Var erfitt sem foreldri að horfa í spegilinn Aron Guðmundsson skrifar 13. febrúar 2024 08:01 Rúnar Alex Rúnarsson, landsliðsmarkvörður í fótbolta og nýr leikmaður FC Kaupmannahafnar Vísir Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson segir það svakaleg forréttindi að hafa fengið að sjá heiminn í gegnum knattspyrnuferil sinn til þessa. Á sama tíma geti það hins vegar verið flókið, til að mynda hvað foreldrahlutverkið varðar. Hann hefur nú skrifað undir samning við FC Kaupmannahöfn eftir mikið flakk um Evrópu undanfarin ár. Ákvörðun, sem er að miklu leyti tekin með hag dætra hans tveggja og fjölskyldunnar í heild sinni að leiðarljósi. Það er rosalega erfitt sem foreldri að horfa í spegilinn og vita að maður sé ástæða þess að það eru alltaf einhverjar breytingar á lífi þeirra. Auðvitað kemur mjög margt jákvætt út úr þessu líka, tengt þessu lífi sem atvinnumaður, en þetta er eitthvað sem mér finnst ég þurfa að leggja áherslu á núna. Rúnar Alex Rúnar gengur til liðs við FC Kaupmannahöfn frá enska úrvalsdeildarfélaginu Arsenal. Samningur Rúnars hjá Skyttunum í Norður-Lundúnum var að renna sitt skeið og eftir þrjár mismunandi lánsdvalir, í Englandi, Tyrklandi og Belgíu, kom kallið frá Danaveldi og skrifar Rúnar undir samning í Kaupmannahöfn til sumarsins 2027. „Aðdragandinn var svo sem ekki mikill,“ segir Rúnar aðspurður. „Þeim vantaði markmann og ég var að renna út á samningi hjá Arsenal. Þetta gerðist því mjög hratt og ég er mjög glaður með að þetta hafi gengið upp. Við þurftum að leysa einhver mál okkar á milli en allt leystist þetta nú á endanum.“ Hverju vill Rúnar áorka á þessum tíma hjá hinu sögufræga liði FC Kaupmannahafnar? „Mig langar að vinna titla. Ég er hérna kominn í félag sem vill vinna alla þá titla sem í boði eru. Svo er það náttúrulega, að ég held, draumur allra knattspyrnumanna að spila í Meistaradeild Evrópu. Þá væri ég til í að vera spila reglulega sjálfur. Ekki vera markmaður númer tvö eins og ég kem þó væntanlega til með að vera næstu sex mánuðina. Þetta eru aðal markmiðin.“ Vill verða traustins verður Rúnar Alex kemur inn í leikmannahóp FC Kaupmannahafnar á þeim tímapunkti að vitað er að Kamil Grabara, núverandi byrjunarliðs markvörður liðsins, er á förum til þýska úrvalsdeildarfélagsins Wolfsburg eftir yfirstandandi tímabil. Rúnar Alex teygði sig vel eftir þessum bolta í leik með íslenska landsliðinuVísir/Hulda Margrét Hafandi þetta í huga er nokkuð ljóst að framundan eru mikilvægar vikur og mánuðir fyrir þig þó svo að mínúturnar innan vallar verði kannski ekki miklar eða hvað? „Algjörlega. Það er mjög mikilvægt fyrir mig að stimpla mig inn í liðið og ná að sýna mínum liðsfélögum að ég er maður sem þeir geta treyst á. Það sama gildir um þjálfarann og því mjög fínt fyrir mig að fá næstu sex mánuði til þess að koma mér fyrir. Að mér sé ekki kastað beint út í djúpu laugina. Vonandi gefur það mér smá forskot komandi inn í næsta tímabil. Góð lausn fyrir alla Fyrri hluta yfirstandandi tímabils varði Rúnar Alex á láni hjá enska B-deildar liðinu Cardiff City þar sem að tækifærin voru af skornum skammti. „Þetta hefur verið svekkjandi tími og ég veit í raun