Meistari Mahomes enn á ný með magnaða endurkomu í Super Bowl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. febrúar 2024 04:11 Patrick Mahomes fagnar sigri Kansas City Chiefs í nótt en enn á ný leiddi hann endurkomu síns liðs. Þrír titlar á fimm árum er magnaður árangur. Getty/Jamie Squire Kansas City Chiefs varð NFL meistari annað árið í röð í nótt eftir 25-22 sigur á San Francisco 49ers í leiknum um Ofurskálina, Super Bowl, í Las Vegas í nótt. Leikurinn endaði í framlengingu þar sem snertimark frá útherjanum Mecole Hardman yngri færði Chiefs sigurinn. Það var kannski ekki mikið skorað í leiknum en spennan var mikil og lokakaflinn algjör naglbítur. Þetta er í fyrsta sinn í nítján ár sem liðið nær að verja titilinn eða síðan New England Patriots vann 2004 og 2005 undir forystu Tom Brady. Better make room in that trophy shelf. pic.twitter.com/9FIVaVpaKG— NFL (@NFL) February 12, 2024 Leikurinn var kannski eins og allt tímabilið hjá Chiefs, alls ekki sannfærandi en á endanum var það þrautseigja og útsjónarsemi Patrick Mahomes sem landaði sigrinum. Vörnin var frábær nær allan leikinn og ekki síst þegar sóknin var í basli. Mahomes og félagar voru að vinna deildina í þriðja sinn á fimm árum en biðin lengist enn hjá 49ers mönnum. Allt í einu er Tom Brady að fá alvöru samkeppni um hvers sé sá besti frá upphafi eitthvað sem erfitt var að sjá fyrir sér. Patrick Mahomes fagnar sigri Kansas City Chiefs með þjálfara sínum Andy Reid.Getty/Rob Carr Mahomes og sóknin hökkti nær allan leikinn en í fjórða leikhluta sýndi Mahomes hversu magnaður hann er. Hann tók allar réttu ákvarðanirnar, hljóp nokkrum sinnum með boltann á dýrmætum tímapunktum og hafði taugar, getu og trú til að klára lokasóknina með glæsibrag. Í öllum þremur sigrum Chiefs þurfti liðið að koma til baka eftir að hafa lent undir í leiknum. Það er ekki síst að þakka yfirvegun og frábærum leik Mahomes þegar allt er undir. Hann var að sjálfsögðu kosinn mikilvægasti leikmaður leiksins. Leikmenn San Francisco 49ers sofna seint. Þeir höfðu allt til alls til að vinna leikinn en fóru oft illa með góða stöðu. Varnirnar í sviðsljósinu Varnirnar voru í sviðsljósinu framan af leik og aðalhlauparar beggja liða, fyrst Christian McCaffrey hjá 49ers og svo Isiah Pacheco hjá Chiefs, glutruðu báðir frá sér boltanum í lofandi sóknum. Ekkert stig var skorað í fyrsta leikhlutanum en sóknarleikurinn leit samt mun betur út hjá 49ers. Mecole Hardman Jr. #12 fagnar sigursnertimarki Kansas City Chiefs með Patrick Mahomes sem fann hann í endamarkinu. 49ers byrjaði annan leikhlutann á því að setja Super Bowl met þegar sparkarinn Jake Moody skoraði vallarmark af 55 jarda færi. Aldrei áður hafði verið skorað vallarmark af lengra en 54 jarda færi. Staðan því orðin 3-0 fyrir 49ers. Sláandi atvik varð í kjölfarið á því að Pacheco tapaði boltanum en þá missti Travis Kelce hausinn við þjálfara sinn Andy Reid. Kelce bæði öskraði á og keyrði utan í þjálfarann sinn. Kelce leit út í framhaldinu vera hreinlega að brenna yfir af reiði. Sóknarleikur Chiefs komst heldur ekki neitt áfram en það var ekkert risamál á meðan 49ers skoraði ekki. Það breyttist hins vegar 4:23 voru eftir af fjórða leikhluta. THAT'S OUR QUARTERBACK. pic.twitter.com/16dh5IHF6F— Kansas City Chiefs (@Chiefs) February 12, 2024 Brellukerfi bar árangur 49ers menn reyndu þá óvænt brellukerfi sem endaði með því að útherjinn Jauan Jennings fann hlauparann Christian McCaffrey. McCaffrey komst á flug og skilaði boltanum alla leið í markið. Eftir aukastigið var staðan orðin 10-0 og útlitið slæmt hjá Chiefs. Chiefs náði síðan ekki að nýta lokasókn fyrri hálfleiksins til að skora snertimark þrátt fyrir að vera komnir nálægt en sparkarinn Harrison Butker kom þeim þó á blað með vallarmarki. 49ers liðið var því 10-3 yfir í hálfleik. Usher náði ekki að kveikja í liðunum því ekki var boðið upp á mikla flugeldasýningu eftir hálfleikshléið. Varnarleikurinn og sérsveitirnar áttu sviðljósið áfram. Sóknarleikurinn var sérstaklega stirður hjá 49ers liðinu sem gerði sig ekki líklegt til að bæta við forystu sína. Chiefs leit samt ekki mikið betur út en besta sókn Chiefs skilaði liðinu þó í vallarmarkstöðu. Það nægði sparkaranum Butker til að bæta Super Bowl met Moody frá því í fyrri hálfleiknum með því að skora vallarmark af 57 jarda færi. Nú munaði fjórum stigum, 10-6, en Chiefs var enn án snertimarks. Það þurfti mistök til að koma Chiefs inn í þetta og þau gerðu leikmenn 49ers þegar Chiefs var að sparka boltanum frá sér. Chiefs vann boltann á frábærum stað og voru komnir yfir einni sendingu síðar eftir að Mahomes fann Marquez Valdes-Scantling í endamarkinu. Eftir aukastigið var staðan orðin 13-10 fyrir Chiefs. HOW ABOUT THOSE CHIEFS?! pic.twitter.com/m0qZP1TngT— NFL (@NFL) February 12, 2024 Jauan Jennings óvænt stjarna Þá var eins og 49ers liðið hafi vaknað og góð sókn skilaði þeim snertimarki. Kyle Shanahan þjálfari tók þá áhættu með því að reyna við fjórðu tilraun í stað þess að sparka. Það tókst og á endanum var það útherjinn Jauan Jennings sem skoraði snertimark eftir sendingu frá Brock Purdy. Moody klikkaði hins vegar á aukastiginu og staðan var því bara 16-13 fyrir 49ers. Jennings var þar með orðinn aðeins annar maðurinn í sögunni til að kasta fyrir snertimarki og grípa snertimarksendingu í sama Super Bowl leiknum. Munurinn var bara þrjú stig og spennan gríðarleg á lokakaflanum. Mahomes fór með Chiefs liðið upp allan völlinn en tókst þó ekki að skora snertimark. Sparkarinn Butker jafnaði hins vegar metin í 16-16 með auðveldu vallarmarki. Moody bætti að einhverju leyti fyrir aukastigið með því að skora 53 jarda vallarmark og koma 49ers aftur yfir í 19-16. You can feel the energy. Absolutely electric. #SBLVIII pic.twitter.com/5LmmVGU5XW— NFL (@NFL) February 12, 2024 Framlengt Mahomes og félagar fengu eina mínútu og 53 sekúndur til að svara og ná aftur forystunni. Hann þurfti að fara 75 jarda upp völlinn til að skora snertimark. Mahomes fór upp völlinn en Chiefs liðið varð að sætta sig við vallarmarkstilraun sem Butker skilaði rétta leið og jafnaði metin í 19-19. Það varð því að framlengja leikinn. 49ers liðið vann hlutkastið og byrjaði því með boltann í framlengingunni. San Francisco liðið fór upp völlinn en varð að sætta sig við vallarmark frá Moody. 49ers komið 22-19 yfir en Chiefs fékk eitt lokatækifæri til að svara. Það var nóg fyrir meistara Mahomes. Hann fór upp allan völlinn og fann síðan útherjann Mecole Hardman Jr. í endamarkinu. Snertimarkið þýddi að Chiefs var búið að vinna leikinn 25-22. NFL Ofurskálin Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Ólympíumeistarinn skipti um nafn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Líkti liðsfélaga sínum við Lightning McQueen Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Sjá meira
