Vilja breyta reglum eftir mál Arnars Smári Jökull Jónsson skrifar 11. febrúar 2024 08:00 Arnar Gunnlaugsson sést hér í símanum á meðan leikur Vals og Víkings fer fram en Arnar var í leikbanni í leiknum. Valsmenn kærðu afskipti Arnars eftir leikinn. Vísir/Anton Brink Stjórn Íslensks Toppfótbolta hefur lagt fram tillögu til ályktunar á ársþingi KSÍ síðar í mánuðinum. Tillagan kemur til eftir kærumál vegna leikbanns Arnars Gunnlaugssonar á síðustu leiktíð. Ársþing KSÍ fer fram síðar í mánuðinum og verður formannskjör sambandsins þar í brennidepli en þrír aðilar hafa gefið kost á sér í embættið. Á þinginu verða ýmsar tillögur bornar upp til atkvæða eða til ályktunar og kennir ýmissa grasa þegar rýnt er í tillögurnar sem finna má á heimasíðu KSÍ. Meðal þeirra er tillaga frá stjórn Íslensks Toppfótbolta en hún snýr að því þegar þjálfari eða forystumaður liðs er í leikbanni. Tillögunni er ætlað að skýra betur reglur sem gilda þegar þjálfari er í leikbanni en á síðustu leiktíð komst mál Arnars Gunnlaugssonar þjálfara Víkinga í hámæli eftir viðureign Víkings og Vals í Bestu deildinni. Arnar var í leikbanni í leiknum en var í stúkunni á meðan á leik stóð og í símasambandi við þjálfarateymi sitt á varamannabekknum. Þá var Arnar einnig mættur í viðtöl við fjölmiðla að leik loknum. Klara Bjartmarz, fráfarandi framkvæmdastjóri KSÍ, óskaði eftir því að aga- og úrskurðarnefnd sambandsins myndi taka málið fyrir og var niðurstaða nefndarinnar að Arnar hefði ekki gerst brotlegur við reglur. Valsmenn kærðu þá niðurstöðu og eftir mikið havarí voru Víkingar á endanum dæmdir til að greiða sekt vegna málsins. Á heimasíðu KSÍ má nú sjá áðurnefnda tillögu frá stjórn Íslensks Toppfótbolta. Í greinargerð með tillögunni kemur fram að hún sé uppfærsla á reglugerð í samræmi við agareglugerð FIFA. „Á síðasta keppnistímabili þvældist mál þjálfara innan agakerfis KSÍ í margar vikur þar sem ákvæði þetta þótti ekki nægilega skýrt. Hér er tillaga um að uppfæra ákvæðið í samræmi við þá tækni sem mögulegt er að nota og í samræmi við skýrar agareglur FIFA,“ segir í greinargerð sem fylgir tillögunni og undirrituð af stjórn ÍTF. Enginn sími, tölva eða fjölmiðlar Ákvæðið sem umræðir er grein 12.7 í kaflanum „Viðurlög og refsingar“ í reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðamál. Í greininni kemur fram að þjálfari eða forystumaður sem tekur út leikbanni skuli vera á meðal áhorfenda mæti hann á leikstað. Þetta gildir frá og með einni klukkustund fyrir leik og þar til dómari flautar til leiksloka. Á því tímabili má viðkomandi ekki vera á leikvellinum, í boðvangi, í búningsherbergjum eða annars staðar þar sem hann getur verið í tengslum við sitt lið. Í tillögu stjórnar Íslensks Toppfótbolta bætist síðan við eftirfarandi texti: „Viðkomandi má ekki með neinum hætti vera í tengslum við lið sitt á sama tímabili, t.a.m. ekki í gegnum símtæki, tölvu eða með öðrum slíkum hætti. Jafnframt er viðkomandi óheimilt að taka þátt í fjölmiðlaviðburðum á leikvangi að leik loknum.“ Eins og áður segir verður tillagan tekin fyrir á ársþingi KSÍ síðar í mánuðinum. Tillöguna í heild sinni má lesa hér. Besta deild karla KSÍ Valur Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Víkingar sektaðir um hundruð þúsunda króna vegna símtala Arnars Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur komist að þeirri niðurstöðu að sekta Knattspyrnudeild Víkings Reykjavíkur um 250 þúsund krónur vegna háttsemi Arnars Gunnlaugssonar, þjálfara karlaliðs félagsins, sem var í sambandi við starfslið sitt í gegnum síma í leik liðsins gegn Val þegar að hann tók út leikbann. 27. september 2023 12:36 Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Kansas frá Kansas til Kansas Sport Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Fleiri fréttir Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Sjá meira