og veru ekki af hverju (hann spilaði svona lítið). Ég fer þangað, á að spila og það var alltaf markmiðið með skiptunum. Ég kem hins vegar til félagsins þegar að tímabilið er byrjað og hinn markvörðurinn var að standa sig vel. Það var bara rosa erfitt fyrir þjálfarann og ósanngjarnt gagnvart þeim markverði að ætla taka hann úr liðinu. Frá mínu sjónarhorni var þetta einhvers konar pattstaða milli allra hlutaðeigandi aðila. Það var því bara góð lausn að breyta til. Ég sá ekki fram á að mín staða væri að fara breytast hjá Cardiff, þetta var góð lausn fyrir mig og fjölskylduna mína að komast aftur til Kaupmannahafnar, fá langan samning og smá fótfestu.“ Rúnar Alex vill sanna það fyrir liðsfélögum sínum og þjálfurum að hann sé traustins verðurMynd: FCK „Erfitt sem foreldri að horfa í spegilinn“ Rúnar Alex nefnir þarna fjölskyldu sína. Hann á, ásamt eiginkonu sinni Ásdísi Björk Sigurðardóttur, tvær dætur og undanfarin ár hefur verið mikið flakk á fjölskyldunni þar sem Rúnar hefur verið sendur vítt og breytt um Evrópu á lánssamningum frá Arsenal. Hefur hann meðal annars um stund spilað knattspyrnu í efstu deild Tyrklands og Belgíu og fyrir komuna til Arsenal varði hann mark Dijon í frönsku úrvalsdeildinni. Ákvörðunin um að snúa aftur til Danmerkur, þar sem að Rúnari spilaði yfir fjögurra ára tímabil með liði Nordsjælland á sínum tíma, er því ekki bara tekin með hag hans ferils í huga. Fjölskyldan vegur stóran þátt eðlilega. „Auðvitað eru það svakaleg forréttindi að hafa fengið að sjá heiminn í gegnum minn knattspyrnuferil til þessa en á sama tíma getur þetta verið flókið. Ég á tvær dætur og þær þurfa að vera í leikskóla. Ég á konu sem vill búa sér til smá líf líka, ekki bara að vera elta mig. Þetta hefur verið rosalega krefjandi. Elsta dóttir mín er fjögurra og hálfs árs og hún hefur verið á fimm mismunandi leikskólum til þessa. Hún er alltaf að byrja upp á nýtt, alltaf að fara í aðlögum á nýjum stað. Það er rosalega erfitt sem foreldri að horfa í spegilinn og vita að maður sé ástæða þess að það eru alltaf einhverjar breytingar á lífi þeirra.“ View this post on Instagram A post shared by Ru nar Alex Ru narsson (@runaralex) „Auðvitað kemur mjög margt jákvætt út úr þessu líka, tengt þessu lífi sem atvinnumaður en þetta er eitthvað sem mér finnst ég þurfa að leggja áherslu á núna. Að búa til öruggt umhverfi fyrir börnin mín og konuna mína. Þessi félagsskipti pössuðu því einhvern vegin mjög vel inn í þessar áætlanir á þessari stundu. Ég þekki deildina og borgina mjög vel eftir að hafa búið hérna á mínum tíma sem leikmaður Nordsjælland. Þetta er að einhverju leyti eins og að snúa aftur heim og við fjölskyldan erum bara mjög spennt fyrir komandi tímum.“ Það hlýtur að hjálpa gríðarlega mikið til, að vera kunnugur staðháttum? „Já það gerir það. Litlu hlutirnir, þessir praktísku hlutir, eins og að fara út að kaupa í matinn verða mun auðveldari. Við vitum hvar allt. Auðvitað munu klárlega koma upp einhver praktísk atriði sem við þurfum að leysa en í grunninn er þetta allt bara rosalega jákvætt. Svo er mikið af Íslendingum á þessu svæði og mjög auðvelt, geri ég ráð fyrir, að aðlagast öllu á nýjan leik.“ Viðtalið allt við Rúnar Alex má sjá í spilaranum hér að ofan. Danski boltinn Enski boltinn Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Sport Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Sjá meira
