Arna sleit krossband: „Búin að gráta mikið í dag“ Sindri Sverrisson skrifar 16. febrúar 2024 15:43 Arna Sif Ásgrímsdóttir mun ekki spila fótbolta að nýju fyrr en á næsta ári. vísir/Anton Ljóst er að besta knattspyrnukona Bestu deildarinnar undanfarin ár, Arna Sif Ásgrímsdóttir, verður ekki með meisturum Vals á þessu ári eftir að hún sleit krossband í hné. Arna meiddist í leik gegn Fylki í Lengjubikarnum í fyrrakvöld og nú hefur skoðun leitt í ljós að krossband í hné slitnaði og ytri liðþófi rifnaði. „Þetta er ótrúlega mikið högg. Maður er búinn að gráta mikið í dag og er mjög brotinn,“ sagði Arna í samtali við Vísi. „Manni var sagt að vona það besta og búa sig undir það versta en þó mig hafi grunað þetta þá var þetta mikið högg og ég er hálfpartinn ekki að trúa þessu. Ég ætla að gefa mér tíma fram yfir helgi til að vera brotin og gráta mikið, og svo þarf bara að tækla þetta verkefni,“ segir þessi frábæri miðvörður. Arna Sif Ásgrímsdóttir hefur verið í lykilhlutverki í afar sigursælu liði Vals.vísir/Diego Átti að verða stórt ár Arna hefur ekki áður glímt við svo alvarleg meiðsli og áfallið er mikið, ekki síst vegna þess hve frábær síðustu ár hún hefur átt með titlasöfnun hjá Val og sæti í íslenska landsliðshópnum. „Auðvitað er þetta alltaf högg í magann en ég rann út á samning eftir síðasta tímabil og skoðaði aðeins í kringum mig, en langaði að taka slaginn með Val því ég er enn með stór markmið fyrir liðið okkar. Þetta ár átti að vera ansi stórt og þetta er því extra mikið högg, að geta ekki verið partur af því,“ segir Arna sem eins og fyrr segir grunaði strax hvað hefði gerst þegar hún meiddist. Ótrúlega algengt og þarf að skoða betur „Ég hef ekki upplifað hnémeiðsli áður en þetta er búið að vera mikið í kringum mann hjá Val, og úti í heimi, og lýsingarnar voru eins. Við að heyra smellinn og hálfpartinn festast, hnéð festist einhvern veginn, þá var ég strax hrædd um að þetta væri ansi alvarlegt.“ Tíðar fréttir af krossbandsslitum hafa einmitt borist úr knattspyrnuheimi kvenna, og Arna Sif er alls ekki sú fyrsta til að slíta krossband á Hlíðarenda. „Þetta er búið að vera ótrúlega algengt og í raun bara aukning. Maður heyrði ekki mikið um þetta fyrir nokkrum árum síðan og það þarf alvarlega að skoða þetta,“ segir Arna. Besta deild kvenna Valur Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Fleiri fréttir Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Í beinni: Breiðablik - FH | Toppslagur í Smáranum Í beinni: Tindastóll - Fram | Mikilvægur fallslagur á Króknum Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sjá meira
Arna meiddist í leik gegn Fylki í Lengjubikarnum í fyrrakvöld og nú hefur skoðun leitt í ljós að krossband í hné slitnaði og ytri liðþófi rifnaði. „Þetta er ótrúlega mikið högg. Maður er búinn að gráta mikið í dag og er mjög brotinn,“ sagði Arna í samtali við Vísi. „Manni var sagt að vona það besta og búa sig undir það versta en þó mig hafi grunað þetta þá var þetta mikið högg og ég er hálfpartinn ekki að trúa þessu. Ég ætla að gefa mér tíma fram yfir helgi til að vera brotin og gráta mikið, og svo þarf bara að tækla þetta verkefni,“ segir þessi frábæri miðvörður. Arna Sif Ásgrímsdóttir hefur verið í lykilhlutverki í afar sigursælu liði Vals.vísir/Diego Átti að verða stórt ár Arna hefur ekki áður glímt við svo alvarleg meiðsli og áfallið er mikið, ekki síst vegna þess hve frábær síðustu ár hún hefur átt með titlasöfnun hjá Val og sæti í íslenska landsliðshópnum. „Auðvitað er þetta alltaf högg í magann en ég rann út á samning eftir síðasta tímabil og skoðaði aðeins í kringum mig, en langaði að taka slaginn með Val því ég er enn með stór markmið fyrir liðið okkar. Þetta ár átti að vera ansi stórt og þetta er því extra mikið högg, að geta ekki verið partur af því,“ segir Arna sem eins og fyrr segir grunaði strax hvað hefði gerst þegar hún meiddist. Ótrúlega algengt og þarf að skoða betur „Ég hef ekki upplifað hnémeiðsli áður en þetta er búið að vera mikið í kringum mann hjá Val, og úti í heimi, og lýsingarnar voru eins. Við að heyra smellinn og hálfpartinn festast, hnéð festist einhvern veginn, þá var ég strax hrædd um að þetta væri ansi alvarlegt.“ Tíðar fréttir af krossbandsslitum hafa einmitt borist úr knattspyrnuheimi kvenna, og Arna Sif er alls ekki sú fyrsta til að slíta krossband á Hlíðarenda. „Þetta er búið að vera ótrúlega algengt og í raun bara aukning. Maður heyrði ekki mikið um þetta fyrir nokkrum árum síðan og það þarf alvarlega að skoða þetta,“ segir Arna.
Besta deild kvenna Valur Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Fleiri fréttir Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Í beinni: Breiðablik - FH | Toppslagur í Smáranum Í beinni: Tindastóll - Fram | Mikilvægur fallslagur á Króknum Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki