Yfirmenn segi ljósmæður hitta konur of oft og of lengi Lovísa Arnardóttir skrifar 16. febrúar 2024 08:50 Unnur Berglind er formaður Ljósmæðrafélags Íslands. vísir/sigurjón Formaður Ljósmæðrafélags Íslands segir álag aukast, verkefnum fjölga og að allt að þriðjungur allra ljósmæðra á landinu íhugi nú að yfirgefa starfsstéttina. Ljósmæður fái ekki faglegt svigrúm til að vinna vinnuna sína og stjórnvöld taki málið ekki alvarlega. Í gær voru birtar niðurstöður nýrrar könnunar frá BHM meðal ljósmæðra sem um 70 prósent þeirra svöruðu. Samkvæmt niðurstöðum telja 85 prósent ljósmæðra að mannekla hafi ógnað öryggi mæðra á síðustu sex mánuðum og 48 prósent segja þetta gerast oftar nú en áður. Á sama tíma mælist mikil starfsánægja meðal ljósmæðra. „Við erum ánægðar í okkar starfi en það er umhverfið sem er ekki að gera okkur kleift að vinna vinnuna okkar eins og við viljum,“ sagði Unnur Berglind Friðriksdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, en hún ræddi niðurstöður könnunarinnar og starfsaðstæður ljósmæðra í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Unnur Berglind sagði að það hefði ekki komið henni á óvart að öryggi væri minna en að hátt hlutfall sem hefði svarað játandi hafi komið henni á óvart. „85 prósent er allt of hátt.“ Hún segir að hún hafi samt vitað að staðan væri slæm því hún væri í góðu sambandi við ljósmæður og heyri æ oftar að róðurinn sé að þyngjast víða. „Álagið er að aukast, verkefnum er að fjölga. Ef þú ert að horfa á Excel skjal er alltaf bara verið að horfa á fjölda fæðinga en í tengslum við hverja fæðingu er mæðraskoðun á undan og svo sængurlegan á eftir. Samfélagið er að breytast og við erum að verða fjölmenningarsamfélag,“ sagði Unnur Berglind og að því fylgdu öðruvísi áskoranir sem taki meiri tíma. Ný verkefni sem fylgja meiri fjölmenningu Það geti verið ýmislegt þar annað en bara tungumál. Sem dæmi séu konur að koma inn í þjónustu til ljósmæðra hér sem hafi ekki fengið grunnþjónustu annars staðar. Þá sagði Unnur Berglind að í ýmsum stofnunum út á landi fengju ljósmæður ekki faglegt svigrúm til að vinna vinnuna sína. „Ljósmæður eru sérfræðingar í sínu fagi. Þær eru fagmanneskjur og þær þurfa að fá sitt faglega svigrúm til að meta og hversu oft þær þurfa að hitta konur,“ sagði hún að það væri verið að „anda ofan í hálsmálið á þeim“ og segja þeim fyrir hversu oft þær eigi að hitta konur. Spurð nánar út í þetta sagði Unnur Berglind að það væri yfirmenn sem væru að „anda ofan í hálsmálið“ á þeim og að þeir væru svo uppteknir af sparnaði að svigrúm til faglegrar þjónustu ljósmæðra væri ekki til staðar. Hún sagði að versta afleiðingin af þessu væri sú að ljósmóðirin hefði sagt upp störfum í sveitarfélagi utan höfuðborgarsvæðisins og að á þeim stað væri nú engin starfandi ljósmóðir. „Það er verið að setja út á það að það sé verið að hitta konur of oft og of lengi,“ sagði Unnur Berglind og að þannig ætti samt sem áður þjónustan að vera, og að konur ættu að geta gengið að því vísu. Hún sagði að ofan á þetta væri búið að innleiða styttingu vinnuvikunnar víða og að stofnanir hefðu ekki endilega bætt við þeim mannskap sem þarf svo ekki sé mannekla í kjölfar innleiðingarinnar. „Þú getur ekki unnið þetta eftir Excel skjali. Við erum að vinna með fólk. Þú ert með fagfólk og þú verður að treyst fagfólkinu til að meta hversu oft og hversu lengi, en það er ekki að gerast á of mörgum stöðum.