Ólympíudyrnar opnar fyrir Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2024 11:00 Lionel Messi með heimsbikarinn eftir sigur Argentínu á HM í Katar 2022. Getty/Hernan Cortez Lionel Messi ræður því sjálfur hvort að hann spili með Argentínu á Ólympíuleikunum í París í sumar. Javier Mascherano, fyrrum liðsfélagi hans hjá argentínska landsliðinu og Barcelona, er þjálfari Ólympíuliðs Argentínu. Liðið tryggði sér sæti á ÓL um helgina en Brasilíumenn sátu eftir með sárt ennið. „Það þekkja allir samband mitt við Leo og vináttu okkar,“ sagði Mascherano. Javier Mascherano on Messi potentially playing in the Olympics:"Everyone already knows my relationship with Leo [Messi], the friendship I have. A player like him has the doors open to accompany us [at the Olympics], then it will obviously depend on him and his commitments." pic.twitter.com/1mNe4Ly00h— ESPN FC (@ESPNFC) February 12, 2024 „Dyrnar eru alltaf opnar fyrir leikmann eins og hann til að spila með okkur á Ólympíuleikunum. Þetta mun bara ráðast á honum sjálfum og hans skuldbindingu,“ sagði Mascherano. Messi og Mascherano urðu Ólympíumeistarar saman á Ólympíuleikunum í Peking 2008 en Mascherano vann líka gull fórum árum fyrr í Aþenu. Thiago Almada, leikmaður 23 ára liðs Argentínu, er spenntur fyrir möguleikanum á því að spila með Messi á ÓL í París. „Ég vona að hann hafi löngunina til að vera með. Við þurfum að bíða og sjá hver staðan er á honum þá. Það væri algjör draumur ef hann myndi spila með okkur,“ sagði Almada. Messi hefur áður talað um að vera með í Suðurameríkukeppninni sem fer fram í Bandaríkjunum í sumar. Henni lýkur 14. júlí eða aðeins tveimur vikum áður en Ólympíuleikarnir hefjast í París. Messi varð heimsmeistari með argentínska landsliðinu á HM í Katar í lok ársins 2022 og gat þá ekki hugsað sér að hætta að spila með landsliðinu því það var svo gaman. Það væri samt mikið að taka þátt í tveimur stórmótum sama sumar en margir Argentínumenn lifa í voninni með að sjá sem mest af honum í argentínska landsliðsbúningnum í sumar. Javier Mascherano: "Messi at the Olympics? He has open doors from me, it's on him to decide. He congratulated us. We know that Leo is a big fan of the National Team. There will be time to talk." pic.twitter.com/fFGuVOcd5j— All About Argentina (@AlbicelesteTalk) February 12, 2024 Ólympíuleikar 2024 í París Argentína Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Það var smá stress og drama“ Handbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Enski boltinn Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport Fleiri fréttir Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Sjá meira
Javier Mascherano, fyrrum liðsfélagi hans hjá argentínska landsliðinu og Barcelona, er þjálfari Ólympíuliðs Argentínu. Liðið tryggði sér sæti á ÓL um helgina en Brasilíumenn sátu eftir með sárt ennið. „Það þekkja allir samband mitt við Leo og vináttu okkar,“ sagði Mascherano. Javier Mascherano on Messi potentially playing in the Olympics:"Everyone already knows my relationship with Leo [Messi], the friendship I have. A player like him has the doors open to accompany us [at the Olympics], then it will obviously depend on him and his commitments." pic.twitter.com/1mNe4Ly00h— ESPN FC (@ESPNFC) February 12, 2024 „Dyrnar eru alltaf opnar fyrir leikmann eins og hann til að spila með okkur á Ólympíuleikunum. Þetta mun bara ráðast á honum sjálfum og hans skuldbindingu,“ sagði Mascherano. Messi og Mascherano urðu Ólympíumeistarar saman á Ólympíuleikunum í Peking 2008 en Mascherano vann líka gull fórum árum fyrr í Aþenu. Thiago Almada, leikmaður 23 ára liðs Argentínu, er spenntur fyrir möguleikanum á því að spila með Messi á ÓL í París. „Ég vona að hann hafi löngunina til að vera með. Við þurfum að bíða og sjá hver staðan er á honum þá. Það væri algjör draumur ef hann myndi spila með okkur,“ sagði Almada. Messi hefur áður talað um að vera með í Suðurameríkukeppninni sem fer fram í Bandaríkjunum í sumar. Henni lýkur 14. júlí eða aðeins tveimur vikum áður en Ólympíuleikarnir hefjast í París. Messi varð heimsmeistari með argentínska landsliðinu á HM í Katar í lok ársins 2022 og gat þá ekki hugsað sér að hætta að spila með landsliðinu því það var svo gaman. Það væri samt mikið að taka þátt í tveimur stórmótum sama sumar en margir Argentínumenn lifa í voninni með að sjá sem mest af honum í argentínska landsliðsbúningnum í sumar. Javier Mascherano: "Messi at the Olympics? He has open doors from me, it's on him to decide. He congratulated us. We know that Leo is a big fan of the National Team. There will be time to talk." pic.twitter.com/fFGuVOcd5j— All About Argentina (@AlbicelesteTalk) February 12, 2024
Ólympíuleikar 2024 í París Argentína Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Það var smá stress og drama“ Handbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Enski boltinn Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport Fleiri fréttir Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Sjá meira