Hvað ef Xabi Alonso segir nei við Liverpool? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. febrúar 2024 08:01 Xabi Alonso er að gera frábæra hluti með Bayer Leverkusen liðið. AP/Martin Meissner Það er virðist vera fátt sem komi í veg fyrir að Spánverjinn Xabi Alonso verði næsti knattspyrnustjóri Liverpool. Það er helst hann sjálfur sem getur komið í veg fyrir það með því að hafna starfinu. Xabi Alonso hefur verið efstur á blaði hjá Liverpool fjölskyldunni síðan að Jürgen Klopp tilkynnti óvænt að hann væri að hætta eftir núverandi tímabil. Liverpool vill fá hann, stuðningsmennirnir vilja fá hann, sérfræðingarnir mæla flestir með honum og þetta lítur út fyrir að þetta snúist bara um ákvörðun hjá Xabi sjálfum. Í góðri samningsstöðu Thore Haugstad, fótboltasérfræðingur norska ríkisútvarpsins, skrifaði vangaveltur um stöðuna á stjóramálum Liverpool þar sem hann svarar meðal annars spurningunni: Hvað ef Xabi Alonso segir nei við Liverpool? Eftir frábæra frammistöðu sína með Bayer Leverkusen og vitandi af miklum áhuga úr herbúðum Liverpool þá er Xabi í afar góðri samningsstöðu þrátt fyrir frekar stuttan feril sem þjálfari í fremstu röð. Hann er ungur þjálfari en hefur samt þegar náð frábærum árangri með Leverkusen. Alonso tók við liðinu í slæmri stöðu á síðasta tímabili, breytti öllu hjá liðinu og er nú á góðri leið með að vinna titilinn í Þýskalandi. Sannfærandi sigur á Bayern um síðustu helgi færði liðinu fimm stiga forystu á toppnum og liðið er enn taplaust í öllum keppnum á tímabilinu. Liðið hefur náð í 55 af 63 mögulegum stigum og er búið að skora 55 mörk í 21 deildarleik. Markatalan er 41 mark í plús. Xabi Alonso í leik með Liverpool.Etsuo Hara/Getty Síðastur til að stela titli af Bayern var Klopp Það hefur enginn stolið titlinum af Bayern síðan að Klopp gerði það með Dortmund árið 2012. Nú er Xabi líklegur til að endurtaka leikinn og svo jafnvel fara sömu leið og Klopp fór nokkrum árum síðar. Xabi spilaði á sínum ferli undir stjórn öflugra þjálfara eins og John Toshack, Rafa Benítez, José Mourinho, Carlo Ancelotti, Vicente del Bosque og Pep Guardiola. Hann ætti að geta sótt ýmislegt til þeirra. Þegar þú ert með svona sterkan kandídat þá er oft erfitt að sætta sig við einhvern annan. Haugstad segir að næsti maður á óskalistanum sé Roberto De Zerbi, stjóri Brighton. Brighton liðið náði sjötta sætinu í ensku úrvalsdeildinni í fyrra en hefur hins vegar aðeins unnið fjóra deildarleiki siðan í september. De Zerbi hefur aldrei unnið titil og þá þekkir hann ekki Liverpool eins og Alonso. Þriðji á listanum er Pep Lijnders, aðstoðarmaður Klopp í dag. Hann gæti verið varaplan ef ekkert verður af komu Alonso. Maður sem þekkir liðið vel og hjálpaði Klopp mikið. Fjórði kosturinn er síðan Rúben Amorim sem hefur verið að gera góða hluti með Sporting. Hann hefur aftur á móti enga reynslu af því að spila eða þjálfa fyrir utan Portúgal. Xabi Alonso þegar hann klæddist aftur Liverpool treyjunni í góðgerðaleik.Getty/ LFC Foundation Gömlu hetja kemur heim Þetta eru allt góðir þjálfarar en enginn þeirra kemst nálægt því að vera Alonso. Liverpool stuðningsmenn sjá það hyllingum að fá gamla hetju heim. Síðan að Pep Guardiola tók við Barelona á sínum tíma, með frábærum árangri, hafa margar hetjur snúið heim til sinn félaga og tekið við stjórninni. Vissulega hefur árangurinn verið mismunandi. Menn eins og Zinédine Zidane (Real Madrid), Xavi (Barcelona), Mikel Arteta (Arsenal), Frank Lampard (Chelsea) og Ole Gunnar Solskjær (Manchester United) fengu allir tækifæri hjá félaginu þar sem þeir voru elskaðir sem leikmenn. Xabi þekkir Liverpool vel enda leikmaður liðsins í fimm ár frá 2004 til 2009. Hann vann Meistaradeildina með liðinu og var elskaður og dáður af stuðningsmönnum enda heimsklassa miðjumaður. Hann hefur talað um það sjálfur að hann dreymi um að taka við liðinu en er þetta rétti tímapunkturinn fyrir hann? Draumastarfið of snemma? Draumastarfið er kannski að koma allt of snemma en það er á móti ekkert öruggt um að starfið losni aftur í bráð. Klopp hefur setið í stólnum síðan í október 2015 og annar maður gæti setið þar lengi nýti hann tækifærið. Það eru samt fleiri gömul lið Xabi Alonso sem vilja fá hann en hann hefur líka verið orðaður við Bayern München og Real Madrid þar sem hann spilaði í lok ferilsins. Þegar málið er skoðað þá er staðan alveg ljós. Liverpool þarf bara að gera allt sem til þarf til að Xabi Alonso segi já við því að taka við liðinu í sumar. Enski boltinn Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Fleiri fréttir Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Sjá meira
