Sakar Umhverfisstofnun um stæka karlrembu Jakob Bjarnar skrifar 12. febrúar 2024 13:23 Bergþóra Valgeirsdóttir og Eiður Gísli sem gagnrýnir Umhverfisstofnun harðlega fyrir það hvernig haldið er á málum varðandi hreindýraleiðsögunámskeiðin fyrir austan. aðsend Veruleg ólga er meðal hreindýraleiðsögumanna fyrir austan vegna leiðsögumannanámskeiðs sem haldið verður. Umhverfisstofnun er sökuð um að halda konum niðri og taka inn „helgarpabba“ í stað austanpilta sem eru fyrir á staðnum. Eiður Gísli Guðmundsson hreindýraleiðsögðumaður er ómyrkur í máli þegar við hann er rætt um þessi mál. Svo ósáttur er Eiður Gísli með hvernig staðið er að málum að hann er að spá í að skila inn leyfi sínu í sumar. „Sem þýðir að svæði 7 fer í fokk,“ segir Eiður Gísli en í fyrra fór hann með 70 menn til veiða á því svæði. Tvær færar konur komust ekki inn Eina leiðin til að fá hreindýraleiðsögumannsleyfi er að fara í gegnum téð námskeið sem hefur verið notað til að stemma stigu við ásókn í starfið og hafa skikk á leiðsögumannastóðinu. Nú sóttu 99 manns um að fá að fara á námskeiðið en aðeins þrjátíu eru teknir inn og ekki þeir hæfustu, að því er hermt. Meðal þess sem Eiður Gísli vill gagnrýna er meint kvenfyrirlitning Umhverfisstofnunar en honum er kunnugt um tvær konur sem sóttu um en fengu ekki að fara á námskeiðið. Eiður Gísli hefur verið leiðsögumaður frá árinu 2011. Hann vill meina að lítil innstæða sé fyrir tali þar sem konur eru hvattar til að sækja um. Eiður Gísli er að spá í að skila inn leyfi sínu í sumar sem myndi þýða að svæði 7 fer í hreina og klára vitleysu.aðsend „Nú sóttu tvær konur um og önnur er kona mína sem heitir Bergþóra Valgeirsdóttir. Hin heitir Guðný Gréta Eyþórsdóttir. Báðum synjað á þeim forsendum að þær hefðu ekki næga reynslu eða þekkingu á staðháttum.“ Þetta segir Eiður Gísli ekki fá staðist, Bergþóra hafi veitt fjögur dýr og farið oft með honum til veiða. Og hún hafi starfað í sláturhúsi við fláningu á hreindýrum. Guðný Gréta hafi svo tvívegis unnið Hreindýrahreysti sem er keppni sem haldin er reglulega. Þar hafi hún lagt reynda leiðsögumenn. Hobbímenn að sunnan í staðinn fyrir unga heimamenn Eiður Gísli rekur þetta til þess að þær eru konur, aðrar skýringar haldi ekki. Og honum finnst hreinlega, á tímum jafnréttisbaráttu að þær ættu að vera sjálfkjörnar á námskeiðið. Þá vill Eiður Gísli halda því fram að ekki komist þeir hæfustu að auk þess sem upphaflega hugmyndin hafi verið sú að hreindýraleiðsöguleyfin ættu að auka atvinnustig fyrir austan. Þetta var upphaflega hugsað fyrir bændur. En hann viti um fjölmarga unga heimamenn sem ekki komust inn, svo sem Aðalsteinn Sigurðsson – Alli Tarfur – frá Vaðbrekku. „Ég get staðið fastur á því að ekki voru valdir þeir hæfustu. Grjótharðir menn hafðir úti í kuldanum. Umhverfisstofnun telur sig hafa vit á þessu en tekur handahófskennt inn á námskeiðin, „helgarpabba“ svokallaða, einhverja hobbímenn, sem ekki eru búsettir fyrir austan. Og það fyrsta sem þeir gera þegar þeir koma austur er að hringja í mig og spyrja hvar dýrin séu?“ Stjórnsýsla Hreindýrakjöt Dýr Umhverfismál Skotveiði Vinnumarkaður Tengdar fréttir Hreindýrakvótinn minni en á síðasta ári Heimilt verður að veiða átta hundruð hreindýr á þessu ári, rúmlega hundrað færri en á því síðasta. 19. janúar 2024 10:27 Hreindýraveiðimenn á síðustu stundu að taka skotprófið Jóhann G. Gunnarsson umsjónarmaður hreindýraveiða á starfstöð Umhverfisstofnunar á Egilsstöðum er orðinn órólegur; honum þykir menn heldur seinir að taka tilskilið skotpróf. Það stefnir í óefni. 28. júní 2023 11:38 Færri vilja á hreindýr nú en í fyrra Jóhann G. Gunnarsson umsjónarmaður hreindýraveiða hjá umhverfisstofnun telur að eitt og annað kunni að hafa áhrif á það að umsóknir um hreindýraleyfi eru talsvert færri nú en var í fyrra. 3. mars 2023 13:39 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Fleiri fréttir Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Sjá meira
