Kalvin Philips sá rautt og Watkins tryggði Villa þrjú stig Smári Jökull Jónsson skrifar 17. febrúar 2024 17:15 Ollie Watkins fagnar hér öðru marka sinna í dag en líklegt er að enska knattspyrnusambandið verði ekki alltof sátt með notkun hans á reykbombu í fagninu. Vísir/Getty Aston Villa vann góðan útisigur gegn Fulham í ensku úrvalsdeildinni í dag og lyfti sér upp í 4. sæti deildarinnar. Kalvin Philips virðist ekki ætla að ná sér á flug með West Ham því hann sá rautt spjald í tapi liðsins. Fyrir leik Aston Villa og Fulham í dag var lið Villa í 5. sæti og í hörkubaráttu um sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili. Fulham var í 14. sæti eftir erfitt gengi að undanförnu. Ollie Watkins var eins og svo oft áður hetja Villa í dag. Hann skoraði tvö mörk í sitt hvorum hálfleiknum í dag en hann er þar með kominn með þrettán mörk í ensku úrvalsdeildinni. Rodrigo Muniz minnkaði muninn fyrir Fulham sem aðeins hefur unnið einn sigur í síðustu fimm leikjum sínum í deildinni. Í Skírisskógi tóku heimamenn í Nottingham Forest á móti West Ham. David Moyes knattspyrnustjóri West Ham sagði það skyldu síns liðs að sýna góða frammistöðu eftir 6-0 tapið gegn Arsenal en honum varð þó ekki að ósk sinni. Kalvin Philips er að reyna að koma ferlinum af stað á ný en rauða spjaldið í dag hjálpar honum ekki í þeirri baráttu.Vísir/Getty Taiwo Awoniyi kom Forest í 1-0 í uppbótartíma fyrri hálfleiks og í síðari hálfleiknum nældi Kalvin Philips sér í tvö gul spjöld með fjögurra mínútna millibili og West Ham því orðnir einum færri. Callum Hudson-Odoi bætti öðru marki við fyrir Forest í uppbótartíma og liðið fagnaði góðum 2-0 sigri. Leikur Newcastle og Bournemouth var markalaus í fyrri hálfleik en leikar æstust heldur betur eftir hlé. Dominic Solanke kom gestunum yfir á 51. mínútu en Anthony Gordon jafnaði metin fyrir Newcastle úr víti sjö mínútum síðar. Dominic Solanke skoraði annað marka Bournemouth í dag en sést hér svekktur í leikslok eftir að hans lið fékk á sig jöfnunarmark í uppbótartíma.Vísir/Getty Antoine Semenyo kom Bournemouth í forystu á nýjan leik skömmu síðar en í uppbótartíma jafnaði reynsluboltinn Matt Ritchie metin og tryggði heimaliðinu stig. Newcastle er í 7. sæti deildarinnar og er fjórum stigum á eftir liði Manchester United í 6. sætinu. Enski boltinn Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Sjá meira
Fyrir leik Aston Villa og Fulham í dag var lið Villa í 5. sæti og í hörkubaráttu um sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili. Fulham var í 14. sæti eftir erfitt gengi að undanförnu. Ollie Watkins var eins og svo oft áður hetja Villa í dag. Hann skoraði tvö mörk í sitt hvorum hálfleiknum í dag en hann er þar með kominn með þrettán mörk í ensku úrvalsdeildinni. Rodrigo Muniz minnkaði muninn fyrir Fulham sem aðeins hefur unnið einn sigur í síðustu fimm leikjum sínum í deildinni. Í Skírisskógi tóku heimamenn í Nottingham Forest á móti West Ham. David Moyes knattspyrnustjóri West Ham sagði það skyldu síns liðs að sýna góða frammistöðu eftir 6-0 tapið gegn Arsenal en honum varð þó ekki að ósk sinni. Kalvin Philips er að reyna að koma ferlinum af stað á ný en rauða spjaldið í dag hjálpar honum ekki í þeirri baráttu.Vísir/Getty Taiwo Awoniyi kom Forest í 1-0 í uppbótartíma fyrri hálfleiks og í síðari hálfleiknum nældi Kalvin Philips sér í tvö gul spjöld með fjögurra mínútna millibili og West Ham því orðnir einum færri. Callum Hudson-Odoi bætti öðru marki við fyrir Forest í uppbótartíma og liðið fagnaði góðum 2-0 sigri. Leikur Newcastle og Bournemouth var markalaus í fyrri hálfleik en leikar æstust heldur betur eftir hlé. Dominic Solanke kom gestunum yfir á 51. mínútu en Anthony Gordon jafnaði metin fyrir Newcastle úr víti sjö mínútum síðar. Dominic Solanke skoraði annað marka Bournemouth í dag en sést hér svekktur í leikslok eftir að hans lið fékk á sig jöfnunarmark í uppbótartíma.Vísir/Getty Antoine Semenyo kom Bournemouth í forystu á nýjan leik skömmu síðar en í uppbótartíma jafnaði reynsluboltinn Matt Ritchie metin og tryggði heimaliðinu stig. Newcastle er í 7. sæti deildarinnar og er fjórum stigum á eftir liði Manchester United í 6. sætinu.
Enski boltinn Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Sjá meira