Hafa flutt tæp tvö þúsund tonn af vatni í trukkum Samúel Karl Ólason skrifar 12. febrúar 2024 12:07 Notast var við tíu bíla og í morgun höfðu verið farnar 134 ferðir frá Hafnarfirði til Reykjaness. Veitur Starfsfólk Veitna hefur á undanförnum tveimur sólarhringum flutt nærri því tvö þúsund tonn af heitu vatni á tönkum til Suðurnesja. Unnið hefur verið að því sleitulaust með því markmiði að verja lagnakerfið á Suðurnesjum og auðvelda uppkeyrslu kerfisins. Í tilkynningu á vef Veitna segir að notast hafi verið við tíu trukka og í mörgun hafi verið búið að fara 134 ferðir milli Hafnarfjarðar og Suðurnesja. Þá hafi verið búið að flytja um 1.800 tonn af heitu vatni. Þetta mun hafa verið gert í samstarfi við HS Veitur og Almannavarnir og heffur verkefnið gengið undiri nöfnunum Trukkaveitan eða Tankveitan. Tilkynnt var í morgun að viðgerð á hitaveituæðinni frá Svartsengi væri lokið og heitt vatn farið að streyma í tanka á Fitjum. Sjá einnig: Húseigendur hvattir til að vitja eigna sinna „Eftir að ljóst var að íbúar á Suðurnesjum stæðu frammi fyrir heitavatnsleysi bjuggum við til Trukkaveituna eftir að hafa lagt höfuðið í bleyti um hvernig við gætum aðstoðað á skilvirkan hátt. Um kvöldmatarleytið í gær vorum við afhenda um 25-30 l á sekúndu sem er á pari við það sem Hvolsvöllur er að nota. Vatnið var um 70 gráður en það var um 80 gráður í Hafnarfirði sem sýnir að Trukkaveitan virkar betur en við þorðum að vona. Trukkaveitan er dæmi um nýsköpun og frumkvæði sem við í Veitum viljum temja okkur. Ég er þakklát öllu starfsfólkinu okkar sem hefur undanfarna daga unnið sleitulaust við að aðstoða við að koma heitu vatni til Suðurnesja í þessu stóra verkefni sem við stöndum frammi fyrir,“er haft eftir Hrefnu Hallgrímsdóttur, forstöðumaður hitaveitu Veitna á vef fyrirtækisins. Almannavarnir Jarðhiti Orkumál Vatn Vogar Reykjanesbær Eldgos á Reykjanesskaga Suðurnesjabær Grindavík Tengdar fréttir Álag við þolmörk um kvöldmatarleyti og brýnt að raforkunotkun sé takmörkuð HS veitur biðla enn og aftur til íbúa Suðurnesja að fara sparlega með rafmagn um kvöldmatarleytið vegna ástandsins sem þar er en heitavatnslaust hefur verið síðan á fimmtudag. 11. febrúar 2024 17:56 Stoltur af starfsfólki og íbúum Suðurnesja eftir strembna nótt Tugir starfsmanna HS Orku og verktaka unnu í alla nótt að því að tengja nýja hjáveitulögn til að sjá íbúum Suðurnesja fyrir heitu vatni. Forstjóri HS Veitna segir mögulegt að lögnin komist í gagnið síðdegis en lengri tíma tekur að koma þrýstingi inn á kerfið. 9. febrúar 2024 11:51 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Í tilkynningu á vef Veitna segir að notast hafi verið við tíu trukka og í mörgun hafi verið búið að fara 134 ferðir milli Hafnarfjarðar og Suðurnesja. Þá hafi verið búið að flytja um 1.800 tonn af heitu vatni. Þetta mun hafa verið gert í samstarfi við HS Veitur og Almannavarnir og heffur verkefnið gengið undiri nöfnunum Trukkaveitan eða Tankveitan. Tilkynnt var í morgun að viðgerð á hitaveituæðinni frá Svartsengi væri lokið og heitt vatn farið að streyma í tanka á Fitjum. Sjá einnig: Húseigendur hvattir til að vitja eigna sinna „Eftir að ljóst var að íbúar á Suðurnesjum stæðu frammi fyrir heitavatnsleysi bjuggum við til Trukkaveituna eftir að hafa lagt höfuðið í bleyti um hvernig við gætum aðstoðað á skilvirkan hátt. Um kvöldmatarleytið í gær vorum við afhenda um 25-30 l á sekúndu sem er á pari við það sem Hvolsvöllur er að nota. Vatnið var um 70 gráður en það var um 80 gráður í Hafnarfirði sem sýnir að Trukkaveitan virkar betur en við þorðum að vona. Trukkaveitan er dæmi um nýsköpun og frumkvæði sem við í Veitum viljum temja okkur. Ég er þakklát öllu starfsfólkinu okkar sem hefur undanfarna daga unnið sleitulaust við að aðstoða við að koma heitu vatni til Suðurnesja í þessu stóra verkefni sem við stöndum frammi fyrir,“er haft eftir Hrefnu Hallgrímsdóttur, forstöðumaður hitaveitu Veitna á vef fyrirtækisins.
Almannavarnir Jarðhiti Orkumál Vatn Vogar Reykjanesbær Eldgos á Reykjanesskaga Suðurnesjabær Grindavík Tengdar fréttir Álag við þolmörk um kvöldmatarleyti og brýnt að raforkunotkun sé takmörkuð HS veitur biðla enn og aftur til íbúa Suðurnesja að fara sparlega með rafmagn um kvöldmatarleytið vegna ástandsins sem þar er en heitavatnslaust hefur verið síðan á fimmtudag. 11. febrúar 2024 17:56 Stoltur af starfsfólki og íbúum Suðurnesja eftir strembna nótt Tugir starfsmanna HS Orku og verktaka unnu í alla nótt að því að tengja nýja hjáveitulögn til að sjá íbúum Suðurnesja fyrir heitu vatni. Forstjóri HS Veitna segir mögulegt að lögnin komist í gagnið síðdegis en lengri tíma tekur að koma þrýstingi inn á kerfið. 9. febrúar 2024 11:51 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Álag við þolmörk um kvöldmatarleyti og brýnt að raforkunotkun sé takmörkuð HS veitur biðla enn og aftur til íbúa Suðurnesja að fara sparlega með rafmagn um kvöldmatarleytið vegna ástandsins sem þar er en heitavatnslaust hefur verið síðan á fimmtudag. 11. febrúar 2024 17:56
Stoltur af starfsfólki og íbúum Suðurnesja eftir strembna nótt Tugir starfsmanna HS Orku og verktaka unnu í alla nótt að því að tengja nýja hjáveitulögn til að sjá íbúum Suðurnesja fyrir heitu vatni. Forstjóri HS Veitna segir mögulegt að lögnin komist í gagnið síðdegis en lengri tíma tekur að koma þrýstingi inn á kerfið. 9. febrúar 2024 11:51