Hann hefur nú skrifað undir samning við FC Kaupmannahöfn eftir mikið flakk um Evrópu undanfarin ár. Ákvörðun, sem er að miklu leyti tekin með hag dætra hans tveggja og fjölskyldunnar í heild sinni að leiðarljósi. Það er rosalega erfitt sem foreldri að horfa í spegilinn og vita að maður sé ástæða þess að það eru alltaf einhverjar breytingar á lífi þeirra. Auðvitað kemur mjög margt jákvætt út úr þessu líka, tengt þessu lífi sem atvinnumaður, en þetta er eitthvað sem mér finnst ég þurfa að leggja áherslu á núna. Rúnar Alex Rúnar gengur til liðs við FC Kaupmannahöfn frá enska úrvalsdeildarfélaginu Arsenal. Samningur Rúnars hjá Skyttunum í Norður-Lundúnum var að renna sitt skeið og eftir þrjár mismunandi lánsdvalir, í Englandi, Tyrklandi og Belgíu, kom kallið frá Danaveldi og skrifar Rúnar undir samning í Kaupmannahöfn til sumarsins 2027. „Aðdragandinn var svo sem ekki mikill,“ segir Rúnar aðspurður. „Þeim vantaði markmann og ég var að renna út á samningi hjá Arsenal. Þetta gerðist því mjög hratt og ég er mjög glaður með að þetta hafi gengið upp. Við þurftum að leysa einhver mál okkar á milli en allt leystist þetta nú á endanum.“ Hverju vill Rúnar áorka á þessum tíma hjá hinu sögufræga liði FC Kaupmannahafnar? „Mig langar að vinna titla. Ég er hérna kominn í félag sem vill vinna alla þá titla sem í boði eru. Svo er það náttúrulega, að ég held, draumur allra knattspyrnumanna að spila í Meistaradeild Evrópu. Þá væri ég til í að vera spila reglulega sjálfur. Ekki vera markmaður númer tvö eins og ég kem þó væntanlega til með að vera næstu sex mánuðina. Þetta eru aðal markmiðin.“ Vill verða traustins verður Rúnar Alex kemur inn í leikmannahóp FC Kaupmannahafnar á þeim tímapunkti að vitað er að Kamil Grabara, núverandi byrjunarliðs markvörður liðsins, er á förum til þýska úrvalsdeildarfélagsins Wolfsburg eftir yfirstandandi tímabil. Rúnar Alex teygði sig vel eftir þessum bolta í leik með íslenska landsliðinuVísir/Hulda Margrét Hafandi þetta í huga er nokkuð ljóst að framundan eru mikilvægar vikur og mánuðir fyrir þig þó svo að mínúturnar innan vallar verði kannski ekki miklar eða hvað? „Algjörlega. Það er mjög mikilvægt fyrir mig að stimpla mig inn í liðið og ná að sýna mínum liðsfélögum að ég er maður sem þeir geta treyst á. Það sama gildir um þjálfarann og því mjög fínt fyrir mig að fá næstu sex mánuði til þess að koma mér fyrir. Að mér sé ekki kastað beint út í djúpu laugina. Vonandi gefur það mér smá forskot komandi inn í næsta tímabil. Góð lausn fyrir alla Fyrri hluta yfirstandandi tímabils varði Rúnar Alex á láni hjá enska B-deildar liðinu Cardiff City þar sem að tækifærin voru af skornum skammti. „Þetta hefur verið svekkjandi tími og ég veit í raun og veru ekki af hverju (hann spilaði svona lítið). Ég fer þangað, á að spila og það var alltaf markmiðið með skiptunum. Ég kem hins vegar til félagsins þegar að tímabilið er byrjað og hinn markvörðurinn var að standa sig vel. Það var bara rosa erfitt fyrir þjálfarann og ósanngjarnt gagnvart þeim markverði að ætla taka hann úr liðinu. Frá mínu sjónarhorni var þetta einhvers konar pattstaða milli allra hlutaðeigandi aðila. Það var því bara góð lausn að breyta til. Ég sá ekki fram á að mín staða væri að fara breytast hjá Cardiff, þetta var góð lausn fyrir mig og fjölskylduna mína að komast aftur til Kaupmannahafnar, fá langan samning og smá fótfestu.