Nammigrísir í áfalli yfir verðinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. febrúar 2024 13:24 Ef grannt er gáð má sjá að um 200 gramma poka er að ræða þótt verðmerkingin sé fyrir 360 gramma poka. Sá sem þetta skrifar hefur gerst sekur um að klára poka af Nóakroppi einn síns liðs. Virðist engu skipta um hvora stærðina sé að ræða. Ester Ýr Verð á hinu vinsæla sælgæti Nóa kroppi er tæplega þrjú þúsund krónur fyrir kílóið í verslunum Nettó. Allt ætlaði um koll að keyra í umræðuhópi þegar einn neytandinn taldi ranglega að verðið væri komið yfir fimm þúsund krónur kílóið. Vertu á verði - eftirlit með verðlagi er með virkari Facebook-hópum landans. Í verðbólguárferð standa meðlimir vaktina, fylgjast með vöruverði og skapast oft heitar umræður. Meðlimum hópsins brá í brún þegar einn viðskiptavinur Nettós í Lágmúla birti mynd í hópnum um helgina. Verðmiðinn við 200 gramma pokana af Nóa kroppi sýndi stórum stöfum verðið 1059 krónur. Það hefði þýtt rúmlega fimm þúsund krónur fyrir kílóið. Misskilningur reyndist á ferðinni því þótt pokarnir hafi verið 200 grömm í hillunni var verðmerkingin fyrir 360 gramma poka. Stærri gerðina, partýútgáfuna. Kílóverðið er því 2942 krónur fyrir kílóið. Sem mörgum þótti engu að síður alltof hátt. Líkt og með Wham og Duran Duran skiptast nammigrísir Íslands í fylkingar. Annars vegar þeir sem velja frekar Nóa kropp og svo hinir sem kjósa Freyju Hrís. Sá samanburður rataði einmitt í umræðuna og leiddi í ljós að hjá Nettó kostar 200 gramma pokinn af Hrís 729 krónur sem svarar til 3645 króna fyrir kílóið. Sambó Kúlu-Súkk annað vinsælt sælgæti, fyllt af lakkrís ólíkt Kroppinu og Hrísinu, er nokkuð ódýrara í sömu verslun. 529 krónur fyrir 300 grömm eða 1763 krónur fyrir kílóið. Er mörgum nammineytandanum nóg boðið og segja óeðlilegt að sælgætið sem hér hefur verið nefnt sé hreinilega orðið dýrara en kjúklingur í einhverjum tilfellum með tilliti til kílóverðs. Þá má nefna að fyrrnefndar vörur eru um tíu prósentum ódýrari í verslunum Bónus og Krónunnar en enn dýrari hjá Hagkaup, Iceland og Krambúðinni. Hefur verð hækkað óeðlilega mikið? Ertu með dæmi? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is. Sælgæti Verðlag Reykjavík Matvöruverslun Mest lesið Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Viðskipti erlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Fleiri fréttir Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Vara við sósum sem geta sprungið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Innkalla eitrað te Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sjá meira
Vertu á verði - eftirlit með verðlagi er með virkari Facebook-hópum landans. Í verðbólguárferð standa meðlimir vaktina, fylgjast með vöruverði og skapast oft heitar umræður. Meðlimum hópsins brá í brún þegar einn viðskiptavinur Nettós í Lágmúla birti mynd í hópnum um helgina. Verðmiðinn við 200 gramma pokana af Nóa kroppi sýndi stórum stöfum verðið 1059 krónur. Það hefði þýtt rúmlega fimm þúsund krónur fyrir kílóið. Misskilningur reyndist á ferðinni því þótt pokarnir hafi verið 200 grömm í hillunni var verðmerkingin fyrir 360 gramma poka. Stærri gerðina, partýútgáfuna. Kílóverðið er því 2942 krónur fyrir kílóið. Sem mörgum þótti engu að síður alltof hátt. Líkt og með Wham og Duran Duran skiptast nammigrísir Íslands í fylkingar. Annars vegar þeir sem velja frekar Nóa kropp og svo hinir sem kjósa Freyju Hrís. Sá samanburður rataði einmitt í umræðuna og leiddi í ljós að hjá Nettó kostar 200 gramma pokinn af Hrís 729 krónur sem svarar til 3645 króna fyrir kílóið. Sambó Kúlu-Súkk annað vinsælt sælgæti, fyllt af lakkrís ólíkt Kroppinu og Hrísinu, er nokkuð ódýrara í sömu verslun. 529 krónur fyrir 300 grömm eða 1763 krónur fyrir kílóið. Er mörgum nammineytandanum nóg boðið og segja óeðlilegt að sælgætið sem hér hefur verið nefnt sé hreinilega orðið dýrara en kjúklingur í einhverjum tilfellum með tilliti til kílóverðs. Þá má nefna að fyrrnefndar vörur eru um tíu prósentum ódýrari í verslunum Bónus og Krónunnar en enn dýrari hjá Hagkaup, Iceland og Krambúðinni. Hefur verð hækkað óeðlilega mikið? Ertu með dæmi? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is.
Sælgæti Verðlag Reykjavík Matvöruverslun Mest lesið Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Viðskipti erlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Fleiri fréttir Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Vara við sósum sem geta sprungið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Innkalla eitrað te Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sjá meira