Merki um leirgos í fyrsta sinn Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 8. febrúar 2024 14:10 Dökkur mökkurinn sést vel á myndum frá gosinu. Sú breyting varð á eldgosinu nýlega samkvæmt Eldfjalla- og náttúruvárhópi Suðurlands að hluti sprungunnar gýs nú svörtum gosmekki í bland við vatnsgufu. Úr verður lítilsháttar sprengivirkni að sögn Veðurstofu. Er hér sennilega um að ræða suðu á grunnvatni, sem tætir kvikuna og veldur öskumyndum. Slíkt hefur ekki sést í gosunum á Reykjanesskaga á undanförnum árum. Að sögn hópsins voru slík gos þekkt í Kröflueldum. Verður áhugavert að sjá hvort þetta þróist út í slíkt. Enn gýs rauðglóandi kviku sitthvoru megin við það svæði sem mesta gufan er. Ansi áhugaverð breyting varð á eldgosinu nýlega samkvæmt Eldfjalla-og náttúruvárhópi Suðurlands. Hluti sprungunnar gýs nú svörtum gosmekki í bland við vatnsgufu. Er hér sennilega um að ræða suðu á grunnvatni, sem tætir kvikuna og veldur öskumyndun. Svona hefur ekki sést í gosunum á Reykjanesskaga á undanförnum árum. Leirgos voru þekkt í Kröflueldum og verður áhugavert að sjá hvort þetta þróist út í slíkt. Enn gýs rauðglóandi kviku sitthvoru megin við það svæði sem sem mesta gufan er. Lítilsháttar sprengivirkni Í uppfærðu stöðumati Veðurstofunnar kemur fram að dregið hafi úr krafti gossins. Nú gýs aðallega á þremur stöðum á gossprungunni sem opnaðist í morgun. Að sögn Veðurstofunnar er þetta ekki ólíkt því sem sást í gosinu 18. desember. Þá færðist virknin á staka gíga nokkrum klukkustundum eftir að gos hófst. Þá hefur einnig dregið úr skjálftavirkni frá því í morgun. Athygli veki að dökkur mökkur stígi upp um miðbik sprungunnar sem opnaðist í morgun. „Þar er líklegt að kvika sé að komast í snertingu við grunnvatn. Úr verður þá lítilsháttar sprengivirkni þar sem hvítur gufumökkur blandast við dökkan öskumökk. Svo virðist sem askan sé ekki að ná langt frá gossprungunni eins og staðan er núna. Mökkurinn berst í suðvestur.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Olivia Hussey er látin Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Fleiri fréttir Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Sjá meira
Er hér sennilega um að ræða suðu á grunnvatni, sem tætir kvikuna og veldur öskumyndum. Slíkt hefur ekki sést í gosunum á Reykjanesskaga á undanförnum árum. Að sögn hópsins voru slík gos þekkt í Kröflueldum. Verður áhugavert að sjá hvort þetta þróist út í slíkt. Enn gýs rauðglóandi kviku sitthvoru megin við það svæði sem mesta gufan er. Ansi áhugaverð breyting varð á eldgosinu nýlega samkvæmt Eldfjalla-og náttúruvárhópi Suðurlands. Hluti sprungunnar gýs nú svörtum gosmekki í bland við vatnsgufu. Er hér sennilega um að ræða suðu á grunnvatni, sem tætir kvikuna og veldur öskumyndun. Svona hefur ekki sést í gosunum á Reykjanesskaga á undanförnum árum. Leirgos voru þekkt í Kröflueldum og verður áhugavert að sjá hvort þetta þróist út í slíkt. Enn gýs rauðglóandi kviku sitthvoru megin við það svæði sem sem mesta gufan er. Lítilsháttar sprengivirkni Í uppfærðu stöðumati Veðurstofunnar kemur fram að dregið hafi úr krafti gossins. Nú gýs aðallega á þremur stöðum á gossprungunni sem opnaðist í morgun. Að sögn Veðurstofunnar er þetta ekki ólíkt því sem sást í gosinu 18. desember. Þá færðist virknin á staka gíga nokkrum klukkustundum eftir að gos hófst. Þá hefur einnig dregið úr skjálftavirkni frá því í morgun. Athygli veki að dökkur mökkur stígi upp um miðbik sprungunnar sem opnaðist í morgun. „Þar er líklegt að kvika sé að komast í snertingu við grunnvatn. Úr verður þá lítilsháttar sprengivirkni þar sem hvítur gufumökkur blandast við dökkan öskumökk. Svo virðist sem askan sé ekki að ná langt frá gossprungunni eins og staðan er núna. Mökkurinn berst í suðvestur.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Olivia Hussey er látin Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Fleiri fréttir Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Sjá meira