„Þurftum að fara varlega með Trent“ Smári Jökull Jónsson skrifar 10. febrúar 2024 23:15 Jurgen Klopp fagnar sigrinum í dag. Vísir/Getty Jurgen Klopp segir að hann hafi þurft að fara varlega með Trent Alexander-Arnold sem fór af velli í hálfleik í sigri Liverpool gegn Burnley í dag. Hann segir mörg lið vera í baráttunni um titilinn. Liverpool vann 3-1 sigur á Burnley í ensku úrvalsdeildinni í dag. Sigurinn var torsóttur og fór Burnley illa með nokkur færi til að skora í leiknum þegar liðið gat jafnað leikinn. „Ég get ímyndað mér hvernig Vincent Kompany (knattspyrnustjóri Burnley) líður því þeir gerðu margt mjög vel í dag og létu okkur líða illa. Á fyrstu fimmtán mínútunum vorum við að flýta okkur of mikið. Eftir það áttu þeir skyndisóknir og þær voru vandamál. Síðan slökuðum við á og skoruðum góð mörk,“ sagði Klopp í viðtali við Skysports eftir leik. Trent Alexander-Arnold fór af velli í hálfleik þegar staðan var 1-1. Hann er nýkominn aftur í liðið eftir meiðsli og fann fyrir þeim á nýjan leik í dag. „Við vissum í hálfleik hvað við þyrftum að gera. Við vorum með stjórnina en við þurftum að skipta Alexander-Arnold af velli og við erum fáliðaðir í vörninni. Curtis Jones gerði mjög vel og Harvey Elliott líka þegar hann kom inn,“ en Jones fór í hægri bakvörðinn þegar Alexander-Arnold fór af velli. „Þessi lið eru öll í baráttunni“ „Þetta var erfiður leikur og skrýtnar kringumstæður. Með allt það sem hefur gerst og leikmenn að detta út, markvörðurinn datt út rétt fyrir leik. Þetta var fullkomið síðdegi fyrir utan meiðsli Trent,“ en markvörðurinn Alisson spilaði ekki vegna veikinda í dag frekar en Joe Gomez. Klopp virðist ekki hafa of miklar áhyggjur af meiðslum Alexander-Arnold sem er nýkominn aftur eftir að hafa misst af leikjum vegna meiðsla á hné. „Meiðsli Trent eru á sama stað í hnénu. Ekkert mjög slæmt en hann fann fyrir því á ný og við þurfum að sjá. Við munum meta þetta, við vissum af þessu í leiknum og hugsuðum hvað við gætum gert. Trent sagðist vera í lagi en það er það auðvitað ekki fyrst hann finnur fyrir þessu. Við þurftum að fara varlega og taka hann af velli.“ Titilbaráttan á Englandi er æsispennandi. Liverpool er í efsta sæti og Manchester City í öðru sæti tveimur stigum á eftir. Arsenal getur jafnað City að stigum með sigri á morgun og Tottenham er aðeins sjö stigum á eftir Liverpool. Aston Villa getur farið upp fyrir Tottenham með sigri gegn Manchester United á morgun. „Þetta er svona í hverri viku. Svo bætir þú við Tottenham sem vann góðan sigur í dag. Villa spilar á morgun. Þessi lið eru öll í baráttunni og Arsenal líka. Enski boltinn Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Sjá meira
Liverpool vann 3-1 sigur á Burnley í ensku úrvalsdeildinni í dag. Sigurinn var torsóttur og fór Burnley illa með nokkur færi til að skora í leiknum þegar liðið gat jafnað leikinn. „Ég get ímyndað mér hvernig Vincent Kompany (knattspyrnustjóri Burnley) líður því þeir gerðu margt mjög vel í dag og létu okkur líða illa. Á fyrstu fimmtán mínútunum vorum við að flýta okkur of mikið. Eftir það áttu þeir skyndisóknir og þær voru vandamál. Síðan slökuðum við á og skoruðum góð mörk,“ sagði Klopp í viðtali við Skysports eftir leik. Trent Alexander-Arnold fór af velli í hálfleik þegar staðan var 1-1. Hann er nýkominn aftur í liðið eftir meiðsli og fann fyrir þeim á nýjan leik í dag. „Við vissum í hálfleik hvað við þyrftum að gera. Við vorum með stjórnina en við þurftum að skipta Alexander-Arnold af velli og við erum fáliðaðir í vörninni. Curtis Jones gerði mjög vel og Harvey Elliott líka þegar hann kom inn,“ en Jones fór í hægri bakvörðinn þegar Alexander-Arnold fór af velli. „Þessi lið eru öll í baráttunni“ „Þetta var erfiður leikur og skrýtnar kringumstæður. Með allt það sem hefur gerst og leikmenn að detta út, markvörðurinn datt út rétt fyrir leik. Þetta var fullkomið síðdegi fyrir utan meiðsli Trent,“ en markvörðurinn Alisson spilaði ekki vegna veikinda í dag frekar en Joe Gomez. Klopp virðist ekki hafa of miklar áhyggjur af meiðslum Alexander-Arnold sem er nýkominn aftur eftir að hafa misst af leikjum vegna meiðsla á hné. „Meiðsli Trent eru á sama stað í hnénu. Ekkert mjög slæmt en hann fann fyrir því á ný og við þurfum að sjá. Við munum meta þetta, við vissum af þessu í leiknum og hugsuðum hvað við gætum gert. Trent sagðist vera í lagi en það er það auðvitað ekki fyrst hann finnur fyrir þessu. Við þurftum að fara varlega og taka hann af velli.“ Titilbaráttan á Englandi er æsispennandi. Liverpool er í efsta sæti og Manchester City í öðru sæti tveimur stigum á eftir. Arsenal getur jafnað City að stigum með sigri á morgun og Tottenham er aðeins sjö stigum á eftir Liverpool. Aston Villa getur farið upp fyrir Tottenham með sigri gegn Manchester United á morgun. „Þetta er svona í hverri viku. Svo bætir þú við Tottenham sem vann góðan sigur í dag. Villa spilar á morgun. Þessi lið eru öll í baráttunni og Arsenal líka.
Enski boltinn Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Sjá meira