Leikurinn endaði í framlengingu þar sem snertimark frá útherjanum Mecole Hardman yngri færði Chiefs sigurinn. Það var kannski ekki mikið skorað í leiknum en spennan var mikil og lokakaflinn algjör naglbítur. Þetta er í fyrsta sinn í nítján ár sem liðið nær að verja titilinn eða síðan New England Patriots vann 2004 og 2005 undir forystu Tom Brady. Better make room in that trophy shelf. pic.twitter.com/9FIVaVpaKG— NFL (@NFL) February 12, 2024 Leikurinn var kannski eins og allt tímabilið hjá Chiefs, alls ekki sannfærandi en á endanum var það þrautseigja og útsjónarsemi Patrick Mahomes sem landaði sigrinum. Vörnin var frábær nær allan leikinn og ekki síst þegar sóknin var í basli. Mahomes og félagar voru að vinna deildina í þriðja sinn á fimm árum en biðin lengist enn hjá 49ers mönnum. Allt í einu er Tom Brady að fá alvöru samkeppni um hvers sé sá besti frá upphafi eitthvað sem erfitt var að sjá fyrir sér. Patrick Mahomes fagnar sigri Kansas City Chiefs með þjálfara sínum Andy Reid.Getty/Rob Carr Mahomes og sóknin hökkti nær allan leikinn en í fjórða leikhluta sýndi Mahomes hversu magnaður hann er. Hann tók allar réttu ákvarðanirnar, hljóp nokkrum sinnum með boltann á dýrmætum tímapunktum og hafði taugar, getu og trú til að klára lokasóknina með glæsibrag. Í öllum þremur sigrum Chiefs þurfti liðið að koma til baka eftir að hafa lent undir í leiknum. Það er ekki síst að þakka yfirvegun og frábærum leik Mahomes þegar allt er undir. Hann var að sjálfsögðu kosinn mikilvægasti leikmaður leiksins. Leikmenn San Francisco 49ers sofna seint. Þeir höfðu allt til alls til að vinna leikinn en fóru oft illa með góða stöðu. Varnirnar í sviðsljósinu Varnirnar voru í sviðsljósinu framan af leik og aðalhlauparar beggja liða, fyrst Christian McCaffrey hjá 49ers og svo Isiah Pacheco hjá Chiefs, glutruðu báðir frá sér boltanum í lofandi sóknum. Ekkert stig var skorað í fyrsta leikhlutanum en sóknarleikurinn leit samt mun betur út hjá 49ers. Mecole Hardman Jr. #12 fagnar sigursnertimarki Kansas City Chiefs með Patrick Mahomes sem fann hann í endamarkinu. 49ers byrjaði annan leikhlutann á því að setja Super Bowl met þegar sparkarinn Jake Moody skoraði vallarmark af 55 jarda færi. Aldrei áður hafði verið skorað vallarmark af lengra en 54 jarda færi. Staðan því orðin 3-0 fyrir 49ers. Sláandi atvik varð í kjölfarið á því að Pacheco tapaði boltanum en þá missti Travis Kelce hausinn við þjálfara sinn Andy Reid. Kelce bæði öskraði á og keyrði utan í þjálfarann sinn. Kelce leit út í framhaldinu vera hreinlega að brenna yfir af reiði. Sóknarleikur Chiefs komst heldur ekki neitt áfram en það var ekkert risamál á meðan 49ers skoraði ekki. Það breyttist hins vegar 4:23 voru eftir af fjórða leikhluta. THAT'S OUR QUARTERBACK. pic.twitter.com/16dh5IHF6F— Kansas City Chiefs (@Chiefs) February 12, 2024 Brellukerfi bar árangur 49ers menn reyndu þá óvænt brellukerfi sem endaði með því að útherjinn Jauan Jennings fann hlauparann Christian McCaffrey. McCaffrey komst á flug og skilaði boltanum alla leið í markið. Eftir aukastigið var staðan orðin 10-0 og útlitið slæmt hjá Chiefs. Chiefs náði síðan ekki að nýta lokasókn fyrri hálfleiksins til að skora snertimark þrátt fyrir að vera komnir nálægt en sparkarinn Harrison Butker kom þeim þó á blað með vallarmarki. 