Eiður Gísli Guðmundsson hreindýraleiðsögðumaður er ómyrkur í máli þegar við hann er rætt um þessi mál. Svo ósáttur er Eiður Gísli með hvernig staðið er að málum að hann er að spá í að skila inn leyfi sínu í sumar. „Sem þýðir að svæði 7 fer í fokk,“ segir Eiður Gísli en í fyrra fór hann með 70 menn til veiða á því svæði. Tvær færar konur komust ekki inn Eina leiðin til að fá hreindýraleiðsögumannsleyfi er að fara í gegnum téð námskeið sem hefur verið notað til að stemma stigu við ásókn í starfið og hafa skikk á leiðsögumannastóðinu. Nú sóttu 99 manns um að fá að fara á námskeiðið en aðeins þrjátíu eru teknir inn og ekki þeir hæfustu, að því er hermt. Meðal þess sem Eiður Gísli vill gagnrýna er meint kvenfyrirlitning Umhverfisstofnunar en honum er kunnugt um tvær konur sem sóttu um en fengu ekki að fara á námskeiðið. Eiður Gísli hefur verið leiðsögumaður frá árinu 2011. Hann vill meina að lítil innstæða sé fyrir tali þar sem konur eru hvattar til að sækja um. Eiður Gísli er að spá í að skila inn leyfi sínu í sumar sem myndi þýða að svæði 7 fer í hreina og klára vitleysu.aðsend „Nú sóttu tvær konur um og önnur er kona mína sem heitir Bergþóra Valgeirsdóttir. Hin heitir Guðný Gréta Eyþórsdóttir. Báðum synjað á þeim forsendum að þær hefðu ekki næga reynslu eða þekkingu á staðháttum.“ Þetta segir Eiður Gísli ekki fá staðist, Bergþóra hafi veitt fjögur dýr og farið oft með honum til veiða. Og hún hafi starfað í sláturhúsi við fláningu á hreindýrum. Guðný Gréta hafi svo tvívegis unnið Hreindýrahreysti sem er keppni sem haldin er reglulega. Þar hafi hún lagt reynda leiðsögumenn. Hobbímenn að sunnan í staðinn fyrir unga heimamenn Eiður Gísli rekur þetta til þess að þær eru konur, aðrar skýringar haldi ekki. Og honum finnst hreinlega, á tímum jafnréttisbaráttu að þær ættu að vera sjálfkjörnar á námskeiðið. Þá vill Eiður Gísli halda því fram að ekki komist þeir hæfustu að auk þess sem upphaflega hugmyndin hafi verið sú að hreindýraleiðsöguleyfin ættu að auka atvinnustig fyrir austan. Þetta var upphaflega hugsað fyrir bændur. En hann viti um fjölmarga unga heimamenn sem ekki komust inn, svo sem Aðalsteinn Sigurðsson – Alli Tarfur – frá Vaðbrekku. „Ég get staðið fastur á því að ekki voru valdir þeir hæfustu. Grjótharðir menn hafðir úti í kuldanum. Umhverfisstofnun telur sig hafa vit á þessu en tekur handahófskennt inn á námskeiðin, „helgarpabba“ svokallaða, einhverja hobbímenn, sem ekki eru búsettir fyrir austan. Og það fyrsta sem þeir gera þegar þeir koma austur er að hringja í mig og spyrja hvar dýrin séu?“
Stjórnsýsla Hreindýrakjöt Dýr Umhverfismál Skotveiði Vinnumarkaður Tengdar fréttir Hreindýrakvótinn minni en á síðasta ári Heimilt verður að veiða átta hundruð hreindýr á þessu ári, rúmlega hundrað færri en á því síðasta. 19. janúar 2024 10:27 Hreindýraveiðimenn á síðustu stundu að taka skotprófið Jóhann G. Gunnarsson umsjónarmaður hreindýraveiða á starfstöð Umhverfisstofnunar á Egilsstöðum er orðinn órólegur; honum þykir menn heldur seinir að taka tilskilið skotpróf. Það stefnir í óefni. 28. júní 2023 11:38 Færri vilja á hreindýr nú en í fyrra Jóhann G. Gunnarsson umsjónarmaður hreindýraveiða hjá umhverfisstofnun telur að eitt og annað kunni að hafa áhrif á það að umsóknir um hreindýraleyfi eru talsvert færri nú en var í fyrra. 3. mars 2023 13:39 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Fleiri fréttir Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Sjá meira
Hreindýrakvótinn minni en á síðasta ári Heimilt verður að veiða átta hundruð hreindýr á þessu ári, rúmlega hundrað færri en á því síðasta. 19. janúar 2024 10:27
Hreindýraveiðimenn á síðustu stundu að taka skotprófið Jóhann G. Gunnarsson umsjónarmaður hreindýraveiða á starfstöð Umhverfisstofnunar á Egilsstöðum er orðinn órólegur; honum þykir menn heldur seinir að taka tilskilið skotpróf. Það stefnir í óefni. 28. júní 2023 11:38
Færri vilja á hreindýr nú en í fyrra Jóhann G. Gunnarsson umsjónarmaður hreindýraveiða hjá umhverfisstofnun telur að eitt og annað kunni að hafa áhrif á það að umsóknir um hreindýraleyfi eru talsvert færri nú en var í fyrra. 3. mars 2023 13:39