Nammigrísir í áfalli yfir verðinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. febrúar 2024 13:24 Ef grannt er gáð má sjá að um 200 gramma poka er að ræða þótt verðmerkingin sé fyrir 360 gramma poka. Sá sem þetta skrifar hefur gerst sekur um að klára poka af Nóakroppi einn síns liðs. Virðist engu skipta um hvora stærðina sé að ræða. Ester Ýr Verð á hinu vinsæla sælgæti Nóa kroppi er tæplega þrjú þúsund krónur fyrir kílóið í verslunum Nettó. Allt ætlaði um koll að keyra í umræðuhópi þegar einn neytandinn taldi ranglega að verðið væri komið yfir fimm þúsund krónur kílóið. Vertu á verði - eftirlit með verðlagi er með virkari Facebook-hópum landans. Í verðbólguárferð standa meðlimir vaktina, fylgjast með vöruverði og skapast oft heitar umræður. Meðlimum hópsins brá í brún þegar einn viðskiptavinur Nettós í Lágmúla birti mynd í hópnum um helgina. Verðmiðinn við 200 gramma pokana af Nóa kroppi sýndi stórum stöfum verðið 1059 krónur. Það hefði þýtt rúmlega fimm þúsund krónur fyrir kílóið. Misskilningur reyndist á ferðinni því þótt pokarnir hafi verið 200 grömm í hillunni var verðmerkingin fyrir 360 gramma poka. Stærri gerðina, partýútgáfuna. Kílóverðið er því 2942 krónur fyrir kílóið. Sem mörgum þótti engu að síður alltof hátt. Líkt og með Wham og Duran Duran skiptast nammigrísir Íslands í fylkingar. Annars vegar þeir sem velja frekar Nóa kropp og svo hinir sem kjósa Freyju Hrís. Sá samanburður rataði einmitt í umræðuna og leiddi í ljós að hjá Nettó kostar 200 gramma pokinn af Hrís 729 krónur sem svarar til 3645 króna fyrir kílóið. Sambó Kúlu-Súkk annað vinsælt sælgæti, fyllt af lakkrís ólíkt Kroppinu og Hrísinu, er nokkuð ódýrara í sömu verslun. 529 krónur fyrir 300 grömm eða 1763 krónur fyrir kílóið. Er mörgum nammineytandanum nóg boðið og segja óeðlilegt að sælgætið sem hér hefur verið nefnt sé hreinilega orðið dýrara en kjúklingur í einhverjum tilfellum með tilliti til kílóverðs. Þá má nefna að fyrrnefndar vörur eru um tíu prósentum ódýrari í verslunum Bónus og Krónunnar en enn dýrari hjá Hagkaup, Iceland og Krambúðinni. Hefur verð hækkað óeðlilega mikið? Ertu með dæmi? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is. Sælgæti Verðlag Reykjavík Matvöruverslun Mest lesið Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira
Vertu á verði - eftirlit með verðlagi er með virkari Facebook-hópum landans. Í verðbólguárferð standa meðlimir vaktina, fylgjast með vöruverði og skapast oft heitar umræður. Meðlimum hópsins brá í brún þegar einn viðskiptavinur Nettós í Lágmúla birti mynd í hópnum um helgina. Verðmiðinn við 200 gramma pokana af Nóa kroppi sýndi stórum stöfum verðið 1059 krónur. Það hefði þýtt rúmlega fimm þúsund krónur fyrir kílóið. Misskilningur reyndist á ferðinni því þótt pokarnir hafi verið 200 grömm í hillunni var verðmerkingin fyrir 360 gramma poka. Stærri gerðina, partýútgáfuna. Kílóverðið er því 2942 krónur fyrir kílóið. Sem mörgum þótti engu að síður alltof hátt. Líkt og með Wham og Duran Duran skiptast nammigrísir Íslands í fylkingar. Annars vegar þeir sem velja frekar Nóa kropp og svo hinir sem kjósa Freyju Hrís. Sá samanburður rataði einmitt í umræðuna og leiddi í ljós að hjá Nettó kostar 200 gramma pokinn af Hrís 729 krónur sem svarar til 3645 króna fyrir kílóið. Sambó Kúlu-Súkk annað vinsælt sælgæti, fyllt af lakkrís ólíkt Kroppinu og Hrísinu, er nokkuð ódýrara í sömu verslun. 529 krónur fyrir 300 grömm eða 1763 krónur fyrir kílóið. Er mörgum nammineytandanum nóg boðið og segja óeðlilegt að sælgætið sem hér hefur verið nefnt sé hreinilega orðið dýrara en kjúklingur í einhverjum tilfellum með tilliti til kílóverðs. Þá má nefna að fyrrnefndar vörur eru um tíu prósentum ódýrari í verslunum Bónus og Krónunnar en enn dýrari hjá Hagkaup, Iceland og Krambúðinni. Hefur verð hækkað óeðlilega mikið? Ertu með dæmi? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is.
Sælgæti Verðlag Reykjavík Matvöruverslun Mest lesið Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira