Tveir sigrar hjá Fylki í Lengjubikarnum Smári Jökull Jónsson skrifar 17. febrúar 2024 15:57 Benedikt Daríus Garðarsson skoraði þrjú mörk fyrir Fylki gegn ÍBV í dag. Vísir/Diego Fylkir vann sigra bæði í Lengjubikar karla og kvenna í dag. Þá vann FH sigur á Vestra í slag tveggja Bestu deildar liða í Lengjubikar karla. Fylkir og Keflavík mættust í Reykjaneshöllinni í riðli 1 í Lengjubikar kvenna. Staðan í hálfleik var markalaus en það breyttist heldur betur eftir hlé. Guðrún Karítas Sigurðardóttir kom Fylki í 1-0 á 57. mínútu og hún bætti síðan sínu öðru marki við sjö mínútum fyrir leikslok. Flóðgáttirnar opnuðust á lokamínútunum og Sara Dögg Ásþórsdóttir kom Fylki í 3-0 á 88. mínútu áður en Eva Rut Ásþórsdóttir bætti fjórða markinu við á fyrstu mínútu uppbótartíma. Melanie Rendeiro skoraði sárabótamark fyrir Keflavík í uppbótartíma og lokatölur því 4-1. Í karlaflokki mættust lið Fylkis og ÍBV á Fylkisvelli. Benedikt Daríus Garðarsson tók með sér skotskóna því hann skoraði þrennu í fyrri hálfleiknum og leiddi Fylkir 3-0 að honum loknum. Guðmar Gauti Sævarsson bætti fjórða markinu við í síðari hálfleik en hann var þá nýkominn inn sem varamaður. Lokatölur 4-0 og Fylkir þar með búnir að vinna sinn fyrsta sigur í Lengjubikarnum þetta tímabilið en Eyjamenn hafa tapað báðum sínum leikjum. Sigurmark frá Vuk gegn Vestra Í Akraneshöllinni mættust lið FH og Vestra í riðli 1 Lengjubikars karla. Bæði lið leika í Bestu deildinni í sumar en það verður fyrsta tímabil Vestra í efstu deild. FH vann góðan sigur í fyrsta leik sínum gegn Breiðabliki á meðan Vestri gerði 2-2 jafntefli við Keflavík. FH náði forystunni í fyrri hálfleik. Vuk Óskar Dimitrijevic fékk þá boltann utarlega í teignum vinstra megin og skoraði með hægri fæti í fjærhornið. Staðan í hálfleik 1-0 og leikmenn Vestra gerðu hvað þeir gátu til að jafna í síðari hálfleik. Það tókst hins vegar ekki en bæði lið fengu tækifæri til að bæta við mörkum. Andra Rúnari Bjarnasyni tókst reyndar að koma boltanum í net FH í uppbótartíma en var dæmdur rangstæður við töluverð mótmæli Vestramanna. Lokatölur 1-0 og FH því með fullt hús stiga í Lengjubikarnum eftir tvo leiki. Lengjubikar karla Lengjubikar kvenna Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Fylkir og Keflavík mættust í Reykjaneshöllinni í riðli 1 í Lengjubikar kvenna. Staðan í hálfleik var markalaus en það breyttist heldur betur eftir hlé. Guðrún Karítas Sigurðardóttir kom Fylki í 1-0 á 57. mínútu og hún bætti síðan sínu öðru marki við sjö mínútum fyrir leikslok. Flóðgáttirnar opnuðust á lokamínútunum og Sara Dögg Ásþórsdóttir kom Fylki í 3-0 á 88. mínútu áður en Eva Rut Ásþórsdóttir bætti fjórða markinu við á fyrstu mínútu uppbótartíma. Melanie Rendeiro skoraði sárabótamark fyrir Keflavík í uppbótartíma og lokatölur því 4-1. Í karlaflokki mættust lið Fylkis og ÍBV á Fylkisvelli. Benedikt Daríus Garðarsson tók með sér skotskóna því hann skoraði þrennu í fyrri hálfleiknum og leiddi Fylkir 3-0 að honum loknum. Guðmar Gauti Sævarsson bætti fjórða markinu við í síðari hálfleik en hann var þá nýkominn inn sem varamaður. Lokatölur 4-0 og Fylkir þar með búnir að vinna sinn fyrsta sigur í Lengjubikarnum þetta tímabilið en Eyjamenn hafa tapað báðum sínum leikjum. Sigurmark frá Vuk gegn Vestra Í Akraneshöllinni mættust lið FH og Vestra í riðli 1 Lengjubikars karla. Bæði lið leika í Bestu deildinni í sumar en það verður fyrsta tímabil Vestra í efstu deild. FH vann góðan sigur í fyrsta leik sínum gegn Breiðabliki á meðan Vestri gerði 2-2 jafntefli við Keflavík. FH náði forystunni í fyrri hálfleik. Vuk Óskar Dimitrijevic fékk þá boltann utarlega í teignum vinstra megin og skoraði með hægri fæti í fjærhornið. Staðan í hálfleik 1-0 og leikmenn Vestra gerðu hvað þeir gátu til að jafna í síðari hálfleik. Það tókst hins vegar ekki en bæði lið fengu tækifæri til að bæta við mörkum. Andra Rúnari Bjarnasyni tókst reyndar að koma boltanum í net FH í uppbótartíma en var dæmdur rangstæður við töluverð mótmæli Vestramanna. Lokatölur 1-0 og FH því með fullt hús stiga í Lengjubikarnum eftir tvo leiki.
Lengjubikar karla Lengjubikar kvenna Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira