Stígur á bremsuna í málefnum innflytjenda Samúel Karl Ólason skrifar 17. febrúar 2024 17:05 Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada. AP/John Woods Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, ætlar að draga úr fjölda innflytjenda sem fá að setjast að í Kanada. Trudeau hefur lengi hyllt innflytjendur sem flytja til Kanada en umfangsmiklar breytingar hafa orðið á viðhorfi almennings í Kanada varðandi málaflokkinn, samhliða skorti á húsnæði og auknu álagi á heilbrigðiskerfi landsins. Faðir forsætisráðherrans, Pierre Trudeau, sem var einnig forsætisráðherra á áttunda áratug síðustu aldar barðist fyrir auknu flæði innflytjenda á sínum tíma og viðhorf Kanadamanna til innflytjenda hefur síðan þá verið mjög jákvætt. Það hefur þó breyst hratt á undanförnum árum. Samhliða því hefur Kanadamönnum fjölgað verulega hratt og sérstaklega Kanadamönnum af erlendu bergi brotnu. Rúmlega tuttugu prósent allra kanadískra ríkisborgara fæddust í öðru landi. Í frétt Reuters segir að viðhorf almennings varðandi innflytjendur hafi verið í hæstu hæðum árið 2020. Í lok árs 2023 hafði neikvæðni almennings ekki mælst meiri í að minnsta kosti þrjá áratugi. Í október sögðu 44,5 prósent Kanadamanna að innflytjendur væru orðnir of margir og vísuðu flestir þeirra til skorts á húsnæði og hátt leiguverðs sem helstu ástæðuna fyrir því að þau væru þessar skoðunar. Sjá einnig: Viðhorf Íra til innflytjenda að breytast hratt Trudeau á á brattann að sækja, sé miðað við skoðanakannanir í Kanada, fyrir væntanlegar kosningar á næsta ári. Hann mælist töluvert á eftir Pierre Poilievre, leiðtoga Íhaldsflokksins. Trudeau þarf að vinna sér inn milljónir atkvæða, vilji hann verða forsætisráðherra í fjórða sinn. Poilievre hefur ekki verið mjög málglaður um málefni innflytjenda í Kanada en sérfræðingur sagði í samtali við Reuters að hann þyrfti að vinna sér inn atkvæði fólks í þéttbýlum borgum landsins og þar væri mikið af innflytjendum sem hann hefði ekki efni á að reita til reiði. Marc Miller, innanríkisráðherra Kanada, sagði í viðtali við Reuters í síðasta mánuði að yfirvöld hefðu misst tökin á flæði innflytjenda. Það þyrfti að beisla það aftur því Kanada væri ekki ónæmt fyrir þeirri pólaríseringu sem bersýnileg væri í Bandaríkjunum. Kanada Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Fleiri fréttir Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sjá meira
Faðir forsætisráðherrans, Pierre Trudeau, sem var einnig forsætisráðherra á áttunda áratug síðustu aldar barðist fyrir auknu flæði innflytjenda á sínum tíma og viðhorf Kanadamanna til innflytjenda hefur síðan þá verið mjög jákvætt. Það hefur þó breyst hratt á undanförnum árum. Samhliða því hefur Kanadamönnum fjölgað verulega hratt og sérstaklega Kanadamönnum af erlendu bergi brotnu. Rúmlega tuttugu prósent allra kanadískra ríkisborgara fæddust í öðru landi. Í frétt Reuters segir að viðhorf almennings varðandi innflytjendur hafi verið í hæstu hæðum árið 2020. Í lok árs 2023 hafði neikvæðni almennings ekki mælst meiri í að minnsta kosti þrjá áratugi. Í október sögðu 44,5 prósent Kanadamanna að innflytjendur væru orðnir of margir og vísuðu flestir þeirra til skorts á húsnæði og hátt leiguverðs sem helstu ástæðuna fyrir því að þau væru þessar skoðunar. Sjá einnig: Viðhorf Íra til innflytjenda að breytast hratt Trudeau á á brattann að sækja, sé miðað við skoðanakannanir í Kanada, fyrir væntanlegar kosningar á næsta ári. Hann mælist töluvert á eftir Pierre Poilievre, leiðtoga Íhaldsflokksins. Trudeau þarf að vinna sér inn milljónir atkvæða, vilji hann verða forsætisráðherra í fjórða sinn. Poilievre hefur ekki verið mjög málglaður um málefni innflytjenda í Kanada en sérfræðingur sagði í samtali við Reuters að hann þyrfti að vinna sér inn atkvæði fólks í þéttbýlum borgum landsins og þar væri mikið af innflytjendum sem hann hefði ekki efni á að reita til reiði. Marc Miller, innanríkisráðherra Kanada, sagði í viðtali við Reuters í síðasta mánuði að yfirvöld hefðu misst tökin á flæði innflytjenda. Það þyrfti að beisla það aftur því Kanada væri ekki ónæmt fyrir þeirri pólaríseringu sem bersýnileg væri í Bandaríkjunum.
Kanada Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Fleiri fréttir Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sjá meira