Íhugar forsetaframboð af alvöru Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. febrúar 2024 21:48 Jón segist ekki munu taka endanlega ákvörðun um mögulegt forsetaframboð fyrr en að lokinni frumsýningu á leikverkinu sem hann æfir nú á Akureyri. Verkið er frumsýnt síðar í þessum mánuði. Vísir/Vilhelm Jón Gnarr, grínisti, leikari, rithöfundur og fyrrverandi borgarstjóri, veltir því fyrir sér af alvöru að fara í forsetaframboð. Þetta kemur fram í viðtali við Jón á Akureyri.net. Hann er staddur á Akureyri þar sem hann leikur í leikverkinu And Björk of course, eftir Þorvald Þorsteinsson. Verkið er sett upp af Menningarfélagi Akureyrar og verður frumsýnt síðar í mánuðinum. Í þeim hluta viðtalsins þar sem farið er út í forsetasálmana segist Jón telja að hann yrði „fínn forseti.“ Á hverjum degi fái hann tölvupósta, skilaboð eða tögg um forsetaframboð. „Ég hafði aldrei pælt í því að vera forseti, en árið 2016, þegar Guðni var kosinn fyrst var fólk að stinga upp á mér og ég tók þetta alvarlega. Ræddi það við konuna mína. Þá komst ég að þeirri niðurstöðu að mig langaði ekki að fara í framboð. Núna kemur þetta aftur upp og ég get sagt að ég er að hugsa þetta af alvöru,“ segir Jón í viðtalinu. Hann ætli þó ekki að taka ákvörðun fyrr en búið verði að frumsýna verkið, þann 23. febrúar. „Það, að hinir og þessir á samfélagsmiðlum, sem fylgja mér, telji að ég eigi að vera forseti, þá er ég ekkert viss um að það sé almennt það sem fólk í landinu er að pæla,“ segir Jón við Akureyri.net. Hann taki því einfaldlega sem hæfilegri vísbendingu. Síðu Besta flokksins breytt Í síðasta mánuði greindi Vísir frá því að Facebook-síða Besta flokksins, sem hefur ekki verið starfandi um nokkurra ára skeið, hefði verið uppfærð með framboðslegri mynd af Jóni, sem leiddi lista flokksins í borginni árið 2010 og var borgarstjóri undir merkjum hans í eitt kjörtímabil. Þá sagðist Jón ekki vita hver hefði breytt forsíðu- og opnumyndum síðunnar í mynd af Jóni. Hann væri á kafi í leikritsæfingum og hefði ekki haft tíma til að taka ákvarðanir eða gefa eitthvað svar. Þó útilokaði hann ekkert. Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Fleiri fréttir Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Sjá meira
Þetta kemur fram í viðtali við Jón á Akureyri.net. Hann er staddur á Akureyri þar sem hann leikur í leikverkinu And Björk of course, eftir Þorvald Þorsteinsson. Verkið er sett upp af Menningarfélagi Akureyrar og verður frumsýnt síðar í mánuðinum. Í þeim hluta viðtalsins þar sem farið er út í forsetasálmana segist Jón telja að hann yrði „fínn forseti.“ Á hverjum degi fái hann tölvupósta, skilaboð eða tögg um forsetaframboð. „Ég hafði aldrei pælt í því að vera forseti, en árið 2016, þegar Guðni var kosinn fyrst var fólk að stinga upp á mér og ég tók þetta alvarlega. Ræddi það við konuna mína. Þá komst ég að þeirri niðurstöðu að mig langaði ekki að fara í framboð. Núna kemur þetta aftur upp og ég get sagt að ég er að hugsa þetta af alvöru,“ segir Jón í viðtalinu. Hann ætli þó ekki að taka ákvörðun fyrr en búið verði að frumsýna verkið, þann 23. febrúar. „Það, að hinir og þessir á samfélagsmiðlum, sem fylgja mér, telji að ég eigi að vera forseti, þá er ég ekkert viss um að það sé almennt það sem fólk í landinu er að pæla,“ segir Jón við Akureyri.net. Hann taki því einfaldlega sem hæfilegri vísbendingu. Síðu Besta flokksins breytt Í síðasta mánuði greindi Vísir frá því að Facebook-síða Besta flokksins, sem hefur ekki verið starfandi um nokkurra ára skeið, hefði verið uppfærð með framboðslegri mynd af Jóni, sem leiddi lista flokksins í borginni árið 2010 og var borgarstjóri undir merkjum hans í eitt kjörtímabil. Þá sagðist Jón ekki vita hver hefði breytt forsíðu- og opnumyndum síðunnar í mynd af Jóni. Hann væri á kafi í leikritsæfingum og hefði ekki haft tíma til að taka ákvarðanir eða gefa eitthvað svar. Þó útilokaði hann ekkert.
Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Fleiri fréttir Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Sjá meira