hildurmariaa) Hildur missti vatnið án nokkurs fyrirvara að laugardagsmorgni 3. febrúar. „Við tók smá hasar sem innihélt meðal annars sjúkrabílaferð upp á fæðingardeild, en litla hafði nefnilega ekki skorðað sig og var Hildur því í framhaldi sett af stað. Fæðingin gekk upp og niður og í allar áttir og stóð Hildur sig svo einstaklega vel á öllum stundum að ég átti vart til orða. Krafturinn, hugrekkið og styrkurinn sem hún sýndi er erfitt að lýsa með góðum hætti en það voru algjör forréttindi að horfa upp á hana og eiga þessa stund með henni, en ég átti afar erfitt með að halda aftur að tárunum þegar ég fylgdist með og studdi þetta hörkutól sem hún er. Nýja fjölskyldan eyddi þremur fyrstu nóttum sínum upp á fæðingardeild svo hægt væri að fylgjast með litlu, en fórum loks heim í dag með full heilbrigða prinsessu,“ skrifar Sigurður stoltur. Hildur María og Sigurður Jakob byrjuðu að stinga saman nefjum fyrir um tveimur árum. View this post on Instagram A post shared by Hildur Maria (@hildurmariaa) Hildur bar sigur úr býtum í Miss Universe Iceland árið 2016. Hildur keppti fyrir Íslands hönd í Miss Universe á Filippseyjum 30. janúar 2017.
Barnalán Tímamót Ástin og lífið Tengdar fréttir Hildur María er Miss Universe Iceland árið 2016 Hildur María Leifsdóttir vann keppnina Miss Universe Iceland sem fram fór í Gamla Bíó í gærkvöldi. 13. september 2016 00:00 Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Fleiri fréttir Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Sjá meira
Hildur María er Miss Universe Iceland árið 2016 Hildur María Leifsdóttir vann keppnina Miss Universe Iceland sem fram fór í Gamla Bíó í gærkvöldi. 13. september 2016 00:00