„Komast hvert? Til tunglsins? Hvert á að flytja þetta fólk?“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. febrúar 2024 06:44 Ungur drengur syrgður í líkhúsi á Rafah. AP/Hatem Ali Leiðtogar á Vesturlöndum virðast vera að missa þolinmæðina gagnvart Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, og aðgerðum Ísraelshers á Gasa. Vísir greindi frá því í gær að Joe Biden Bandaríkjaforseti hefði kallað Netanyahu, sem hann hefur þekkt í áratugi, „drullusokk“ (e. asshole) í einkasamtölum og þá gaf Josep Borrell, framkvæmdastjóri utanríkismála hjá Evrópusambandinu, lítið fyrir fullyrðingar forsætisráðherrans um að íbúum Gasa sem hafa flúið heimili sín og hafast nú við í Rafah yrði hjálpað að komast undan áður en umfangsmiklar árásir hæfust á svæðið. „Komast hvert? Til tunglsins? Hvert á að flytja þetta fólk?“ sagði Borrell í gær. Var augljóst að hann væri orðinn langþreyttur á stöðu mála en hann sagði Netanyahu ekki hlusta á nokkurn mann. David Cameron, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands og núverandi utanríkisráðherra, var kurteisari í gagnrýni sinni og sagði ómögulegt að sjá fyrir sér hvernig hægt væri að berjast innan um mannfjöldann, sem gæti hvergi farið. „Fólk getur ekki farið suður inn í Egyptaland, ekki farið norður og aftur heim þar sem mörg heimili hafa verið eyðilögð. Þannig að við höfum verulegar áhyggjur af ástandinu og viljum að Ísrael stoppi og íhugi málin vandlega áður en þeir grípa til frekari aðgerða,“ sagði Cameron. Annalena Baerbock, utanríkisráðherra Þýskalands, sagði í síðustu viku að árásir á Rafah myndu valda gríðarlegri mannúðarkrísu. „Fólkið á Gasa getur ekki horfið eins og dögg fyrir sólu,“ sagði hún. Þá sagði Volker Turk, yfirmaður mannúðarmála hjá Sameinuðu þjóðunum, að alþjóðasamfélagið þyrfti að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir fyrirætlanir ísraelskra stjórnvalda. Penny Wong, utanríkisráðherra Ástralíu, hefur varað við því að bregðist Ísraelsmenn í því að vernda almenna borgara í Rafah muni það koma alvarlega niður á þeirra eigin hagsmunum. Netanyahu virðist hins vegar einarður í fyrirætlunum sínum en hann sætir miklum þrýstingi frá öðrum í samsteypustjórn sinni um að gefa ekkert eftir. Ráðherrar í ríkisstjórn hans og þingmenn samstarfsflokka hans hafa gengið svo langt að lýsa því opinberlega að Ísraelsmenn eigi sjálfir að byggja Gasa eftir að átökum lýkur. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Vísir greindi frá því í gær að Joe Biden Bandaríkjaforseti hefði kallað Netanyahu, sem hann hefur þekkt í áratugi, „drullusokk“ (e. asshole) í einkasamtölum og þá gaf Josep Borrell, framkvæmdastjóri utanríkismála hjá Evrópusambandinu, lítið fyrir fullyrðingar forsætisráðherrans um að íbúum Gasa sem hafa flúið heimili sín og hafast nú við í Rafah yrði hjálpað að komast undan áður en umfangsmiklar árásir hæfust á svæðið. „Komast hvert? Til tunglsins? Hvert á að flytja þetta fólk?“ sagði Borrell í gær. Var augljóst að hann væri orðinn langþreyttur á stöðu mála en hann sagði Netanyahu ekki hlusta á nokkurn mann. David Cameron, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands og núverandi utanríkisráðherra, var kurteisari í gagnrýni sinni og sagði ómögulegt að sjá fyrir sér hvernig hægt væri að berjast innan um mannfjöldann, sem gæti hvergi farið. „Fólk getur ekki farið suður inn í Egyptaland, ekki farið norður og aftur heim þar sem mörg heimili hafa verið eyðilögð. Þannig að við höfum verulegar áhyggjur af ástandinu og viljum að Ísrael stoppi og íhugi málin vandlega áður en þeir grípa til frekari aðgerða,“ sagði Cameron. Annalena Baerbock, utanríkisráðherra Þýskalands, sagði í síðustu viku að árásir á Rafah myndu valda gríðarlegri mannúðarkrísu. „Fólkið á Gasa getur ekki horfið eins og dögg fyrir sólu,“ sagði hún. Þá sagði Volker Turk, yfirmaður mannúðarmála hjá Sameinuðu þjóðunum, að alþjóðasamfélagið þyrfti að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir fyrirætlanir ísraelskra stjórnvalda. Penny Wong, utanríkisráðherra Ástralíu, hefur varað við því að bregðist Ísraelsmenn í því að vernda almenna borgara í Rafah muni það koma alvarlega niður á þeirra eigin hagsmunum. Netanyahu virðist hins vegar einarður í fyrirætlunum sínum en hann sætir miklum þrýstingi frá öðrum í samsteypustjórn sinni um að gefa ekkert eftir. Ráðherrar í ríkisstjórn hans og þingmenn samstarfsflokka hans hafa gengið svo langt að lýsa því opinberlega að Ísraelsmenn eigi sjálfir að byggja Gasa eftir að átökum lýkur.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira