Ísraelsher segist hafa farið inn á Gaza í nótt og náði í gíslana sem eru karlmenn sem bjuggu á samyrkjubúinu Nir Yitzhak þegar Hamas gerði árás sína. Þeim hafði verið haldið í landamæraborginni Rafah að því er Ísraelar fullyrða og eru sagðir við góða heilsu.
Harðar árásir eru nú hafnar á Rafah en Ísrealar höfðu lýst því yfir að árás á borgina væri í undirbúningi og því ættu allir almennir borgarar að koma sér á brott. Það eru hinsvegar enginn hægðarleikur þar sem stór hluti þeirra sem nú eru í Rafah eru flóttamenn af öðrum svæðum sem Ísraelsher hefur ráðist á.
Manntjón í Rafah í nótt er óljóst, AFP fréttaveitan hefur eftir heilbrigðisyfirvöldum á Gasa að 52 hafi látið lífið, þar á meðal fjöldi kvenna og barna. Reuters fréttaveitan talar hinsvegar um 37 dauðsföll í borginni.
Stjórnvöld á Gasa segja að nú hafi rúmlega 28 þúsund Palestínumenn verið drepnir síðan Ísreaelar hófu árásir sínar á Gasa og tæplega 68 þúsund hafa særst.