Fólk slökkvi á rafmagnsofnum meðan önnur orkufrek raftæki eru notuð Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 10. febrúar 2024 18:16 Upplýsingafundur Almannavarna vegna stöðunnar á Suðurnesjum fór fram í dag. Vísir/Ívar Fannar Vonast er til þess að rafmagn og heitt vatn verði komið aftur á öll Suðurnes eftir viku. Unnið er að því að byggja nýja heitavatnslögn eftir að hraun flæddi yfir hjáveitulögn í núliðnu eldgosi. Þetta kom fram á upplýsingafundi Almannavarna sem fór fram klukkan fimm. Á fundinum komu fram Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis- orku- og loftlagsráðherra, Tómas Már Sigurðsson forstjóri HS Orku og Páll Erland forstjóri HS Veitna. Eftir að í ljós kom að hjáveitulögn meðfram Njarðvíkuræðinni fór í sundur undir miðju hrauni í gærkvöldi var ljóst að afleiðingar fyrir íbúa á Reykjanesinu yrðu miklar á næstu dögum. Á fundinum var farið yfir stöðuna, hvað verið er að gera og hvað er fram undan. Hjördís benti á nýtt þjónustuver vegna ástandsins á Suðurnesjum, hægt er að hringja í síma 444 2590 vakni spurningar um heitavatnsleysið. Páll Erland forstjóri HS Veitna sagði svörtustu sviðsmyndina hafa ræst þegar heitt vatn fór af öllum Suðurnesjum vegna hamfaranna, og það þegar kuldatíð gengur yfir. Hann brýndi mikilvægi þess að íbúar Suðurnesja haldi samtakamættinum áfram og reyni að komast hjá því að nota heimilistæki sem noti mikið rafmagn. Mikilvægast sé að fólk hlaði rafbíla sína ekki á heimilinu heldur frekar á hleðslustöðvum sem opnar eru almenningi. Á vef Almannavarna hafa upplýsingar um ástandið og fyrirmæli um notkun rafmagns á Suðurnesjum verið birt. Í spurningatíma í lok fundarins spurði Margrét Björk fréttamaður okkar hve lengi búast má við að ástandið vari. Tómas Már Sigurðsson forstjóri HS orku sagði líklegt að ástandið myndi vara um viku. Hjördís Guðmundsdóttir samskiptastjóri Almannavarna gaf þó þann fyrirvara að ekki væri hægt að fullyrða um það. Fréttin hefur verið uppfærð. Grindavík Almannavarnir Orkumál Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fleiri fréttir Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Sjá meira
Þetta kom fram á upplýsingafundi Almannavarna sem fór fram klukkan fimm. Á fundinum komu fram Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis- orku- og loftlagsráðherra, Tómas Már Sigurðsson forstjóri HS Orku og Páll Erland forstjóri HS Veitna. Eftir að í ljós kom að hjáveitulögn meðfram Njarðvíkuræðinni fór í sundur undir miðju hrauni í gærkvöldi var ljóst að afleiðingar fyrir íbúa á Reykjanesinu yrðu miklar á næstu dögum. Á fundinum var farið yfir stöðuna, hvað verið er að gera og hvað er fram undan. Hjördís benti á nýtt þjónustuver vegna ástandsins á Suðurnesjum, hægt er að hringja í síma 444 2590 vakni spurningar um heitavatnsleysið. Páll Erland forstjóri HS Veitna sagði svörtustu sviðsmyndina hafa ræst þegar heitt vatn fór af öllum Suðurnesjum vegna hamfaranna, og það þegar kuldatíð gengur yfir. Hann brýndi mikilvægi þess að íbúar Suðurnesja haldi samtakamættinum áfram og reyni að komast hjá því að nota heimilistæki sem noti mikið rafmagn. Mikilvægast sé að fólk hlaði rafbíla sína ekki á heimilinu heldur frekar á hleðslustöðvum sem opnar eru almenningi. Á vef Almannavarna hafa upplýsingar um ástandið og fyrirmæli um notkun rafmagns á Suðurnesjum verið birt. Í spurningatíma í lok fundarins spurði Margrét Björk fréttamaður okkar hve lengi búast má við að ástandið vari. Tómas Már Sigurðsson forstjóri HS orku sagði líklegt að ástandið myndi vara um viku. Hjördís Guðmundsdóttir samskiptastjóri Almannavarna gaf þó þann fyrirvara að ekki væri hægt að fullyrða um það. Fréttin hefur verið uppfærð.
Grindavík Almannavarnir Orkumál Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fleiri fréttir Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Sjá meira