Þeir sem sendu ábendingarnar verði að stíga fram Bjarki Sigurðsson skrifar 18. febrúar 2024 22:55 Michael O'Toole, írskur blaðamaður hjá Irish Daily Star, segir mál Jóns Þrastar hvergi nærri lokið. vísir Írskur blaðamaður telur lögreglu ætla að halda áfram að leita að Jóni Þresti Jónssyni, þrátt fyrir að eftirgrennslan hafi enn ekki borið árangur, eftir að nafnlausar ábendingar bárust um hugsanleg afdrif hans. Þeir sem sendu vísbendingarnar verði að stíga fram svo Jón Þröstur finnist. Jón Þröstur Jónsson hvarf í Dyflinni, höfuðborg Írlands, fyrir fimm árum síðan. Jón sem var þá 41 árs gamall var staddur í borginni ásamt unnustu sinni til að taka þátt í pókermóti og skoða borgina. Leitin lá í dvala í nokkur ár þar til nýlega bárust lögreglunni þar í landi tvær nafnlausar ábendingar um hvað gæti hafa gerst við Jón. Við það hófst leitaraðgerð í almenningsgarði nærri flugvelli borgarinnar sem skilaði engum árangri. Lögreglan telji hann látinn Michael O'Toole, írskur blaðamaður hjá Irish Daily Star, sérhæfir sig í glæpamálum og mannshvörfum. Hann segir málinu þó hvergi nærri lokið hjá írsku lögreglunni. Hann hefur fylgst vel með málinu síðustu ár. „Það er leitt til þess að vita að lögreglan telur að Jón Þröstur sé látinn og að hann hafi líklega látist daginn sem hans var saknað. Ég tel að þeir muni bíða þar til þeir finna jarðneskar leifar hans, ef þeir finna þær, áður en þeir ákveða næstu skref.“ „Ég tel þá vita að hann hafi látist þennan dag, hvort sem það var af slysförum þegar hann hitti einhvern eða hvort glæpur hafi verið framinn, þ.e. hvort hann hafi verið myrtur. Það er líklegasta tilgátan. En það er munur á því að hafa tilgátu og hafa sönnunargögn í höndum. Þar til þeir finna jarðneskar leifar Jóns Þrastar hafa þeir lítið annað en tilgátu í höndum,“ segir Michael. Einhver þarf að stíga fram Það er ekki óalgengt að fólk hverfi í Írlandi og segir Michael að tugir mannhvarfsmála séu enn óleyst. Hann telur að fólkið sem sendi nafnlausu ábendingarnar þurfi að stíga fram til að málið leysist. „Annað af tvennu þarf að gerast: Ef Jón Þröstur er látinn eins og lögregluna grunar, kann einhver að finna líkið af tilviljun, t.d. einstaklingur á göngu með hund sinn. Ef það gerist ekki þarf einhver með upplýsingar að stíga fram og ræða við yfirvöld hér,“ segir Michael. Klippa: Málinu ekki lokið Áhugi hjá almenningi Almenningur í Írlandi hefur áhuga á málinu sem gæti að mati Michaels orðið til þess að fleiri vísbendingar berist lögreglu. „Ýmiss orðrómur er á kreiki þótt hann tengist ekki Jóni Þresti. En ef orðrómur er á kreiki er áhugi á málinu hjá almenningi. Írska lögreglan sendi út ákall til almennings í síðustu viku og þá fór leitin af stað. Almenningur hefur sýnt áhuga á málinu,“ segir Michael. Írland Leitin að Jóni Þresti Tengdar fréttir Hafi ætlað að hitta einhvern í garðinum Lögregluyfirvöld í Dublin telja nú líklegt að Jón Þröstur Jónsson hafi ætlað sér að hitta einhvern í almenningsgarðinum Santry Demense. Hann hafi látist í kjölfar þess fundar. Þetta herma heimildir írska miðilsins Dublin Live. 13. febrúar 2024 23:11 Nýjar vísbendingar varðandi hvarf Jóns Þrastar Systkini Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf í Dublin á Írlandi fyrir fimm árum eru mætt til írsku höfuðborgarinnar í þeim tilgangi að aðstoða við rannsókn lögreglu á málinu. Írska lögreglan segir tvær nýjar vísbendingar hafa borist og leitar til almennings. 9. febrúar 2024 15:05 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Fleiri fréttir Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur Sjá meira