Xabi Alonso hefur verið efstur á blaði hjá Liverpool fjölskyldunni síðan að Jürgen Klopp tilkynnti óvænt að hann væri að hætta eftir núverandi tímabil. Liverpool vill fá hann, stuðningsmennirnir vilja fá hann, sérfræðingarnir mæla flestir með honum og þetta lítur út fyrir að þetta snúist bara um ákvörðun hjá Xabi sjálfum. Í góðri samningsstöðu Thore Haugstad, fótboltasérfræðingur norska ríkisútvarpsins, skrifaði vangaveltur um stöðuna á stjóramálum Liverpool þar sem hann svarar meðal annars spurningunni: Hvað ef Xabi Alonso segir nei við Liverpool? Eftir frábæra frammistöðu sína með Bayer Leverkusen og vitandi af miklum áhuga úr herbúðum Liverpool þá er Xabi í afar góðri samningsstöðu þrátt fyrir frekar stuttan feril sem þjálfari í fremstu röð. Hann er ungur þjálfari en hefur samt þegar náð frábærum árangri með Leverkusen. Alonso tók við liðinu í slæmri stöðu á síðasta tímabili, breytti öllu hjá liðinu og er nú á góðri leið með að vinna titilinn í Þýskalandi. Sannfærandi sigur á Bayern um síðustu helgi færði liðinu fimm stiga forystu á toppnum og liðið er enn taplaust í öllum keppnum á tímabilinu. Liðið hefur náð í 55 af 63 mögulegum stigum og er búið að skora 55 mörk í 21 deildarleik. Markatalan er 41 mark í plús. Xabi Alonso í leik með Liverpool.Etsuo Hara/Getty Síðastur til að stela titli af Bayern var Klopp Það hefur enginn stolið titlinum af Bayern síðan að Klopp gerði það með Dortmund árið 2012. Nú er Xabi líklegur til að endurtaka leikinn og svo jafnvel fara sömu leið og Klopp fór nokkrum árum síðar. Xabi spilaði á sínum ferli undir stjórn öflugra þjálfara eins og John Toshack, Rafa Benítez, José Mourinho, Carlo Ancelotti, Vicente del Bosque og Pep Guardiola. Hann ætti að geta sótt ýmislegt til þeirra. Þegar þú ert með svona sterkan kandídat þá er oft erfitt að sætta sig við einhvern annan. Haugstad segir að næsti maður á óskalistanum sé Roberto De Zerbi, stjóri Brighton. Brighton liðið náði sjötta sætinu í ensku úrvalsdeildinni í fyrra en hefur hins vegar aðeins unnið fjóra deildarleiki siðan í september. De Zerbi hefur aldrei unnið titil og þá þekkir hann ekki Liverpool eins og Alonso. Þriðji á listanum er Pep Lijnders, aðstoðarmaður Klopp í dag. Hann gæti verið varaplan ef ekkert verður af komu Alonso. Maður sem þekkir liðið vel og hjálpaði Klopp mikið. Fjórði kosturinn er síðan Rúben Amorim sem hefur verið að gera góða hluti með Sporting. Hann hefur aftur á móti enga reynslu af því að spila eða þjálfa fyrir utan Portúgal. Xabi Alonso þegar hann klæddist aftur Liverpool treyjunni í góðgerðaleik.Getty/ LFC Foundation Gömlu hetja kemur heim Þetta eru allt góðir þjálfarar en enginn þeirra kemst nálægt því að vera Alonso. Liverpool stuðningsmenn sjá það hyllingum að fá gamla hetju heim. Síðan að Pep Guardiola tók við Barelona á sínum tíma, með frábærum árangri, hafa margar hetjur snúið heim til sinn félaga og tekið við stjórninni. Vissulega hefur árangurinn verið mismunandi. Menn eins og Zinédine Zidane (Real Madrid), Xavi (Barcelona), Mikel Arteta (Arsenal), Frank Lampard (Chelsea) og Ole Gunnar Solskjær (Manchester United) fengu allir tækifæri hjá félaginu þar sem þeir voru elskaðir sem leikmenn. Xabi þekkir Liverpool vel enda leikmaður liðsins í fimm ár frá 2004 til 2009. Hann vann Meistaradeildina með liðinu og var elskaður og dáður af stuðningsmönnum enda heimsklassa miðjumaður. Hann hefur talað um það sjálfur að hann dreymi um að taka við liðinu en er þetta rétti tímapunkturinn fyrir hann? Draumastarfið of snemma? Draumastarfið er kannski að koma allt of snemma en það er á móti ekkert öruggt um að starfið losni aftur í bráð. Klopp hefur setið í stólnum síðan í október 2015 og annar maður gæti setið þar lengi nýti hann tækifærið. Það eru samt fleiri gömul lið Xabi Alonso sem vilja fá hann en hann hefur líka verið orðaður við Bayern München og Real Madrid þar sem hann spilaði í lok ferilsins. Þegar málið er skoðað þá er staðan alveg ljós. Liverpool þarf bara að gera allt sem til þarf til að Xabi Alonso segi já við því að taka við liðinu í sumar.
Enski boltinn Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Fleiri fréttir Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Sjá meira