Orri og Alex í hóp gegn Man. City í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 13. febrúar 2024 14:46 Orri Steinn Óskarsson hefur meðal annars spilað á Old Trafford og Allianz Arena í vetur. Getty/Richard Sellers Mögulegt er að Rúnar Alex Rúnarsson spili sinn fyrsta leik fyrir FC Kaupmannahöfn í kvöld og Orri Steinn Óskarsson er einnig í leikmannahópi liðsins, í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. FCK mætir ríkjandi Evrópumeisturum Manchester City, á Parken í Kaupmannahöfn, og hefst leikurinn klukkan 20. Nær öruggt má telja að Kamil Grabara verði í marki FCK en Rúnar Alex verður til taks á varamannabekknum, eftir að hafa verið fenginn frá Arsenal um síðustu mánaðamót. Orri Steinn bíður enn eftir sínum fyrsta byrjunarliðsleik í Meistaradeildinni en hann kom við sögu í fimm leikjum af sex í riðlakeppninni í haust. Löng bið milli leikja hjá FCK Leikurinn í kvöld er sá fyrsti hjá FCK síðan liðið vann Galatasaray 1-0 í Meistaradeildinni 12. desember, því frí er í dönsku úrvalsdeildinni. Hjá dönsku meisturunum er Lukas Lerager í banni og þeir David Khocholava, Theo Sander, Nicolai Boilesen og Emil Højlund eru meiddir. Manchester City getur teflt fram sínu sterkasta liði og vill sjálfsagt ekki falla í sömu gryfju og Manchester United sem tapaði á Parken í haust, og féll úr keppni. City-menn geta enn unnið þrefalt rétt eins og á síðustu leiktíð, og orðið þannig fyrstir í sögunni til að verja þrennu, en Pep Guardiola er ekkert of bjartsýnn á slíkt ævintýri: „Við erum með 99,99% líkur á að okkur takist ekki að vinna þrennuna því það hefur aldrei, aldrei, aldrei, aldrei tekist,“ sagði Guardiola á blaðamannafundi á föstudaginn. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Fleiri fréttir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Sjá meira
FCK mætir ríkjandi Evrópumeisturum Manchester City, á Parken í Kaupmannahöfn, og hefst leikurinn klukkan 20. Nær öruggt má telja að Kamil Grabara verði í marki FCK en Rúnar Alex verður til taks á varamannabekknum, eftir að hafa verið fenginn frá Arsenal um síðustu mánaðamót. Orri Steinn bíður enn eftir sínum fyrsta byrjunarliðsleik í Meistaradeildinni en hann kom við sögu í fimm leikjum af sex í riðlakeppninni í haust. Löng bið milli leikja hjá FCK Leikurinn í kvöld er sá fyrsti hjá FCK síðan liðið vann Galatasaray 1-0 í Meistaradeildinni 12. desember, því frí er í dönsku úrvalsdeildinni. Hjá dönsku meisturunum er Lukas Lerager í banni og þeir David Khocholava, Theo Sander, Nicolai Boilesen og Emil Højlund eru meiddir. Manchester City getur teflt fram sínu sterkasta liði og vill sjálfsagt ekki falla í sömu gryfju og Manchester United sem tapaði á Parken í haust, og féll úr keppni. City-menn geta enn unnið þrefalt rétt eins og á síðustu leiktíð, og orðið þannig fyrstir í sögunni til að verja þrennu, en Pep Guardiola er ekkert of bjartsýnn á slíkt ævintýri: „Við erum með 99,99% líkur á að okkur takist ekki að vinna þrennuna því það hefur aldrei, aldrei, aldrei, aldrei tekist,“ sagði Guardiola á blaðamannafundi á föstudaginn.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Fleiri fréttir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Sjá meira