Jón Þröstur Jónsson hvarf í Dyflinni, höfuðborg Írlands, fyrir fimm árum síðan. Jón sem var þá 41 árs gamall var staddur í borginni ásamt unnustu sinni til að taka þátt í pókermóti og skoða borgina. Leitin lá í dvala í nokkur ár þar til nýlega bárust lögreglunni þar í landi tvær nafnlausar ábendingar um hvað gæti hafa gerst við Jón. Við það hófst leitaraðgerð í almenningsgarði nærri flugvelli borgarinnar sem skilaði engum árangri. Lögreglan telji hann látinn Michael O'Toole, írskur blaðamaður hjá Irish Daily Star, sérhæfir sig í glæpamálum og mannshvörfum. Hann segir málinu þó hvergi nærri lokið hjá írsku lögreglunni. Hann hefur fylgst vel með málinu síðustu ár. „Það er leitt til þess að vita að lögreglan telur að Jón Þröstur sé látinn og að hann hafi líklega látist daginn sem hans var saknað. Ég tel að þeir muni bíða þar til þeir finna jarðneskar leifar hans, ef þeir finna þær, áður en þeir ákveða næstu skref.“ „Ég tel þá vita að hann hafi látist þennan dag, hvort sem það var af slysförum þegar hann hitti einhvern eða hvort glæpur hafi verið framinn, þ.e. hvort hann hafi verið myrtur. Það er líklegasta tilgátan. En það er munur á því að hafa tilgátu og hafa sönnunargögn í höndum. Þar til þeir finna jarðneskar leifar Jóns Þrastar hafa þeir lítið annað en tilgátu í höndum,“ segir Michael. Einhver þarf að stíga fram Það er ekki óalgengt að fólk hverfi í Írlandi og segir Michael að tugir mannhvarfsmála séu enn óleyst. Hann telur að fólkið sem sendi nafnlausu ábendingarnar þurfi að stíga fram til að málið leysist. „Annað af tvennu þarf að gerast: Ef Jón Þröstur er látinn eins og lögregluna grunar, kann einhver að finna líkið af tilviljun, t.d. einstaklingur á göngu með hund sinn. Ef það gerist ekki þarf einhver með upplýsingar að stíga fram og ræða við yfirvöld hér,“ segir Michael. Klippa: Málinu ekki lokið Áhugi hjá almenningi Almenningur í Írlandi hefur áhuga á málinu sem gæti að mati Michaels orðið til þess að fleiri vísbendingar berist lögreglu. „Ýmiss orðrómur er á kreiki þótt hann tengist ekki Jóni Þresti. En ef orðrómur er á kreiki er áhugi á málinu hjá almenningi. Írska lögreglan sendi út ákall til almennings í síðustu viku og þá fór leitin af stað. Almenningur hefur sýnt áhuga á málinu,“ segir Michael.
Írland Leitin að Jóni Þresti Tengdar fréttir Hafi ætlað að hitta einhvern í garðinum Lögregluyfirvöld í Dublin telja nú líklegt að Jón Þröstur Jónsson hafi ætlað sér að hitta einhvern í almenningsgarðinum Santry Demense. Hann hafi látist í kjölfar þess fundar. Þetta herma heimildir írska miðilsins Dublin Live. 13. febrúar 2024 23:11 Nýjar vísbendingar varðandi hvarf Jóns Þrastar Systkini Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf í Dublin á Írlandi fyrir fimm árum eru mætt til írsku höfuðborgarinnar í þeim tilgangi að aðstoða við rannsókn lögreglu á málinu. Írska lögreglan segir tvær nýjar vísbendingar hafa borist og leitar til almennings. 9. febrúar 2024 15:05 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Fleiri fréttir Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur Sjá meira
Hafi ætlað að hitta einhvern í garðinum Lögregluyfirvöld í Dublin telja nú líklegt að Jón Þröstur Jónsson hafi ætlað sér að hitta einhvern í almenningsgarðinum Santry Demense. Hann hafi látist í kjölfar þess fundar. Þetta herma heimildir írska miðilsins Dublin Live. 13. febrúar 2024 23:11
Nýjar vísbendingar varðandi hvarf Jóns Þrastar Systkini Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf í Dublin á Írlandi fyrir fimm árum eru mætt til írsku höfuðborgarinnar í þeim tilgangi að aðstoða við rannsókn lögreglu á málinu. Írska lögreglan segir tvær nýjar vísbendingar hafa borist og leitar til almennings. 9. febrúar 2024 15:05