Thelma býr í deilihúsi í Tókýó Stefán Árni Pálsson skrifar 19. febrúar 2024 20:30 Thelma hefur það gott í Japan. Thelma Rún Heimisdóttir heillaðist af Japan strax sem barn, lærði japönsku í háskólanum og fór seinna í leiklistarskóla í Japan. Hún hefur nú búið í Tókýó í hartnær áratug og kann ákaflega vel við japanska menningu sem hún segir að mörgu leyti ólíka þeirri íslensku. Á Íslandi sé viðurkenndara að hugsa fyrst og fremst um eigin hag en í Japan sé litið svo á að fólki skuli hugsa um hag heildarinnar. Þá er húsnæðismarkaðurinn gjörólíkur því sem við þekkjum. Í Tókýó er algengt að fólk búi í svokölluðum deilihúsum sem eru okkur Íslendingum framandi, með sameiginlegum klósettum og sturtum. En Thelma segir marga kosti við að búa í deilihúsi – fyrir utan að fyrir hana væri of dýrt að búa í einstaklingsíbúð, þótt hún sé í rúmlega fullri vinnu. „Það er svo dýrt að leigja í Tókýó miðað við launin og svo er það líka bara svo einmanalegt að vera í svona stórborg þannig að það er gott að koma heim og það er einhver til að taka á móti manni,” segir Thelma sem býr í stóru deilihúsi, þar sem hún deilir eldhúsi með um 40 öðrum leigjendum eins og sjá má í broti úr 2. þætti af Hvar er best að búa hér að neðan. Létu báðar drauminn rætast Í öðrum þætti af fimmtu seríu af Hvar er best að búa? heimsækir Lóa Pind Aldísardóttir Thelmu og jafnöldru hennar Unni Söru Eldjárn en þær létu báðar drauminn um að búa í sínum draumalöndum rætast. Þær bjuggu til sín eigin tækifæri, eru báðar í listum, Unnur lifir á því að selja aðgang að fyrirlestrum um tónlist á netinu en Thelma kennir í leikskóla og sinnir almannatengslaverkefnum, fyrirsætustörfum og leiklist í Tókýó. Þátturinn var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi. Í þáttaröðinni heimsækir Lóa fólk og fjölskyldur sem framfleytir sér á flugi, hönnun, örorkulaunum, fyrirlestrum um Spotify, almannatengslum og leikskólakennslu, verksmiðjuvinnu, skólavinnu og háskólakennslu, ferðaþjónustu á exótískum stöðumi, leiklist, heimspeki, þróunaraðstoð og býr í stórborgum, litlum borgum, sveit, húsbíl og strandbæ á Srí Lanka, Korfú og í Dubai, Finnlandi, Síerra Leóne, Frakklandi og Tókýó. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður 1. þáttar Ívar Kristján Ívarsson, klippingu annaðist Sigurður Kristinn Ómarsson hjá Obbosí. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2. Klippa: Thelma býr í deilihúsi í Tókýó Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Japan Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í hálft ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Fleiri fréttir Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í hálft ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Sjá meira
Hún hefur nú búið í Tókýó í hartnær áratug og kann ákaflega vel við japanska menningu sem hún segir að mörgu leyti ólíka þeirri íslensku. Á Íslandi sé viðurkenndara að hugsa fyrst og fremst um eigin hag en í Japan sé litið svo á að fólki skuli hugsa um hag heildarinnar. Þá er húsnæðismarkaðurinn gjörólíkur því sem við þekkjum. Í Tókýó er algengt að fólk búi í svokölluðum deilihúsum sem eru okkur Íslendingum framandi, með sameiginlegum klósettum og sturtum. En Thelma segir marga kosti við að búa í deilihúsi – fyrir utan að fyrir hana væri of dýrt að búa í einstaklingsíbúð, þótt hún sé í rúmlega fullri vinnu. „Það er svo dýrt að leigja í Tókýó miðað við launin og svo er það líka bara svo einmanalegt að vera í svona stórborg þannig að það er gott að koma heim og það er einhver til að taka á móti manni,” segir Thelma sem býr í stóru deilihúsi, þar sem hún deilir eldhúsi með um 40 öðrum leigjendum eins og sjá má í broti úr 2. þætti af Hvar er best að búa hér að neðan. Létu báðar drauminn rætast Í öðrum þætti af fimmtu seríu af Hvar er best að búa? heimsækir Lóa Pind Aldísardóttir Thelmu og jafnöldru hennar Unni Söru Eldjárn en þær létu báðar drauminn um að búa í sínum draumalöndum rætast. Þær bjuggu til sín eigin tækifæri, eru báðar í listum, Unnur lifir á því að selja aðgang að fyrirlestrum um tónlist á netinu en Thelma kennir í leikskóla og sinnir almannatengslaverkefnum, fyrirsætustörfum og leiklist í Tókýó. Þátturinn var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi. Í þáttaröðinni heimsækir Lóa fólk og fjölskyldur sem framfleytir sér á flugi, hönnun, örorkulaunum, fyrirlestrum um Spotify, almannatengslum og leikskólakennslu, verksmiðjuvinnu, skólavinnu og háskólakennslu, ferðaþjónustu á exótískum stöðumi, leiklist, heimspeki, þróunaraðstoð og býr í stórborgum, litlum borgum, sveit, húsbíl og strandbæ á Srí Lanka, Korfú og í Dubai, Finnlandi, Síerra Leóne, Frakklandi og Tókýó. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður 1. þáttar Ívar Kristján Ívarsson, klippingu annaðist Sigurður Kristinn Ómarsson hjá Obbosí. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2. Klippa: Thelma býr í deilihúsi í Tókýó
Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Japan Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í hálft ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Fleiri fréttir Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í hálft ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Sjá meira