“# Spurð hvort mæður væru þá ekki eins öruggar í dag og áður svaraði Unnur Berglind því játandi. Hún sagði eftirlitsaðilann vera landlæknisembættið og að hún vissi ekki hvort að það væri verið að vinna því. Hún sagði erfitt að fá svör frá landlæknisembættinu og að sömuleiðis ætti hún inni fundarboð hjá fjármálaráðuneytinu og að hún hefði ekki fengið svar við því. Sömuleiðis hefði hún reynt í marga mánuði að ná sambandi við starfshóp innan heilbrigðisráðuneytisins án nokkurs árangurs. Veruleg skerðing ef þær hætta Þá sagði hún þriðjung ljósmæðra hugsa um það að yfirgefa starfsstéttina og að ef það gerðist yrði þjónustan verulega skert. Þá spurði Heimir hvort að litið væri niður á ljósmæður í heilbrigðiskerfinu. Unnur Berglind sagði að hún vonaði ekki en að henni liði, þegar hún talaði um þetta, að hún væri „bara að kvabba“ eða vera leiðinleg og erfið. Hún hrósaði Landspítalanum og sagði félagið nýlega hafa skrifað undir nýjan stofnanasamning við spítalann sem yrði vonandi til þess að kjör og aðstæður ljósmæðra myndu batna. Þær myndu koma aftur í fullt starf og ekki hætta. Spurð í hvað stefnir, miðað við þessa stöðu sagði Unnur Berglind að það yrði að bregðast við. Í samanburði við Evrópu séu við með góðar tölur og útkomur en að ef við berum stöðuna saman við okkur sjálf fari okkur aftur. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að ofan. Börn og uppeldi Heilbrigðismál Heilsugæsla Mannréttindi Landspítalinn Tengdar fréttir Ljósmæðrum brugðið við framgöngu stjórnenda á Akureyri Tveir yfirmenn ljósmæðra á mæðravernd annars vegar og í ungbarnavernd hins vegar á Heilbrigðisstofnun Norðurlands eru að hætta störfum. Enginn sótti um sameinaða stöðu. Formaður Ljósmæðrafélags Íslands segir ljósmæður mjög ósáttar við framgöngu stjórnenda stofnunarinnar. 7. desember 2023 07:00 Formaður Ljósmæðrafélags Íslands: „Meðganga og fæðing í eðli sínu er náttúrulegt ferli“ Formaður Ljósmæðrafélags Íslands segir að konur á meðgöngu verði að treysta fagfólki. Keisaraskurður sé gerður í undantekningartilvikum og ljósmæður hlusti ávallt á konur. Bregði eitthvað út af fái þær aukið eftirlit og eftir atvikum aukna aðstoð. 31. mars 2022 21:31 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Innlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Erlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Fleiri fréttir Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Sjá meira
Í gær voru birtar niðurstöður nýrrar könnunar frá BHM meðal ljósmæðra sem um 70 prósent þeirra svöruðu. Samkvæmt niðurstöðum telja 85 prósent ljósmæðra að mannekla hafi ógnað öryggi mæðra á síðustu sex mánuðum og 48 prósent segja þetta gerast oftar nú en áður. Á sama tíma mælist mikil starfsánægja meðal ljósmæðra. „Við erum ánægðar í okkar starfi en það er umhverfið sem er ekki að gera okkur kleift að vinna vinnuna okkar eins og við viljum,“ sagði Unnur Berglind Friðriksdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, en hún ræddi niðurstöður könnunarinnar og starfsaðstæður ljósmæðra í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Unnur Berglind sagði að það hefði ekki komið henni á óvart að öryggi væri minna en að hátt hlutfall sem hefði svarað játandi hafi komið henni á óvart. „85 prósent er allt of hátt.“ Hún segir að hún hafi samt vitað að staðan væri slæm því hún væri í góðu sambandi við ljósmæður og heyri æ oftar að róðurinn sé að þyngjast víða. „Álagið er að aukast, verkefnum er að fjölga. Ef þú ert að horfa á Excel skjal er alltaf bara verið að horfa á fjölda fæðinga en í tengslum við hverja fæðingu er mæðraskoðun á undan og svo sængurlegan á eftir. Samfélagið er að breytast og við erum að verða fjölmenningarsamfélag,“ sagði Unnur Berglind og að því fylgdu öðruvísi áskoranir sem taki meiri tíma. Ný verkefni sem fylgja meiri fjölmenningu Það geti verið ýmislegt þar annað en bara tungumál. Sem dæmi séu konur að koma inn í þjónustu til ljósmæðra hér sem hafi ekki fengið grunnþjónustu annars staðar. Þá sagði Unnur Berglind að í ýmsum stofnunum út á landi fengju ljósmæður ekki faglegt svigrúm til að vinna vinnuna sína. „Ljósmæður eru sérfræðingar í sínu fagi. Þær eru fagmanneskjur og þær þurfa að fá sitt faglega svigrúm til að meta og hversu oft þær þurfa að hitta konur,“ sagði hún að það væri verið að „anda ofan í hálsmálið á þeim“ og segja þeim fyrir hversu oft þær eigi að hitta konur. Spurð nánar út í þetta sagði Unnur Berglind að það væri yfirmenn sem væru að „anda ofan í hálsmálið“ á þeim og að þeir væru svo uppteknir af sparnaði að svigrúm til faglegrar þjónustu ljósmæðra væri ekki til staðar. Hún sagði að versta afleiðingin af þessu væri sú að ljósmóðirin hefði sagt upp störfum í sveitarfélagi utan höfuðborgarsvæðisins og að á þeim stað væri nú engin starfandi ljósmóðir. „Það er verið að setja út á það að það sé verið að hitta konur of oft og of lengi,“ sagði Unnur Berglind og að þannig ætti samt sem áður þjónustan að vera, og að konur ættu að geta gengið að því vísu. Hún sagði að ofan á þetta væri búið að innleiða styttingu vinnuvikunnar víða og að stofnanir hefðu ekki endilega bætt við þeim mannskap sem þarf svo ekki sé mannekla í kjölfar innleiðingarinnar. „Þú getur ekki unnið þetta eftir Excel skjali. Við erum að vinna með fólk. Þú ert með fagfólk og þú verður að treyst fagfólkinu til að meta hversu oft og hversu lengi, en það er ekki að gerast á of mörgum stöðum.“# Spurð hvort mæður væru þá ekki eins öruggar í dag og áður svaraði Unnur Berglind því játandi. Hún sagði eftirlitsaðilann vera landlæknisembættið og að hún vissi ekki hvort að það væri verið að vinna því. Hún sagði erfitt að fá svör frá landlæknisembættinu og að sömuleiðis ætti hún inni fundarboð hjá fjármálaráðuneytinu og að hún hefði ekki fengið svar við því. Sömuleiðis hefði hún reynt í marga mánuði að ná sambandi við starfshóp innan heilbrigðisráðuneytisins án nokkurs árangurs. Veruleg skerðing ef þær hætta Þá sagði hún þriðjung ljósmæðra hugsa um það að yfirgefa starfsstéttina og að ef það gerðist yrði þjónustan verulega skert. Þá spurði Heimir hvort að litið væri niður á ljósmæður í heilbrigðiskerfinu. Unnur Berglind sagði að hún vonaði ekki en að henni liði, þegar hún talaði um þetta, að hún væri „bara að kvabba“ eða vera leiðinleg og erfið. Hún hrósaði Landspítalanum og sagði félagið nýlega hafa skrifað undir nýjan stofnanasamning við spítalann sem yrði vonandi til þess að kjör og aðstæður ljósmæðra myndu batna. Þær myndu koma aftur í fullt starf og ekki hætta. Spurð í hvað stefnir, miðað við þessa stöðu sagði Unnur Berglind að það yrði að bregðast við. Í samanburði við Evrópu séu við með góðar tölur og útkomur en að ef við berum stöðuna saman við okkur sjálf fari okkur aftur. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Heilsugæsla Mannréttindi Landspítalinn Tengdar fréttir Ljósmæðrum brugðið við framgöngu stjórnenda á Akureyri Tveir yfirmenn ljósmæðra á mæðravernd annars vegar og í ungbarnavernd hins vegar á Heilbrigðisstofnun Norðurlands eru að hætta störfum. Enginn sótti um sameinaða stöðu. Formaður Ljósmæðrafélags Íslands segir ljósmæður mjög ósáttar við framgöngu stjórnenda stofnunarinnar. 7. desember 2023 07:00 Formaður Ljósmæðrafélags Íslands: „Meðganga og fæðing í eðli sínu er náttúrulegt ferli“ Formaður Ljósmæðrafélags Íslands segir að konur á meðgöngu verði að treysta fagfólki. Keisaraskurður sé gerður í undantekningartilvikum og ljósmæður hlusti ávallt á konur. Bregði eitthvað út af fái þær aukið eftirlit og eftir atvikum aukna aðstoð. 31. mars 2022 21:31 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Innlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Erlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Fleiri fréttir Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Sjá meira
Ljósmæðrum brugðið við framgöngu stjórnenda á Akureyri Tveir yfirmenn ljósmæðra á mæðravernd annars vegar og í ungbarnavernd hins vegar á Heilbrigðisstofnun Norðurlands eru að hætta störfum. Enginn sótti um sameinaða stöðu. Formaður Ljósmæðrafélags Íslands segir ljósmæður mjög ósáttar við framgöngu stjórnenda stofnunarinnar. 7. desember 2023 07:00
Formaður Ljósmæðrafélags Íslands: „Meðganga og fæðing í eðli sínu er náttúrulegt ferli“ Formaður Ljósmæðrafélags Íslands segir að konur á meðgöngu verði að treysta fagfólki. Keisaraskurður sé gerður í undantekningartilvikum og ljósmæður hlusti ávallt á konur. Bregði eitthvað út af fái þær aukið eftirlit og eftir atvikum aukna aðstoð. 31. mars 2022 21:31