Hóta innrás í Rafah fyrir Ramadan ef gíslarnir verða ekki látnir lausir Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. febrúar 2024 06:48 Kona gengur framhjá líkum fyrir utan líkhúsið við Al Aqsa sjúkrahúsið í Deir al Balah á Gasa. AP/Adel Hana Benny Gantz, sem er fyrrverandi yfirmaður hjá hernum og situr nú í herráði Ísrael, segir Ísraelsmenn munu láta til skarar skríða í Rafah fyrir Ramadan ef Hamas láta ekki þá gísla sem enn eru í haldi samtakanna lausa. Ramadan, föstumánuður múslima, hefst 10. mars. Samkvæmt AFP sagði Gantz á ráðstefnu með bandarískum leiðtogum gyðinga í Jerúsalem í gær að alþjóðasamfélagið og leiðtogar Hamas þyrftu að átta sig á því að ef gíslarnir yrðu ekki frelsaðir fyrir Ramadan, myndu aðgerðir hersins halda áfram, meðal annars í Rafah. Hann sagði að ráðist yrði í þær samhliða samtali við Bandaríkjamenn og Egypta, til að greiða fyrir rýmingu svæðisins og freista þess að draga eins mikið úr mannfalli meðal almennra borgara og hægt væri. Þrátt fyrir að orð Gantz virðist fela í sér að Ísraelsmenn myndu íhuga að falla frá innrás í Rafah ef gíslunum yrði sleppt rímar það ekki við það sem forsætisráðherrann Benjamin Netanyahu hefur sagt en hann hefur ítrekað að nauðsynlegt sé að fara inn á svæðið til að eyðileggja göng og uppræta Hamas endanlega. Erlendir leiðtogar og hjálparsamtök hafa ítrekað biðlað til stjórnvalda í Ísrael um að falla frá fyrirætlunum sínum en erfitt er að sjá hvert hinn gríðarlegi fjöldi sem nú hefst við í Rafah ætti að flýja. Þá er mannúðarkerfið á svæðinu sagt vera í molum. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun á morgun greiða atkvæði um tillögu um vopnahlé á Gasa en Bandaríkjamenn hafa þegar sagst munu beita neitunarvaldinu gegn tillögunni. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Erlent Brynjólfur Bjarnason er látinn Innlent „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Innlent Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Erlent Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Fleiri fréttir Dauða fiska og froðu rak á land í Ástralíu Lýsa yfir neyðarástandi vegna ofbeldisöldu í höfuðborg Perú Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Sjá meira
Ramadan, föstumánuður múslima, hefst 10. mars. Samkvæmt AFP sagði Gantz á ráðstefnu með bandarískum leiðtogum gyðinga í Jerúsalem í gær að alþjóðasamfélagið og leiðtogar Hamas þyrftu að átta sig á því að ef gíslarnir yrðu ekki frelsaðir fyrir Ramadan, myndu aðgerðir hersins halda áfram, meðal annars í Rafah. Hann sagði að ráðist yrði í þær samhliða samtali við Bandaríkjamenn og Egypta, til að greiða fyrir rýmingu svæðisins og freista þess að draga eins mikið úr mannfalli meðal almennra borgara og hægt væri. Þrátt fyrir að orð Gantz virðist fela í sér að Ísraelsmenn myndu íhuga að falla frá innrás í Rafah ef gíslunum yrði sleppt rímar það ekki við það sem forsætisráðherrann Benjamin Netanyahu hefur sagt en hann hefur ítrekað að nauðsynlegt sé að fara inn á svæðið til að eyðileggja göng og uppræta Hamas endanlega. Erlendir leiðtogar og hjálparsamtök hafa ítrekað biðlað til stjórnvalda í Ísrael um að falla frá fyrirætlunum sínum en erfitt er að sjá hvert hinn gríðarlegi fjöldi sem nú hefst við í Rafah ætti að flýja. Þá er mannúðarkerfið á svæðinu sagt vera í molum. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun á morgun greiða atkvæði um tillögu um vopnahlé á Gasa en Bandaríkjamenn hafa þegar sagst munu beita neitunarvaldinu gegn tillögunni.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Erlent Brynjólfur Bjarnason er látinn Innlent „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Innlent Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Erlent Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Fleiri fréttir Dauða fiska og froðu rak á land í Ástralíu Lýsa yfir neyðarástandi vegna ofbeldisöldu í höfuðborg Perú Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Sjá meira