“ Rúnar Alex vill sanna það fyrir liðsfélögum sínum og þjálfurum að hann sé traustins verðurMynd: FCK „Erfitt sem foreldri að horfa í spegilinn“ Rúnar Alex nefnir þarna fjölskyldu sína. Hann á, ásamt eiginkonu sinni Ásdísi Björk Sigurðardóttur, tvær dætur og undanfarin ár hefur verið mikið flakk á fjölskyldunni þar sem Rúnar hefur verið sendur vítt og breytt um Evrópu á lánssamningum frá Arsenal. Hefur hann meðal annars um stund spilað knattspyrnu í efstu deild Tyrklands og Belgíu og fyrir komuna til Arsenal varði hann mark Dijon í frönsku úrvalsdeildinni. Ákvörðunin um að snúa aftur til Danmerkur, þar sem að Rúnari spilaði yfir fjögurra ára tímabil með liði Nordsjælland á sínum tíma, er því ekki bara tekin með hag hans ferils í huga. Fjölskyldan vegur stóran þátt eðlilega. „Auðvitað eru það svakaleg forréttindi að hafa fengið að sjá heiminn í gegnum minn knattspyrnuferil til þessa en á sama tíma getur þetta verið flókið. Ég á tvær dætur og þær þurfa að vera í leikskóla. Ég á konu sem vill búa sér til smá líf líka, ekki bara að vera elta mig. Þetta hefur verið rosalega krefjandi. Elsta dóttir mín er fjögurra og hálfs árs og hún hefur verið á fimm mismunandi leikskólum til þessa. Hún er alltaf að byrja upp á nýtt, alltaf að fara í aðlögum á nýjum stað. Það er rosalega erfitt sem foreldri að horfa í spegilinn og vita að maður sé ástæða þess að það eru alltaf einhverjar breytingar á lífi þeirra.“ View this post on Instagram A post shared by Ru nar Alex Ru narsson (@runaralex) „Auðvitað kemur mjög margt jákvætt út úr þessu líka, tengt þessu lífi sem atvinnumaður en þetta er eitthvað sem mér finnst ég þurfa að leggja áherslu á núna. Að búa til öruggt umhverfi fyrir börnin mín og konuna mína. Þessi félagsskipti pössuðu því einhvern vegin mjög vel inn í þessar áætlanir á þessari stundu. Ég þekki deildina og borgina mjög vel eftir að hafa búið hérna á mínum tíma sem leikmaður Nordsjælland. Þetta er að einhverju leyti eins og að snúa aftur heim og við fjölskyldan erum bara mjög spennt fyrir komandi tímum.“ Það hlýtur að hjálpa gríðarlega mikið til, að vera kunnugur staðháttum? „Já það gerir það. Litlu hlutirnir, þessir praktísku hlutir, eins og að fara út að kaupa í matinn verða mun auðveldari. Við vitum hvar allt. Auðvitað munu klárlega koma upp einhver praktísk atriði sem við þurfum að leysa en í grunninn er þetta allt bara rosalega jákvætt. Svo er mikið af Íslendingum á þessu svæði og mjög auðvelt, geri ég ráð fyrir, að aðlagast öllu á nýjan leik.“ Viðtalið allt við Rúnar Alex má sjá í spilaranum hér að ofan.
Danski boltinn Enski boltinn Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Sport Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Sjá meira