Skella á þegar Lára er nefnd á nafn: „Okkur vantar alla hjálp sem er hægt að fá“ Bjarki Sigurðsson skrifar 18. febrúar 2024 19:08 Mæðgunar Nadia Rós Sherif og Lára Björk Sigrúnardóttir. Vísir Íslensk kona liggur þungt haldin á spítala í Búlgaríu en vill komast til Íslands til þess að gangast undir aðgerð. Fjölskyldan hennar kemur að lokuðum dyrum alls staðar og fær hvorki að hitta hana, né pappíra, til þess að flytja hana heim. Hin 51 árs gamla Lára Björk Sigrúnardóttir liggur þungt haldin á gjörgæslu í borginni Varna í Búlgaríu eftir að hún fékk sýklasótt sem þróaðist út frá þvagfærasýkingu. Varð það til þess að hún fékk blóðsýkingu sem barst í nýrun og svo í lifrina. Klippa: Fá ekki nauðsynlega pappíra Vegna veikindanna er Lára komin með drep í fingur og tær sem gæti þurft að fjarlægja. Lára vill síður að það sé gert í Búlgaríu og vill komast heim til Íslands svo hægt sé að framkvæma aðgerðina þar en hún var stödd í Búlgaríu í fríi með vinafólki sínu. Skella á þegar Lára er nefnd á nafn Það hefur ekki gengið hingað til þar sem spítalinn hefur ekki viljað afhenda ákveðin skjöl sem Lára þarf til að mega vera flutt með sjúkraflugi. Nú er fjölskylda hennar komin út og reynir að aðstoða hana. „Þeir segja við okkur að við getum sótt um það á mánudaginn en miðað við að við erum búin að reyna að sækja um þetta síðan á þriðjudaginn þá veit ég ekki hvernig það mun enda. En það eru allir búnir að reyna að gera sitt besta að hafa samband við þá en þeir eru bara að skella á þegar nafnið hennar er sagt þannig það er mjög erfitt að vinna í kringum þetta,“ segir Nadia Rós Sheriff, dóttir Láru. Lára liggur inni á St. Martin-spítalanum í Varna.St. Martin-spítalinn Fengu aðeins fimm mínútur saman Borgaraþjónustan hér á landi hefur einnig reynt að setja sig í samband við sjúkrahúsið, sem og kjörræðismaður Íslands þar úti. Það breytir engu, það virðist ekki vera hægt að fá réttu pappírana. Og á meðan liggur Lára ein á spítalanum en Nadía og systkini hennar hafa einungis fengið að hitta hana í fimm mínútur síðan þau mættu til borgarinnar. „Hún var þyrst og svöng og sagði að þau væru að hunsa hana þegar hún er að biðja um aðstoð. Það er engin bjalla þannig ef henni vantar eitthvað þá getur hún ekkert gert. Þannig já, henni leið mjög illa þarna,“ segir Nadia. Vantar alla þá hjálp sem þau geta fengið Þau finna fyrir miklu vanmætti. „Þetta er ömurlegt. Það er lítið sem ekkert sem við getum gert og við erum bara vonlaus. Þetta er ótrúlega erfitt þegar það er ekki hægt að gera neitt. Það er ekki hægt að sjá hana, það er ekki hægt að upplýsa hana og já, bara ömurlegt að vita ekki hvernig framhaldið verður. Okkur vantar hjálp. Alla hjálp sem er hægt að fá,“ segir Nadia. Búlgaría Íslendingar erlendis Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Hin 51 árs gamla Lára Björk Sigrúnardóttir liggur þungt haldin á gjörgæslu í borginni Varna í Búlgaríu eftir að hún fékk sýklasótt sem þróaðist út frá þvagfærasýkingu. Varð það til þess að hún fékk blóðsýkingu sem barst í nýrun og svo í lifrina. Klippa: Fá ekki nauðsynlega pappíra Vegna veikindanna er Lára komin með drep í fingur og tær sem gæti þurft að fjarlægja. Lára vill síður að það sé gert í Búlgaríu og vill komast heim til Íslands svo hægt sé að framkvæma aðgerðina þar en hún var stödd í Búlgaríu í fríi með vinafólki sínu. Skella á þegar Lára er nefnd á nafn Það hefur ekki gengið hingað til þar sem spítalinn hefur ekki viljað afhenda ákveðin skjöl sem Lára þarf til að mega vera flutt með sjúkraflugi. Nú er fjölskylda hennar komin út og reynir að aðstoða hana. „Þeir segja við okkur að við getum sótt um það á mánudaginn en miðað við að við erum búin að reyna að sækja um þetta síðan á þriðjudaginn þá veit ég ekki hvernig það mun enda. En það eru allir búnir að reyna að gera sitt besta að hafa samband við þá en þeir eru bara að skella á þegar nafnið hennar er sagt þannig það er mjög erfitt að vinna í kringum þetta,“ segir Nadia Rós Sheriff, dóttir Láru. Lára liggur inni á St. Martin-spítalanum í Varna.St. Martin-spítalinn Fengu aðeins fimm mínútur saman Borgaraþjónustan hér á landi hefur einnig reynt að setja sig í samband við sjúkrahúsið, sem og kjörræðismaður Íslands þar úti. Það breytir engu, það virðist ekki vera hægt að fá réttu pappírana. Og á meðan liggur Lára ein á spítalanum en Nadía og systkini hennar hafa einungis fengið að hitta hana í fimm mínútur síðan þau mættu til borgarinnar. „Hún var þyrst og svöng og sagði að þau væru að hunsa hana þegar hún er að biðja um aðstoð. Það er engin bjalla þannig ef henni vantar eitthvað þá getur hún ekkert gert. Þannig já, henni leið mjög illa þarna,“ segir Nadia. Vantar alla þá hjálp sem þau geta fengið Þau finna fyrir miklu vanmætti. „Þetta er ömurlegt. Það er lítið sem ekkert sem við getum gert og við erum bara vonlaus. Þetta er ótrúlega erfitt þegar það er ekki hægt að gera neitt. Það er ekki hægt að sjá hana, það er ekki hægt að upplýsa hana og já, bara ömurlegt að vita ekki hvernig framhaldið verður. Okkur vantar hjálp. Alla hjálp sem er hægt að fá,“ segir Nadia.
Búlgaría Íslendingar erlendis Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent