Skotklukkudrama á Króknum: Af hverju trompast Pavel ekki þarna? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. febrúar 2024 07:30 Njarðvíkingurinn Dwayne Lautier-Ogunleye heldur enn á boltanum en skotklukkuljósið sýnir að skotklukkan er runnin út. Pavel Ermolinskij og lærisveinum hans í Tindastólsliðinu þótti á sér brotið. Samsett/Hulda Margrét/S2 Sport Njarðvík vann eins stigs sigur á Tindastóli á Sauðárkrók í Subway deild karla í körfubolta í gærkvöldi en heimamönnum þótti á sér brotið undir lok leiksins. Tilþrifin á Stöð 2 Sport skoðuðu þessi tvö umdeildu atvik betur eftir leikinn. „Við getum ekki byrjað umfjöllunina um leikinn án þess að tala um þessi tvö vafaatriði sem varða skotklukkuna,“ sagði Hörður Unnsteinsson, umsjónarmaður Tilþrifanna. Fyrra atvikið gerðist þegar það eru meira en tvær mínútur eftir af leiknum en seinna atvikið á síðustu mínútunni. Tilþrifin sýndu atvikin og ræddu. „Þarna er barningur um boltann og enginn i Tindastólsliðinu er kominn með vald á boltanum. Þar af leiðandi ætti þetta ekki að vera 24 sekúndna klukka og Tindastóls bolti,“ sagði Magnús Þór Gunnarsson, sérfræðingur þáttarins. „Augljóslega eru mistökin ritaraborðsins að hafa endurnýjað klukkuna en vökulir dómarar leiksins hefðu átt að sjá þetta,“ sagði Hörður. „Þeir eru þrír, það ætti einhver að sjá þetta,“ sagði Magnús. „Við verðum að verða hreinskilnir og segja að þeir eiga að sjá þetta,“ sagði Hörður. Klippa: Umdeild atvik í leik Tindastóls og Njarðvíkur „Þetta gerist beint fyrir framan Pavel og Pavel tjúllast,“ sagði Teitur Örlygsson en hann segir að dómararnir hafi ekki verið vissir um hvort að Tindastóll hefði náð boltanum og því látið leikinn ganga. „Reglurnar eru þannig kæru áhorfendur að það má ekki skoða þetta nema ef dómararnir flauti 24 sekúndur og þá er það eingöngu ef að það eru minna en tvær mínútur eftir af leiknum,“ sagði Hörður sem átti ekki við í þessu fyrra atviki. Þeir fóru síðan yfir atvik númer tvö. „Það gerist einni og hálfri mínútu síðar. Það er alla vega vafaatriði hvort Dwayne Lautier-Ogunleye sé búinn að sleppa boltanum. Þegar við spilum þetta hægt þá er skotklukkan búin,“ sagði Hörður. „Hún er komin niður í 0:0 þegar hann heldur enn á boltanum,“ sagði Magnús. Njarðvík kemst þarna þremur stigum yfir þegar 55 sekúndur eru eftir af leiknum. „Af hverju biður enginn um þetta?“ spurði Teitur hneykslaður. „Af hverju trompast enginn þarna. Af hverju trompast Pavel ekki þarna? Hann er að horfa á þetta,“ sagði Magnús en Pavel tók bara leikhlé. Hörður lét stoppa myndina þar sem sást greinilega að klukkan var búin og Lautier-Ogunleye var enn með boltann í hendinni. Hér fyrir ofan má sjá þá félagana ræða þessi tvö atvik. Njarðvíkingurinn Dwayne Lautier-Ogunleye heldur enn á boltanum en skotklukkuljósið sýnir að skotklukkan er runnin út.Stöð 2 Sport Subway-deild karla Tindastóll UMF Njarðvík Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Körfubolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Fleiri fréttir Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Sjá meira
„Við getum ekki byrjað umfjöllunina um leikinn án þess að tala um þessi tvö vafaatriði sem varða skotklukkuna,“ sagði Hörður Unnsteinsson, umsjónarmaður Tilþrifanna. Fyrra atvikið gerðist þegar það eru meira en tvær mínútur eftir af leiknum en seinna atvikið á síðustu mínútunni. Tilþrifin sýndu atvikin og ræddu. „Þarna er barningur um boltann og enginn i Tindastólsliðinu er kominn með vald á boltanum. Þar af leiðandi ætti þetta ekki að vera 24 sekúndna klukka og Tindastóls bolti,“ sagði Magnús Þór Gunnarsson, sérfræðingur þáttarins. „Augljóslega eru mistökin ritaraborðsins að hafa endurnýjað klukkuna en vökulir dómarar leiksins hefðu átt að sjá þetta,“ sagði Hörður. „Þeir eru þrír, það ætti einhver að sjá þetta,“ sagði Magnús. „Við verðum að verða hreinskilnir og segja að þeir eiga að sjá þetta,“ sagði Hörður. Klippa: Umdeild atvik í leik Tindastóls og Njarðvíkur „Þetta gerist beint fyrir framan Pavel og Pavel tjúllast,“ sagði Teitur Örlygsson en hann segir að dómararnir hafi ekki verið vissir um hvort að Tindastóll hefði náð boltanum og því látið leikinn ganga. „Reglurnar eru þannig kæru áhorfendur að það má ekki skoða þetta nema ef dómararnir flauti 24 sekúndur og þá er það eingöngu ef að það eru minna en tvær mínútur eftir af leiknum,“ sagði Hörður sem átti ekki við í þessu fyrra atviki. Þeir fóru síðan yfir atvik númer tvö. „Það gerist einni og hálfri mínútu síðar. Það er alla vega vafaatriði hvort Dwayne Lautier-Ogunleye sé búinn að sleppa boltanum. Þegar við spilum þetta hægt þá er skotklukkan búin,“ sagði Hörður. „Hún er komin niður í 0:0 þegar hann heldur enn á boltanum,“ sagði Magnús. Njarðvík kemst þarna þremur stigum yfir þegar 55 sekúndur eru eftir af leiknum. „Af hverju biður enginn um þetta?“ spurði Teitur hneykslaður. „Af hverju trompast enginn þarna. Af hverju trompast Pavel ekki þarna? Hann er að horfa á þetta,“ sagði Magnús en Pavel tók bara leikhlé. Hörður lét stoppa myndina þar sem sást greinilega að klukkan var búin og Lautier-Ogunleye var enn með boltann í hendinni. Hér fyrir ofan má sjá þá félagana ræða þessi tvö atvik. Njarðvíkingurinn Dwayne Lautier-Ogunleye heldur enn á boltanum en skotklukkuljósið sýnir að skotklukkan er runnin út.Stöð 2 Sport
Subway-deild karla Tindastóll UMF Njarðvík Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Körfubolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Fleiri fréttir Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Sjá meira