Leikurinn var hin mesta skemmtun og hnífjafn frá upphafi til enda. Staðan var jöfn 15-15 í hálfleik og það stefndi allt í jafntefli en Gummersbach skoraði sigurmarkið þegar tíu sekúndur voru til leiksloka.
Arnór Snær Óskarsson - sem gekk nýverið til liðs við Guðjón Val og félaga - var frábær í liði Gummersbach með sex mörk og tvær stoðsendingar. Elliði Snær Viðarsson skoraði eitt mark fyrir Guðjón Val. Hjá Leipzig skoraði Viggó Kristjánsson sjö mörk á meðan Andri Már Rúnarsson skoraði eitt mark og gaf tvær stoðsendingar.
Gummersbach er nú með 22 stig í 7. sæti að loknum 21 leik. Leipzig er í 14. sæti með 15 stig eftir að hafa spilað leik minna en Gummersbach.