Dæmdur í fangelsi en finnst ekki Árni Sæberg skrifar 19. febrúar 2024 17:51 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Vesturlands, sem er til húsa í Borgarnesi. Vísir/Vilhelm Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás og rán, með því að kýla mann á sextugsaldri í andlitið og ræna af honum síma og bíllyklum í félagi við annan mann. Í dómi Héraðsdóms Vesturlands segir að óvíst sé um dvalarstað mannsins og ekki hafi tekist að birta honum fyrirkall. Greint var frá því í byrjun árs að maðurinn hefði verið ákærður fyrir að hafa slegið mann í andlitið og tekið síma hans og bíllykla, allt með þeim afleiðingum að hann hlaut brot á andlitsbeini, bólgu, mar og þreifieymsli yfir kinnbeini og gagnauga og blæðingu við vinstra auga. Í ákæru, sem birt var í Lögbirtingarblaðinu, sagði að ránið hafi verið framið fyrir utan sumarbústað við Svignaskarð í Borgarbyggð í desember árið 2021. Í dómi héraðsdóms segir að maðurinn hafi ekki sótt þingfestingu málsins og því hefði útivistardómur verið kveðinn upp í því, í samræmi við lög um meðferð sakamála. Þá segir að félagi hans hafi hlotið dóm fyrir ránið þann 18. desember. Sá hlaut einnig sex mánaða skilorðsbundna fangelsisrefsingu. Þá segir að málsmeðferð málsins hefði dregist úr hömlu af ýmsum orsökum sem manninum yrði ekki kennt um. Refsing mannsins, sem sé með hreint sakavottorð, væri því ákveðin með hliðsjón af þessum töfum, sem fari í bága við meginreglu sakamálaréttarfars um hraða málsmeðferð og sé í andstöðu við stjórnarskrána. Sem áður segir var maðurinn dæmdur til sex mánaða fangelsisvistar en fullnustu refsingar var frestað og látin falla niður að tveimur árum liðnum, haldi hann almennt skilorð. Engan sakarkostnað leiddi af rekstri málsins. Dómsmál Borgarbyggð Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Fleiri fréttir Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Sjá meira
Greint var frá því í byrjun árs að maðurinn hefði verið ákærður fyrir að hafa slegið mann í andlitið og tekið síma hans og bíllykla, allt með þeim afleiðingum að hann hlaut brot á andlitsbeini, bólgu, mar og þreifieymsli yfir kinnbeini og gagnauga og blæðingu við vinstra auga. Í ákæru, sem birt var í Lögbirtingarblaðinu, sagði að ránið hafi verið framið fyrir utan sumarbústað við Svignaskarð í Borgarbyggð í desember árið 2021. Í dómi héraðsdóms segir að maðurinn hafi ekki sótt þingfestingu málsins og því hefði útivistardómur verið kveðinn upp í því, í samræmi við lög um meðferð sakamála. Þá segir að félagi hans hafi hlotið dóm fyrir ránið þann 18. desember. Sá hlaut einnig sex mánaða skilorðsbundna fangelsisrefsingu. Þá segir að málsmeðferð málsins hefði dregist úr hömlu af ýmsum orsökum sem manninum yrði ekki kennt um. Refsing mannsins, sem sé með hreint sakavottorð, væri því ákveðin með hliðsjón af þessum töfum, sem fari í bága við meginreglu sakamálaréttarfars um hraða málsmeðferð og sé í andstöðu við stjórnarskrána. Sem áður segir var maðurinn dæmdur til sex mánaða fangelsisvistar en fullnustu refsingar var frestað og látin falla niður að tveimur árum liðnum, haldi hann almennt skilorð. Engan sakarkostnað leiddi af rekstri málsins.
Dómsmál Borgarbyggð Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Fleiri fréttir Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Sjá meira