Ársþing KSÍ fer fram síðar í mánuðinum og verður formannskjör sambandsins þar í brennidepli en þrír aðilar hafa gefið kost á sér í embættið. Á þinginu verða ýmsar tillögur bornar upp til atkvæða eða til ályktunar og kennir ýmissa grasa þegar rýnt er í tillögurnar sem finna má á heimasíðu KSÍ. Meðal þeirra er tillaga frá stjórn Íslensks Toppfótbolta en hún snýr að því þegar þjálfari eða forystumaður liðs er í leikbanni. Tillögunni er ætlað að skýra betur reglur sem gilda þegar þjálfari er í leikbanni en á síðustu leiktíð komst mál Arnars Gunnlaugssonar þjálfara Víkinga í hámæli eftir viðureign Víkings og Vals í Bestu deildinni. Arnar var í leikbanni í leiknum en var í stúkunni á meðan á leik stóð og í símasambandi við þjálfarateymi sitt á varamannabekknum. Þá var Arnar einnig mættur í viðtöl við fjölmiðla að leik loknum. Klara Bjartmarz, fráfarandi framkvæmdastjóri KSÍ, óskaði eftir því að aga- og úrskurðarnefnd sambandsins myndi taka málið fyrir og var niðurstaða nefndarinnar að Arnar hefði ekki gerst brotlegur við reglur. Valsmenn kærðu þá niðurstöðu og eftir mikið havarí voru Víkingar á endanum dæmdir til að greiða sekt vegna málsins. Á heimasíðu KSÍ má nú sjá áðurnefnda tillögu frá stjórn Íslensks Toppfótbolta. Í greinargerð með tillögunni kemur fram að hún sé uppfærsla á reglugerð í samræmi við agareglugerð FIFA. „Á síðasta keppnistímabili þvældist mál þjálfara innan agakerfis KSÍ í margar vikur þar sem ákvæði þetta þótti ekki nægilega skýrt. Hér er tillaga um að uppfæra ákvæðið í samræmi við þá tækni sem mögulegt er að nota og í samræmi við skýrar agareglur FIFA,“ segir í greinargerð sem fylgir tillögunni og undirrituð af stjórn ÍTF. Enginn sími, tölva eða fjölmiðlar Ákvæðið sem umræðir er grein 12.7 í kaflanum „Viðurlög og refsingar“ í reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðamál. Í greininni kemur fram að þjálfari eða forystumaður sem tekur út leikbanni skuli vera á meðal áhorfenda mæti hann á leikstað. Þetta gildir frá og með einni klukkustund fyrir leik og þar til dómari flautar til leiksloka. Á því tímabili má viðkomandi ekki vera á leikvellinum, í boðvangi, í búningsherbergjum eða annars staðar þar sem hann getur verið í tengslum við sitt lið. Í tillögu stjórnar Íslensks Toppfótbolta bætist síðan við eftirfarandi texti: „Viðkomandi má ekki með neinum hætti vera í tengslum við lið sitt á sama tímabili, t.a.m. ekki í gegnum símtæki, tölvu eða með öðrum slíkum hætti. Jafnframt er viðkomandi óheimilt að taka þátt í fjölmiðlaviðburðum á leikvangi að leik loknum.“ Eins og áður segir verður tillagan tekin fyrir á ársþingi KSÍ síðar í mánuðinum. Tillöguna í heild sinni má lesa hér.
Besta deild karla KSÍ Valur Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Víkingar sektaðir um hundruð þúsunda króna vegna símtala Arnars Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur komist að þeirri niðurstöðu að sekta Knattspyrnudeild Víkings Reykjavíkur um 250 þúsund krónur vegna háttsemi Arnars Gunnlaugssonar, þjálfara karlaliðs félagsins, sem var í sambandi við starfslið sitt í gegnum síma í leik liðsins gegn Val þegar að hann tók út leikbann. 27. september 2023 12:36 Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Kansas frá Kansas til Kansas Sport Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Fleiri fréttir Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Sjá meira
Víkingar sektaðir um hundruð þúsunda króna vegna símtala Arnars Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur komist að þeirri niðurstöðu að sekta Knattspyrnudeild Víkings Reykjavíkur um 250 þúsund krónur vegna háttsemi Arnars Gunnlaugssonar, þjálfara karlaliðs félagsins, sem var í sambandi við starfslið sitt í gegnum síma í leik liðsins gegn Val þegar að hann tók út leikbann. 27. september 2023 12:36