Fær sextíu milljarða minna í laun en kollegi sinn í hinu liðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. febrúar 2024 10:00 Brock Purdy, leikstjórnandi San Francisco 49ers og Patrick Mahomes, leikstjórnandi Kansas City Chiefs, heilsast á kynningakvöldi fyrir Super Bowl leikinn í Las Vegas. AP/Matt York Lið San Francisco 49ers og Kansas City Chiefs spila um Ofurskálina í Super Bowl NFL deildarinnar annað kvöld. Mikilvægasta staðan í liðinu er staða leikstjórnandans sem þarf að stýra sóknarleik liðanna. Leikstjórnendur Kansas City Chiefs og San Francisco 49ers gætu varla komið úr ólíkari átt í þennan stærsta einstaka leik ársins í bandarískum íþróttum. Stórstjarnan Patrick Mahomes hjá Kansas City Chiefs hefur lengi verið talinn besti leikmaður deildarinnar, hann hefur unnið tvo titla og fékk á sínum tíma risavaxinn samning. Kom inn bakdyramegin Hinum megin er Brock Purdy sem kom bakdyramegin inn í lið San Francisco 49ers eftir að hafa verið valinn síðastur í nýliðavalinu. Hann vann sér inn byrjunarliðssætið í fyrra og hefur leitt liðið alla leið í úrslitaleikinn í ár. View this post on Instagram A post shared by Bleacher Report (@bleacherreport) Það er ekki aðeins mikill munur á því hvernig þeir komu inn í deildina heldur er rosalegur munur á launaseðli leikmannanna tveggja sem spila þessa mikilvægu stöðu í sínum liðum. 62 milljarða samningur Mahomes skrifaði á sínum tíma undir tíu ára samning við Chiefs sem skilar honum 450 milljónum dollara eða 62 milljörðum íslenskra króna. Purdy er aftur á móti enn á nýliðasamningnum sem skilar honum aðeins 3,7 milljónum dollara eða 510 milljónum íslenskra króna. Þetta þýðir að Mahomes er með meira en sextíu milljarða króna meira í laun en kollegi hans í hinu liðinu. Svo mikill er munurinn að Mahomes fékk meira borgað fyrir hverja sendingu sína á leiktíðinni en Purdy fær samtals borgað á öllu tímabilinu. Í úrslitaleik deildanna var Mahomes með eina snertimarkssendingu, 30 af 39 sendingum heppnuðust og hann kastaði fyrir 241 jarda. Purdy var aftur á móti með eina snertimarkssendingu, 20 af 31 sendingu heppnuðust og hann kastaði fyrir 267 jördum. „Herra skiptir ekki máli“ Af því að Purdy var valinn síðastur í nýliðavalinu þá var hann kallaður „Mr. Irrelevant“ eða „Herra skiptir ekki máli“. Takist honum að leiða 49ers lið til sigurs, sem engum leikstjórnanda 49ers hefur tekist í þrjátíu ár, verður þetta efni í góða Hollywood kvikmynd. Það búast hins vegar flestir við því að Mahomes bæti við þriðja titlinum og haldi áfram að vegferð sinni að því að verða besti NFL leikmaður allra tíma. San Francisco 49ers og Kansas City Chiefs mætast í leiknum um Ofurskálina í ár en Super Bowl hátíðin er að sjálfsögðu sýnd beint á Stöð 2 Sport 2. Útsendingin hefst klukkan 22.00 á sunnudaginn með upphitun fyrir leikinn en leikurinn sjálfur byrjar síðan upp úr klukkan 23.30. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter) NFL Ofurskálin Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Messi í argentínska landsliðshópnum Ungur körfuboltamaður drukknaði Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur og Leeds snýr aftur Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Sjá meira
Mikilvægasta staðan í liðinu er staða leikstjórnandans sem þarf að stýra sóknarleik liðanna. Leikstjórnendur Kansas City Chiefs og San Francisco 49ers gætu varla komið úr ólíkari átt í þennan stærsta einstaka leik ársins í bandarískum íþróttum. Stórstjarnan Patrick Mahomes hjá Kansas City Chiefs hefur lengi verið talinn besti leikmaður deildarinnar, hann hefur unnið tvo titla og fékk á sínum tíma risavaxinn samning. Kom inn bakdyramegin Hinum megin er Brock Purdy sem kom bakdyramegin inn í lið San Francisco 49ers eftir að hafa verið valinn síðastur í nýliðavalinu. Hann vann sér inn byrjunarliðssætið í fyrra og hefur leitt liðið alla leið í úrslitaleikinn í ár. View this post on Instagram A post shared by Bleacher Report (@bleacherreport) Það er ekki aðeins mikill munur á því hvernig þeir komu inn í deildina heldur er rosalegur munur á launaseðli leikmannanna tveggja sem spila þessa mikilvægu stöðu í sínum liðum. 62 milljarða samningur Mahomes skrifaði á sínum tíma undir tíu ára samning við Chiefs sem skilar honum 450 milljónum dollara eða 62 milljörðum íslenskra króna. Purdy er aftur á móti enn á nýliðasamningnum sem skilar honum aðeins 3,7 milljónum dollara eða 510 milljónum íslenskra króna. Þetta þýðir að Mahomes er með meira en sextíu milljarða króna meira í laun en kollegi hans í hinu liðinu. Svo mikill er munurinn að Mahomes fékk meira borgað fyrir hverja sendingu sína á leiktíðinni en Purdy fær samtals borgað á öllu tímabilinu. Í úrslitaleik deildanna var Mahomes með eina snertimarkssendingu, 30 af 39 sendingum heppnuðust og hann kastaði fyrir 241 jarda. Purdy var aftur á móti með eina snertimarkssendingu, 20 af 31 sendingu heppnuðust og hann kastaði fyrir 267 jördum. „Herra skiptir ekki máli“ Af því að Purdy var valinn síðastur í nýliðavalinu þá var hann kallaður „Mr. Irrelevant“ eða „Herra skiptir ekki máli“. Takist honum að leiða 49ers lið til sigurs, sem engum leikstjórnanda 49ers hefur tekist í þrjátíu ár, verður þetta efni í góða Hollywood kvikmynd. Það búast hins vegar flestir við því að Mahomes bæti við þriðja titlinum og haldi áfram að vegferð sinni að því að verða besti NFL leikmaður allra tíma. San Francisco 49ers og Kansas City Chiefs mætast í leiknum um Ofurskálina í ár en Super Bowl hátíðin er að sjálfsögðu sýnd beint á Stöð 2 Sport 2. Útsendingin hefst klukkan 22.00 á sunnudaginn með upphitun fyrir leikinn en leikurinn sjálfur byrjar síðan upp úr klukkan 23.30. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter)
NFL Ofurskálin Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Messi í argentínska landsliðshópnum Ungur körfuboltamaður drukknaði Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur og Leeds snýr aftur Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Sjá meira