Starfsfólk og sjúklingar neyddust til að flýja bygginguna í miðri skothríðinni og forstjóri spítalans segir í samtali við breska ríkisútvarpið að aðstæður hafi verið skelfilegar.
Talsmaður Ísraelshers, Daniel Hagari segir að á meðal hinna handteknu hafi verið þátttakandi í hryðjuverkaárásunum þann sjöunda október síðastliðinn sem er grunaður um að hafa tekið gísl inn á Gasa svæðið. Þá fullyrðir hann að yfirheyrslur yfir hinum handteknu hafi leitt í ljós að ísraelskum gíslum hafi verið haldið föngum á spítalasvæðinu. Þeir hafi hinsvegar ekki fundist enn.
Talsmaður Hamas sakar Ísraela hinsvegar um lygar og segir enga gísla á svæðinu.