Giftist sinni heittelskuðu skömmu eftir að hafa staðið á stóra sviðinu Atli Ísleifsson skrifar 13. febrúar 2024 08:43 Usher stóð fyrir hálfleikssýningunni í leiknum um Ofurskálina á sunnudag þar sem Kansas City Chiefs höfðu betur gegn San Francisco 49ers. AP Bandaríski tónlistarmaðurinn Usher giftist unnustu sinni, Jennifer Goicoechea, fáeinum klukkutímum eftir að hann hafði staðið á stóra sviðinu í hálfleik Ofurskálarinnar í Las Vegas á sunnudagskvöld. TMZ og AP greina frá þessu og vísa þar í dómsskjöl. Þar segir að hinn 45 ára Usher og hin fertuga Goicoechea hafi gift sig í kapellunni Vegas Wedding í Las Vegas 11. febrúar síðastliðinn – sama dag og hann stóð fyrir hálfleikssýningu í leiknum um Ofurskálina. „Við getum staðfest að Usher og Jennifer Goicoechea tóku sambandið á næsta stig og giftu sig á sunnudagskvöldið í Las Vegas, í faðmi náinna vina og fjölskyldu,“ segir talsmaður tónlistarmannsins í samtali við People. Sjá má hálfleikssýninguna í spilaranum að neðan. Usher, sem er þekktur fyrir smelli á borð við Yeah og U Remind Me, hefur verið í sambandi með Jennifer Goicoechea frá árinu 2019. Þau eiga saman tvö börn – dótturina Sovereign, þriggja ára, og soninn Sire, tveggja ára. TMZ segir þau Usher og Jennifer Goicoechea mætt í eftirpartý Ofurskálarinnar í hvítum fatnaði og hafi þá sést til giftingarhrings á baugfingri Usher. Usher var áður giftur þeim Grace Harry og Tameka Foster, en hann á tvo syni á táningsaldri, þá Usher Cinco og Naviyd Ely, með þeirri síðarnefndu. View this post on Instagram A post shared by Jennifer Goicoechea (@boogsneffect) Hollywood Ofurskálin Tengdar fréttir Allar auglýsingar Super Bowl á einum stað Kansas City Chiefs vann Ofurskáina í annað sinn í röð í nótt. Leikurinn var æsispennandi og fór í framlengingu en í huga margra skipta auglýsingarnar meira máli en leikurinn, þar sem um er að ræða heimsins dýrustu auglýsingapláss. 12. febrúar 2024 11:30 Sjáðu glæsilega hálfleikssýningu Usher á Ofurskálinni Tónlistarmaðurinn Usher átti sviðið í hálfleik Ofurskálarinnar í nótt. Atriði hans var um fimmtán mínútur og náði hann á þeim tíma að koma að um tólf lögum. Hann fékk með sér ýmsa óvænta gesti til að flytja nokkra af sínum helstu slögurum. 12. febrúar 2024 09:00 Mest lesið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Laufey á landinu Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira
TMZ og AP greina frá þessu og vísa þar í dómsskjöl. Þar segir að hinn 45 ára Usher og hin fertuga Goicoechea hafi gift sig í kapellunni Vegas Wedding í Las Vegas 11. febrúar síðastliðinn – sama dag og hann stóð fyrir hálfleikssýningu í leiknum um Ofurskálina. „Við getum staðfest að Usher og Jennifer Goicoechea tóku sambandið á næsta stig og giftu sig á sunnudagskvöldið í Las Vegas, í faðmi náinna vina og fjölskyldu,“ segir talsmaður tónlistarmannsins í samtali við People. Sjá má hálfleikssýninguna í spilaranum að neðan. Usher, sem er þekktur fyrir smelli á borð við Yeah og U Remind Me, hefur verið í sambandi með Jennifer Goicoechea frá árinu 2019. Þau eiga saman tvö börn – dótturina Sovereign, þriggja ára, og soninn Sire, tveggja ára. TMZ segir þau Usher og Jennifer Goicoechea mætt í eftirpartý Ofurskálarinnar í hvítum fatnaði og hafi þá sést til giftingarhrings á baugfingri Usher. Usher var áður giftur þeim Grace Harry og Tameka Foster, en hann á tvo syni á táningsaldri, þá Usher Cinco og Naviyd Ely, með þeirri síðarnefndu. View this post on Instagram A post shared by Jennifer Goicoechea (@boogsneffect)
Hollywood Ofurskálin Tengdar fréttir Allar auglýsingar Super Bowl á einum stað Kansas City Chiefs vann Ofurskáina í annað sinn í röð í nótt. Leikurinn var æsispennandi og fór í framlengingu en í huga margra skipta auglýsingarnar meira máli en leikurinn, þar sem um er að ræða heimsins dýrustu auglýsingapláss. 12. febrúar 2024 11:30 Sjáðu glæsilega hálfleikssýningu Usher á Ofurskálinni Tónlistarmaðurinn Usher átti sviðið í hálfleik Ofurskálarinnar í nótt. Atriði hans var um fimmtán mínútur og náði hann á þeim tíma að koma að um tólf lögum. Hann fékk með sér ýmsa óvænta gesti til að flytja nokkra af sínum helstu slögurum. 12. febrúar 2024 09:00 Mest lesið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Laufey á landinu Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira
Allar auglýsingar Super Bowl á einum stað Kansas City Chiefs vann Ofurskáina í annað sinn í röð í nótt. Leikurinn var æsispennandi og fór í framlengingu en í huga margra skipta auglýsingarnar meira máli en leikurinn, þar sem um er að ræða heimsins dýrustu auglýsingapláss. 12. febrúar 2024 11:30
Sjáðu glæsilega hálfleikssýningu Usher á Ofurskálinni Tónlistarmaðurinn Usher átti sviðið í hálfleik Ofurskálarinnar í nótt. Atriði hans var um fimmtán mínútur og náði hann á þeim tíma að koma að um tólf lögum. Hann fékk með sér ýmsa óvænta gesti til að flytja nokkra af sínum helstu slögurum. 12. febrúar 2024 09:00