Úthúðaði eigin leikmanni: „Hlýtur að þurfa að fara á sjúkrahús“ Sindri Sverrisson skrifar 15. febrúar 2024 12:00 Hamari Traore fékk það hlutverk að glíma við einn albesta leikmann heims, Kylian Mbappé, í gærkvöld en var utan vallar þegar Mbappé skoraði. Getty/Catherine Steenkeste Hamari Traore sló ekki beinlínis í gegn hjá þjálfara sínum í leik með Real Sociedad gegn PSG í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í gærkvöld. PSG vann leikinn 2-0 og þjálfarinn Imanol Alguacil var sérstaklega óánægður með fyrra mark PSG, sem Kylian Mbappé skoraði eftir hornspyrnu. Traore átti að dekka Mbappé en eins og sjá má hér að neðan kom markið á meðan að Traore fékk aðhlynningu utan vallar eftir að hafa kennt sér meins. Þessi 32 ára bakvörður kom svo aftur inn á og kláraði leikinn. Klippa: Mörk PSG gegn Real Sociedad „Ég fæ ekki skilið hvernig leikmaður, sem hefur neyðst til að fara af vellinum, einmitt þegar liðið hans er að fá á sig mark, endar ekki á sjúkrahúsi,“ sagði Alguacil blákalt á blaðamannafundi eftir leik. „Ég skil það ekki. Ef leikmaður skilur liðið sitt eftir manni færra þá hlýtur hann að þurfa að fara á sjúkrahús. Það hlýtur að vera alveg á hreinu,“ sagði Alguacil. Monumental cabreo de Imanol Alguacil tras la derrota de la Real Sociedad contra el PSG #UCL #EstudioEstadio "Yo no me explico que un jugador que ha tenido que salir del campo cuando el equipo iba a recibir un gol en contra no acabe en el hospital" https://t.co/56x6E4YT2r pic.twitter.com/yN8x05hYkf— Teledeporte (@teledeporte) February 14, 2024 Real Sociedad hefur nú spilað fimm leiki í röð í öllum keppnum án þess að skora mark, og er komið niður í 7. sæti spænsku deildarinnar. Seinni leikur liðsins við PSG verður á Spáni 5. mars. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Sjá meira
PSG vann leikinn 2-0 og þjálfarinn Imanol Alguacil var sérstaklega óánægður með fyrra mark PSG, sem Kylian Mbappé skoraði eftir hornspyrnu. Traore átti að dekka Mbappé en eins og sjá má hér að neðan kom markið á meðan að Traore fékk aðhlynningu utan vallar eftir að hafa kennt sér meins. Þessi 32 ára bakvörður kom svo aftur inn á og kláraði leikinn. Klippa: Mörk PSG gegn Real Sociedad „Ég fæ ekki skilið hvernig leikmaður, sem hefur neyðst til að fara af vellinum, einmitt þegar liðið hans er að fá á sig mark, endar ekki á sjúkrahúsi,“ sagði Alguacil blákalt á blaðamannafundi eftir leik. „Ég skil það ekki. Ef leikmaður skilur liðið sitt eftir manni færra þá hlýtur hann að þurfa að fara á sjúkrahús. Það hlýtur að vera alveg á hreinu,“ sagði Alguacil. Monumental cabreo de Imanol Alguacil tras la derrota de la Real Sociedad contra el PSG #UCL #EstudioEstadio "Yo no me explico que un jugador que ha tenido que salir del campo cuando el equipo iba a recibir un gol en contra no acabe en el hospital" https://t.co/56x6E4YT2r pic.twitter.com/yN8x05hYkf— Teledeporte (@teledeporte) February 14, 2024 Real Sociedad hefur nú spilað fimm leiki í röð í öllum keppnum án þess að skora mark, og er komið niður í 7. sæti spænsku deildarinnar. Seinni leikur liðsins við PSG verður á Spáni 5. mars.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Sjá meira