Hafa flutt tæp tvö þúsund tonn af vatni í trukkum Samúel Karl Ólason skrifar 12. febrúar 2024 12:07 Notast var við tíu bíla og í morgun höfðu verið farnar 134 ferðir frá Hafnarfirði til Reykjaness. Veitur Starfsfólk Veitna hefur á undanförnum tveimur sólarhringum flutt nærri því tvö þúsund tonn af heitu vatni á tönkum til Suðurnesja. Unnið hefur verið að því sleitulaust með því markmiði að verja lagnakerfið á Suðurnesjum og auðvelda uppkeyrslu kerfisins. Í tilkynningu á vef Veitna segir að notast hafi verið við tíu trukka og í mörgun hafi verið búið að fara 134 ferðir milli Hafnarfjarðar og Suðurnesja. Þá hafi verið búið að flytja um 1.800 tonn af heitu vatni. Þetta mun hafa verið gert í samstarfi við HS Veitur og Almannavarnir og heffur verkefnið gengið undiri nöfnunum Trukkaveitan eða Tankveitan. Tilkynnt var í morgun að viðgerð á hitaveituæðinni frá Svartsengi væri lokið og heitt vatn farið að streyma í tanka á Fitjum. Sjá einnig: Húseigendur hvattir til að vitja eigna sinna „Eftir að ljóst var að íbúar á Suðurnesjum stæðu frammi fyrir heitavatnsleysi bjuggum við til Trukkaveituna eftir að hafa lagt höfuðið í bleyti um hvernig við gætum aðstoðað á skilvirkan hátt. Um kvöldmatarleytið í gær vorum við afhenda um 25-30 l á sekúndu sem er á pari við það sem Hvolsvöllur er að nota. Vatnið var um 70 gráður en það var um 80 gráður í Hafnarfirði sem sýnir að Trukkaveitan virkar betur en við þorðum að vona. Trukkaveitan er dæmi um nýsköpun og frumkvæði sem við í Veitum viljum temja okkur. Ég er þakklát öllu starfsfólkinu okkar sem hefur undanfarna daga unnið sleitulaust við að aðstoða við að koma heitu vatni til Suðurnesja í þessu stóra verkefni sem við stöndum frammi fyrir,“er haft eftir Hrefnu Hallgrímsdóttur, forstöðumaður hitaveitu Veitna á vef fyrirtækisins. Almannavarnir Jarðhiti Orkumál Vatn Vogar Reykjanesbær Eldgos á Reykjanesskaga Suðurnesjabær Grindavík Tengdar fréttir Álag við þolmörk um kvöldmatarleyti og brýnt að raforkunotkun sé takmörkuð HS veitur biðla enn og aftur til íbúa Suðurnesja að fara sparlega með rafmagn um kvöldmatarleytið vegna ástandsins sem þar er en heitavatnslaust hefur verið síðan á fimmtudag. 11. febrúar 2024 17:56 Stoltur af starfsfólki og íbúum Suðurnesja eftir strembna nótt Tugir starfsmanna HS Orku og verktaka unnu í alla nótt að því að tengja nýja hjáveitulögn til að sjá íbúum Suðurnesja fyrir heitu vatni. Forstjóri HS Veitna segir mögulegt að lögnin komist í gagnið síðdegis en lengri tíma tekur að koma þrýstingi inn á kerfið. 9. febrúar 2024 11:51 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira
Í tilkynningu á vef Veitna segir að notast hafi verið við tíu trukka og í mörgun hafi verið búið að fara 134 ferðir milli Hafnarfjarðar og Suðurnesja. Þá hafi verið búið að flytja um 1.800 tonn af heitu vatni. Þetta mun hafa verið gert í samstarfi við HS Veitur og Almannavarnir og heffur verkefnið gengið undiri nöfnunum Trukkaveitan eða Tankveitan. Tilkynnt var í morgun að viðgerð á hitaveituæðinni frá Svartsengi væri lokið og heitt vatn farið að streyma í tanka á Fitjum. Sjá einnig: Húseigendur hvattir til að vitja eigna sinna „Eftir að ljóst var að íbúar á Suðurnesjum stæðu frammi fyrir heitavatnsleysi bjuggum við til Trukkaveituna eftir að hafa lagt höfuðið í bleyti um hvernig við gætum aðstoðað á skilvirkan hátt. Um kvöldmatarleytið í gær vorum við afhenda um 25-30 l á sekúndu sem er á pari við það sem Hvolsvöllur er að nota. Vatnið var um 70 gráður en það var um 80 gráður í Hafnarfirði sem sýnir að Trukkaveitan virkar betur en við þorðum að vona. Trukkaveitan er dæmi um nýsköpun og frumkvæði sem við í Veitum viljum temja okkur. Ég er þakklát öllu starfsfólkinu okkar sem hefur undanfarna daga unnið sleitulaust við að aðstoða við að koma heitu vatni til Suðurnesja í þessu stóra verkefni sem við stöndum frammi fyrir,“er haft eftir Hrefnu Hallgrímsdóttur, forstöðumaður hitaveitu Veitna á vef fyrirtækisins.
Almannavarnir Jarðhiti Orkumál Vatn Vogar Reykjanesbær Eldgos á Reykjanesskaga Suðurnesjabær Grindavík Tengdar fréttir Álag við þolmörk um kvöldmatarleyti og brýnt að raforkunotkun sé takmörkuð HS veitur biðla enn og aftur til íbúa Suðurnesja að fara sparlega með rafmagn um kvöldmatarleytið vegna ástandsins sem þar er en heitavatnslaust hefur verið síðan á fimmtudag. 11. febrúar 2024 17:56 Stoltur af starfsfólki og íbúum Suðurnesja eftir strembna nótt Tugir starfsmanna HS Orku og verktaka unnu í alla nótt að því að tengja nýja hjáveitulögn til að sjá íbúum Suðurnesja fyrir heitu vatni. Forstjóri HS Veitna segir mögulegt að lögnin komist í gagnið síðdegis en lengri tíma tekur að koma þrýstingi inn á kerfið. 9. febrúar 2024 11:51 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira
Álag við þolmörk um kvöldmatarleyti og brýnt að raforkunotkun sé takmörkuð HS veitur biðla enn og aftur til íbúa Suðurnesja að fara sparlega með rafmagn um kvöldmatarleytið vegna ástandsins sem þar er en heitavatnslaust hefur verið síðan á fimmtudag. 11. febrúar 2024 17:56
Stoltur af starfsfólki og íbúum Suðurnesja eftir strembna nótt Tugir starfsmanna HS Orku og verktaka unnu í alla nótt að því að tengja nýja hjáveitulögn til að sjá íbúum Suðurnesja fyrir heitu vatni. Forstjóri HS Veitna segir mögulegt að lögnin komist í gagnið síðdegis en lengri tíma tekur að koma þrýstingi inn á kerfið. 9. febrúar 2024 11:51