Kokkar í Krýsuvík hjá fyrrverandi eiginmanni og vini sínum Árni Sæberg skrifar 10. febrúar 2024 14:33 Elías Guðmundsson og Sólveig Eiríksdóttir á brúðkaupsdaginn árið 2019. Í dag eru þau skilin en enn vinir og samstarfsfélagar. Instagram Sólveig Eiríksdóttir, sem oftast er kölluð Solla og kennd við Gló eða Grænan kost, er komin í draumastarfið á meðferðarheimilinu í Krýsuvík. Elías Guðmundsson, framkvæmdarstjóri Krýsuvíkursamtakanna og fyrrverandi eiginmaður Sollu, bauð henni að vinna þar sem kokkur. Hún segir alla sína fyrrverandi vera vini sína. Solla mætti í Bakaríið á Bylgjunni til þeirra Ásu Ninnu og Svavars Arnar í morgun. Þau fóru saman yfir víðan völl, meðal annars hvernig Solla fór úr því að vera hámenntaður textílhönnuður, með atvinnutilboð frá Álafossi á borðinu, yfir í það að vera heilsufæðisfrumuður. Gjaldþrot Álafoss spilaði þar nokkuð stóra rullu. Viðtalið má heyra í spilaranum hér að neðan: „Þar sem númer þrjú er framkvæmdastjóri“ Solla segist vera farin að vinna á ný eftir að hafa lent í nokkuð alvarlegri kulnun, sem hún vildi ekki ræða nánar að þessu sinni en stakk upp á að hún kæmi einfaldlega aftur í þáttinn. Hún bjóði upp á námskeið í eldamennsk ásamt dóttur sinni Hildi. Hana hafi einnig langað að byrja að vinna við eldamennsku aftur en þó alls ekki á veitingahúsi. Þá hafi lengi blundað í henni að vinna við að hjálpa fólki, sér í lagi fólki sem glímir við áfengissýki og aðra fíknisjúkdóma. Þess vegna hafi verið kærkomið þegar henni bauðst að vinna við eldamennsku á meðferðarheimilinu í Krýsuvík. „Þar sem númer þrjú er framkvæmdastjóri,“ sagði hún og vísaði þar til Elíasar Guðmundssonar, fyrrvarandi eiginmanns hennar. Þau voru saman í á tvo áratugi en héldu hvort í sína áttina árið 2021. Þáttastjórnendur furðuðu sig á því hvers vegna Solla kallaði hann „númer þrjú“ en Solla sagði alla hennar fyrrverandi vera vini sína. „Svo bara fannst mér svo gaman að vera þarna, ég er bara í hálfu starfi, ég elska að keyra þarna, ég elska að praktísera á fólkinu,“ segir Solla. Sú eina sem hefur fengið að fara með hníf inn á Litla-Hraun Þá segir Solla að hluti af starfinu sé að vera meira en bara kokkur fyrir þá sem eru í meðferð í Krýsuvík. Henni finnist félagslegi hluti starfsins mjög mikilvægur líka, enda sé hún mikil félagsvera. Þá finnist henni gott að geta hjálpað fólki og hafi lengi fundist. Þannig hafi hún til að mynda haldið námskeið á Litla-Hrauni fyrir allmörgum árum. „Sú eina sem fékk að fara með hníf og blandara þangað inn.“ Bakaríið Fíkn Matur Hafnarfjörður Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Fleiri fréttir Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu Sjá meira
Solla mætti í Bakaríið á Bylgjunni til þeirra Ásu Ninnu og Svavars Arnar í morgun. Þau fóru saman yfir víðan völl, meðal annars hvernig Solla fór úr því að vera hámenntaður textílhönnuður, með atvinnutilboð frá Álafossi á borðinu, yfir í það að vera heilsufæðisfrumuður. Gjaldþrot Álafoss spilaði þar nokkuð stóra rullu. Viðtalið má heyra í spilaranum hér að neðan: „Þar sem númer þrjú er framkvæmdastjóri“ Solla segist vera farin að vinna á ný eftir að hafa lent í nokkuð alvarlegri kulnun, sem hún vildi ekki ræða nánar að þessu sinni en stakk upp á að hún kæmi einfaldlega aftur í þáttinn. Hún bjóði upp á námskeið í eldamennsk ásamt dóttur sinni Hildi. Hana hafi einnig langað að byrja að vinna við eldamennsku aftur en þó alls ekki á veitingahúsi. Þá hafi lengi blundað í henni að vinna við að hjálpa fólki, sér í lagi fólki sem glímir við áfengissýki og aðra fíknisjúkdóma. Þess vegna hafi verið kærkomið þegar henni bauðst að vinna við eldamennsku á meðferðarheimilinu í Krýsuvík. „Þar sem númer þrjú er framkvæmdastjóri,“ sagði hún og vísaði þar til Elíasar Guðmundssonar, fyrrvarandi eiginmanns hennar. Þau voru saman í á tvo áratugi en héldu hvort í sína áttina árið 2021. Þáttastjórnendur furðuðu sig á því hvers vegna Solla kallaði hann „númer þrjú“ en Solla sagði alla hennar fyrrverandi vera vini sína. „Svo bara fannst mér svo gaman að vera þarna, ég er bara í hálfu starfi, ég elska að keyra þarna, ég elska að praktísera á fólkinu,“ segir Solla. Sú eina sem hefur fengið að fara með hníf inn á Litla-Hraun Þá segir Solla að hluti af starfinu sé að vera meira en bara kokkur fyrir þá sem eru í meðferð í Krýsuvík. Henni finnist félagslegi hluti starfsins mjög mikilvægur líka, enda sé hún mikil félagsvera. Þá finnist henni gott að geta hjálpað fólki og hafi lengi fundist. Þannig hafi hún til að mynda haldið námskeið á Litla-Hrauni fyrir allmörgum árum. „Sú eina sem fékk að fara með hníf og blandara þangað inn.“
Bakaríið Fíkn Matur Hafnarfjörður Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Fleiri fréttir Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist