„Tölfræði nær alltaf í rassinn á fólki“ Andri Már Eggertsson skrifar 16. febrúar 2024 22:25 Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Hulda Margrét Keflavík vann Álftanes í tvíframlengdum leik í Forsetahöllinni 109-114. Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, var afar ánægður með að hafa náð sigri. „Planið var keyra upp hraðann og treysta á að þeir myndu fara að klikka úr skotum í fjórða leikhluta sem gekk ágætlega,“ sagði Pétur Ingvarsson eftir leik. Álftanes hitti afar vel fyrir utan þriggja stiga línuna og voru með 70 prósent þriggja stiga nýtingu úr fyrstu tíu skotnum. Voru Keflvíkingar teknir á eigin bragði í fyrri hálfleik? „Já og nei. Tölfræði nær alltaf í rassinn á fólki. Við vissum að þeir myndu ekki skjóta svona allan leikinn og þetta var ekki sjálfbært. Við vorum þolinmóðir og ég sagði við liðið í hálfleik að við myndum ekki vinna þetta í þriðja leikhluta heldur fjórða leikhluta.“ Keflavík vann leikinn hins vegar ekki í fjórða leikhluta eins og Pétur sagði við liðið í hálfleik heldur þurfti tvær framlengingar til og Pétur var afar ánægður að hafa náð að landa sigri. „Þetta er 100 metra hlaup og það skiptir engu máli hver er fyrstur eftir 20 metra. Það skiptir engu máli heldur skiptir það máli hver er fyrstur þegar að 100 metrarnir eru búnir og við komumst fyrstir í mark í kvöld sem var jákvætt.“ „Menn taka áhættu. Þú þarft að hafa trú á því sem þú ert að gera og skjóta með miklu sjálfstrausti og berjast sem lið. Það er alveg sama hvað einhver þjálfari segir í framlengingu það skiptir engu máli það eru leikmennirnir sem vinna leikinn.“ „Við vorum að spila án besta leikmanns deildarinnar, allavega einn af þremur bestu leikmönnum deildarinnar. Við vorum án hans og þetta var geggjaður sigur hjá strákunum,“ sagði Pétur Ingvarsson og þar átti hann við Remy Martin sem einn besta leikmann deildarinnar. Subway-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Leik lokið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Real Oviedo - Real Madrid | Annar leikur Alonso Albert lagði upp mark Fiorentina Í beinni: FH - ÍBV | Sæti í efri hlutanum undir Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Leik lokið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Arnar og Bjarki unnu golfmót Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Vel studdur í brautarmeti: „Mjög sérstakt og keyrði mig virkilega mikið áfram“ Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Sjá meira
„Planið var keyra upp hraðann og treysta á að þeir myndu fara að klikka úr skotum í fjórða leikhluta sem gekk ágætlega,“ sagði Pétur Ingvarsson eftir leik. Álftanes hitti afar vel fyrir utan þriggja stiga línuna og voru með 70 prósent þriggja stiga nýtingu úr fyrstu tíu skotnum. Voru Keflvíkingar teknir á eigin bragði í fyrri hálfleik? „Já og nei. Tölfræði nær alltaf í rassinn á fólki. Við vissum að þeir myndu ekki skjóta svona allan leikinn og þetta var ekki sjálfbært. Við vorum þolinmóðir og ég sagði við liðið í hálfleik að við myndum ekki vinna þetta í þriðja leikhluta heldur fjórða leikhluta.“ Keflavík vann leikinn hins vegar ekki í fjórða leikhluta eins og Pétur sagði við liðið í hálfleik heldur þurfti tvær framlengingar til og Pétur var afar ánægður að hafa náð að landa sigri. „Þetta er 100 metra hlaup og það skiptir engu máli hver er fyrstur eftir 20 metra. Það skiptir engu máli heldur skiptir það máli hver er fyrstur þegar að 100 metrarnir eru búnir og við komumst fyrstir í mark í kvöld sem var jákvætt.“ „Menn taka áhættu. Þú þarft að hafa trú á því sem þú ert að gera og skjóta með miklu sjálfstrausti og berjast sem lið. Það er alveg sama hvað einhver þjálfari segir í framlengingu það skiptir engu máli það eru leikmennirnir sem vinna leikinn.“ „Við vorum að spila án besta leikmanns deildarinnar, allavega einn af þremur bestu leikmönnum deildarinnar. Við vorum án hans og þetta var geggjaður sigur hjá strákunum,“ sagði Pétur Ingvarsson og þar átti hann við Remy Martin sem einn besta leikmann deildarinnar.
Subway-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Leik lokið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Real Oviedo - Real Madrid | Annar leikur Alonso Albert lagði upp mark Fiorentina Í beinni: FH - ÍBV | Sæti í efri hlutanum undir Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Leik lokið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Arnar og Bjarki unnu golfmót Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Vel studdur í brautarmeti: „Mjög sérstakt og keyrði mig virkilega mikið áfram“ Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Sjá meira