Fattaði ekki að hann hafði tryggt Chiefs sigur í Super Bowl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. febrúar 2024 16:31 Patrick Mahomes er hér búinn að gera Mecole Hardman Jr. grein fyrir því að hann hafði tryggt Kansas City Chiefs liðinu sigur í Super Bowl. Getty/Ezra Shaw/ Útherjinn Mecole Hardman upplifði stærstu stund ferilsins í nótt þegar hann tryggði Kansas City Chiefs sigur í Super Bowl leiknum. Hann var samt ekki alveg með á nótunum í leikslok. Hardman skoraði snertimark í framlengingunni þegar Chiefs vann þremur stigum undir og varð að klára sóknina með því að koma stigum upp á töfluna. Patrick Mahomes fann hann í endamarkinu og leikurinn var þar með búinn. Mahomes mætti inn í viðtalið hjá Hardman eftir leikinn og grínaðist með það að Hardman hafi ekki áttað sig á hvað hann hafði gerst. Mecole Hardman had no clue he caught the game-winning TD until @PatrickMahomes told him pic.twitter.com/ZT9V37H8E1— NFL Network (@nflnetwork) February 12, 2024 „Má ég segja eina stutta og fyndna sögu,“ spurði Patrick Mahomes og hélt áfram: „Ég sendi snertimarkssendingu á þennan gæja hérna til að vinna leikinn. Hann hafði ekki hugmynd hvað hafði gerst og horfði bara á mig,“ sagði Mahomes. „Ég sagði við hann: Við vorum að vinna Super Bowl. Hann hafði ekki hugmynd um það og fagnaði ekki einu sinni til að byrja með,“ sagði Mahomes. „Ég datt bara alveg út,“ viðurkenndi Hardman. Hinn 25 ára gamli Hardman var að vinna sinn þriðja titil með Mahomes en hann byrjaði þó ekki tímabilið með Chiefs. Eftir að Hardman vann titilinn með Kansas City í fyrra þá samdi hann við lið New York Jets. Hardman fékk aftur á móti fá tækifæri hjá Jets og var á endanum skipt til Chiefs um miðjan október. Aðeins nokkrum mánuðum síðar hafði hann tryggt Chiefs og sér þriðja meistaratitilinn á aðeins fimm árum. View this post on Instagram A post shared by CBS Sports (@cbssports) NFL Ofurskálin Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Brassi tekur við af Billups Körfubolti Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Brassi tekur við af Billups Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill „Við erum ekki á góðum stað“ „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Afturelding komst upp að hlið Hauka Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Lárus Orri framlengir á Skaganum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sjá meira
Hardman skoraði snertimark í framlengingunni þegar Chiefs vann þremur stigum undir og varð að klára sóknina með því að koma stigum upp á töfluna. Patrick Mahomes fann hann í endamarkinu og leikurinn var þar með búinn. Mahomes mætti inn í viðtalið hjá Hardman eftir leikinn og grínaðist með það að Hardman hafi ekki áttað sig á hvað hann hafði gerst. Mecole Hardman had no clue he caught the game-winning TD until @PatrickMahomes told him pic.twitter.com/ZT9V37H8E1— NFL Network (@nflnetwork) February 12, 2024 „Má ég segja eina stutta og fyndna sögu,“ spurði Patrick Mahomes og hélt áfram: „Ég sendi snertimarkssendingu á þennan gæja hérna til að vinna leikinn. Hann hafði ekki hugmynd hvað hafði gerst og horfði bara á mig,“ sagði Mahomes. „Ég sagði við hann: Við vorum að vinna Super Bowl. Hann hafði ekki hugmynd um það og fagnaði ekki einu sinni til að byrja með,“ sagði Mahomes. „Ég datt bara alveg út,“ viðurkenndi Hardman. Hinn 25 ára gamli Hardman var að vinna sinn þriðja titil með Mahomes en hann byrjaði þó ekki tímabilið með Chiefs. Eftir að Hardman vann titilinn með Kansas City í fyrra þá samdi hann við lið New York Jets. Hardman fékk aftur á móti fá tækifæri hjá Jets og var á endanum skipt til Chiefs um miðjan október. Aðeins nokkrum mánuðum síðar hafði hann tryggt Chiefs og sér þriðja meistaratitilinn á aðeins fimm árum. View this post on Instagram A post shared by CBS Sports (@cbssports)
NFL Ofurskálin Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Brassi tekur við af Billups Körfubolti Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Brassi tekur við af Billups Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill „Við erum ekki á góðum stað“ „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Afturelding komst upp að hlið Hauka Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Lárus Orri framlengir á Skaganum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sjá meira