Ljósleiðaradeildin í beinni: Tveir leikir á dagskrá og línur að leggjast fyrir lokakvöldið Snorri Már Vagnsson skrifar 15. febrúar 2024 19:15 Ruflu, Allee, PolishWonder og Asiii eiga skráða leiki í kvöld. Næstsíðasta umferð tímabilsins í Ljósleiðaradeildinni í Counter-Strike klárast í kvöld. Ljóst er að mikið er í húfi fyrir liðin en ekkert lið í efstu sjö sætunum hefur tryggt sæti sitt. Klukkan 19:30 mætast lið Young Prodigies og Ármanns í fyrri leik kvöldsins.. Young Prodigies getur slitið sig frá FH með sigri í kvöld, en bæði lið eru með 16 stig í 6-7 sæti. Ármann eru þó í þriðja sæti deildarinnar og geta gulltryggt það með sigri í kvöld. Saga og Breiðablik eru með 20 stig fyrir neðan þá en með sigri tryggir Ármann sætið. Í seinni leik kvöldsins kl. 20:30 mætast svo Þór og ÍA. Þór eru jafnir NOCCO Dusty á toppi deildarinnar en þeir mæta liði Dusty einmitt á laugardaginn næstkomandi. Með sigri geta þeir þá farið í einvígið með tveggja stiga forskot. ÍA eru í áttunda sæti deildarinnar og geta aðeins jafnað FH og Young Prodigies á stigum ef þeir sigra báða leikina sem þeir eiga eftir. Leikina má nálgast í beinni útsendingu Rafíþróttasamtakanna á Twitch-rás þeirra, Stöð 2 Esports eða í spilaranum hér fyrir neðan. Ljósleiðaradeildin Rafíþróttir Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Fleiri fréttir Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Sjá meira
Klukkan 19:30 mætast lið Young Prodigies og Ármanns í fyrri leik kvöldsins.. Young Prodigies getur slitið sig frá FH með sigri í kvöld, en bæði lið eru með 16 stig í 6-7 sæti. Ármann eru þó í þriðja sæti deildarinnar og geta gulltryggt það með sigri í kvöld. Saga og Breiðablik eru með 20 stig fyrir neðan þá en með sigri tryggir Ármann sætið. Í seinni leik kvöldsins kl. 20:30 mætast svo Þór og ÍA. Þór eru jafnir NOCCO Dusty á toppi deildarinnar en þeir mæta liði Dusty einmitt á laugardaginn næstkomandi. Með sigri geta þeir þá farið í einvígið með tveggja stiga forskot. ÍA eru í áttunda sæti deildarinnar og geta aðeins jafnað FH og Young Prodigies á stigum ef þeir sigra báða leikina sem þeir eiga eftir. Leikina má nálgast í beinni útsendingu Rafíþróttasamtakanna á Twitch-rás þeirra, Stöð 2 Esports eða í spilaranum hér fyrir neðan.
Ljósleiðaradeildin Rafíþróttir Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Fleiri fréttir Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Sjá meira