49ers liðið var því 10-3 yfir í hálfleik. Usher náði ekki að kveikja í liðunum því ekki var boðið upp á mikla flugeldasýningu eftir hálfleikshléið. Varnarleikurinn og sérsveitirnar áttu sviðljósið áfram. Sóknarleikurinn var sérstaklega stirður hjá 49ers liðinu sem gerði sig ekki líklegt til að bæta við forystu sína. Chiefs leit samt ekki mikið betur út en besta sókn Chiefs skilaði liðinu þó í vallarmarkstöðu. Það nægði sparkaranum Butker til að bæta Super Bowl met Moody frá því í fyrri hálfleiknum með því að skora vallarmark af 57 jarda færi. Nú munaði fjórum stigum, 10-6, en Chiefs var enn án snertimarks. Það þurfti mistök til að koma Chiefs inn í þetta og þau gerðu leikmenn 49ers þegar Chiefs var að sparka boltanum frá sér. Chiefs vann boltann á frábærum stað og voru komnir yfir einni sendingu síðar eftir að Mahomes fann Marquez Valdes-Scantling í endamarkinu. Eftir aukastigið var staðan orðin 13-10 fyrir Chiefs. HOW ABOUT THOSE CHIEFS?! pic.twitter.com/m0qZP1TngT— NFL (@NFL) February 12, 2024 Jauan Jennings óvænt stjarna Þá var eins og 49ers liðið hafi vaknað og góð sókn skilaði þeim snertimarki. Kyle Shanahan þjálfari tók þá áhættu með því að reyna við fjórðu tilraun í stað þess að sparka. Það tókst og á endanum var það útherjinn Jauan Jennings sem skoraði snertimark eftir sendingu frá Brock Purdy. Moody klikkaði hins vegar á aukastiginu og staðan var því bara 16-13 fyrir 49ers. Jennings var þar með orðinn aðeins annar maðurinn í sögunni til að kasta fyrir snertimarki og grípa snertimarksendingu í sama Super Bowl leiknum. Munurinn var bara þrjú stig og spennan gríðarleg á lokakaflanum. Mahomes fór með Chiefs liðið upp allan völlinn en tókst þó ekki að skora snertimark. Sparkarinn Butker jafnaði hins vegar metin í 16-16 með auðveldu vallarmarki. Moody bætti að einhverju leyti fyrir aukastigið með því að skora 53 jarda vallarmark og koma 49ers aftur yfir í 19-16. You can feel the energy. Absolutely electric. #SBLVIII pic.twitter.com/5LmmVGU5XW— NFL (@NFL) February 12, 2024 Framlengt Mahomes og félagar fengu eina mínútu og 53 sekúndur til að svara og ná aftur forystunni. Hann þurfti að fara 75 jarda upp völlinn til að skora snertimark. Mahomes fór upp völlinn en Chiefs liðið varð að sætta sig við vallarmarkstilraun sem Butker skilaði rétta leið og jafnaði metin í 19-19. Það varð því að framlengja leikinn. 49ers liðið vann hlutkastið og byrjaði því með boltann í framlengingunni. San Francisco liðið fór upp völlinn en varð að sætta sig við vallarmark frá Moody. 49ers komið 22-19 yfir en Chiefs fékk eitt lokatækifæri til að svara. Það var nóg fyrir meistara Mahomes. Hann fór upp allan völlinn og fann síðan útherjann Mecole Hardman Jr. í endamarkinu. Snertimarkið þýddi að Chiefs var búið að vinna leikinn 25-22.
NFL Ofurskálin Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Ólympíumeistarinn skipti um nafn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Líkti liðsfélaga sínum við Lightning McQueen Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Sjá meira