Kristinn segir málið upp á líf og dauða Sunna Sæmundsdóttir skrifar 20. febrúar 2024 18:36 Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, fyrir utan dómsalinn í dag. Fjöldi fólks safnaðist þar saman til þess að sýna Julian Assange stuðning. vísir Mikill fjöldi safnaðist saman við dómsal í Lundúnum í dag þar sem áfrýjunarkrafa Julians Assange stofanda Wikileaks var tekin fyrir. Assange fer fram á heimild til áfrýjunar á úrskurði um framsal til Bandaríkjanna þar sem hann á yfir höfði sér þungan dóm. Verði kröfunni hafnað hefur Assange tæmt allar mögulegar leiðir innan breska dómskerfisins. Fari svo verður þess freistað að kæra niðurstöðuna til Mannréttindadómstóls Evrópu en Kristinn Hrafnsson ritstjóri Wikileaks segir það veika von. Bæði sé erfitt að koma málinu að og einnig gætu Bretar hundsað möguleg tilmæli um að hinkra með framsalið. Lögmenn Assange kynntu röksemdir hans fyrir réttinum í dag og á morgun koma lögmenn bandarískra stjórnvalda fyrir réttinn. Fyrir utan Royal Court of Justice í Lundúnum í dag.vísir/AP Kristinn óttast að niðurstaðan verði Assange ekki í hag og segir málið upp á líf og dauða. „Það er engin spurning um að svo sé og það er í sjálfu sér það læknisfræðilega mat sem hefur verið sett fram hér að það sé mikil hætta, sjálfsvígshætta, ef hann verður settur í fangaflug og þarf að sæta einangrun bæði fram að réttarhöldum og eftir réttarhöldin. Því að einangrunarvist er nokkuð vís þegar kemur að Julian í bandarísku fangelsi,“ sagði Kristinn þegar hann ræddi við fréttastofu fyrir utan dómshúsið eftir að málið var tekið fyrir í dag. „Það að eiga yfir höfði sér 175 ára fangelsi í Bandaríkjunum er svo í sjálfu sér dauðarefsing og það mun þýða það að hann mun bera beinin í bandarísku fangelsi. Svo þetta er upp á líf og dauða. Og ekki bara fyrir Julian Assange heldur líka fyrir blaðamennsku því með þessu yrði sett alvarlegt fordæmi sem aðrir blaðamenn í heiminum þyrftu mögulega að gjalda fyrir. Því hann er fyrsti blaðamaðurinn sem hefur verið ákærður á grundvelli njósnalöggjafarinnar en alveg örugglega ekki sá síðasti.“ Stella Assange, eiginkona Julians Assange, ávarpaði stuðningsmenn í dag.vísir/ap Stærstu mótmælin hingað til Kristinn segir mótmælin fyrir utan dómsalinn í dag hafa verið þau stærstu frá því að slagurinn hófst og bendir á að breskir og evrópskir þingmenn auk fulltrúa frá mannréttindasamtökum hafi verið með ávörp. „Það er gríðarlegur og vaxandi stuðningur og vitund um það hversu alvarlegt þetta mál er þegar litið er til undirliggjandi forsendna, því þetta snýst ekki um líf eins manns, þetta snýst um framtíð blaðamennskunnar og það er eitthvað sem allir hafa viðurkennt sem hafa litið alvarlega á málið,“ segir Kristinn. Mál Julians Assange Bretland Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira
Assange fer fram á heimild til áfrýjunar á úrskurði um framsal til Bandaríkjanna þar sem hann á yfir höfði sér þungan dóm. Verði kröfunni hafnað hefur Assange tæmt allar mögulegar leiðir innan breska dómskerfisins. Fari svo verður þess freistað að kæra niðurstöðuna til Mannréttindadómstóls Evrópu en Kristinn Hrafnsson ritstjóri Wikileaks segir það veika von. Bæði sé erfitt að koma málinu að og einnig gætu Bretar hundsað möguleg tilmæli um að hinkra með framsalið. Lögmenn Assange kynntu röksemdir hans fyrir réttinum í dag og á morgun koma lögmenn bandarískra stjórnvalda fyrir réttinn. Fyrir utan Royal Court of Justice í Lundúnum í dag.vísir/AP Kristinn óttast að niðurstaðan verði Assange ekki í hag og segir málið upp á líf og dauða. „Það er engin spurning um að svo sé og það er í sjálfu sér það læknisfræðilega mat sem hefur verið sett fram hér að það sé mikil hætta, sjálfsvígshætta, ef hann verður settur í fangaflug og þarf að sæta einangrun bæði fram að réttarhöldum og eftir réttarhöldin. Því að einangrunarvist er nokkuð vís þegar kemur að Julian í bandarísku fangelsi,“ sagði Kristinn þegar hann ræddi við fréttastofu fyrir utan dómshúsið eftir að málið var tekið fyrir í dag. „Það að eiga yfir höfði sér 175 ára fangelsi í Bandaríkjunum er svo í sjálfu sér dauðarefsing og það mun þýða það að hann mun bera beinin í bandarísku fangelsi. Svo þetta er upp á líf og dauða. Og ekki bara fyrir Julian Assange heldur líka fyrir blaðamennsku því með þessu yrði sett alvarlegt fordæmi sem aðrir blaðamenn í heiminum þyrftu mögulega að gjalda fyrir. Því hann er fyrsti blaðamaðurinn sem hefur verið ákærður á grundvelli njósnalöggjafarinnar en alveg örugglega ekki sá síðasti.“ Stella Assange, eiginkona Julians Assange, ávarpaði stuðningsmenn í dag.vísir/ap Stærstu mótmælin hingað til Kristinn segir mótmælin fyrir utan dómsalinn í dag hafa verið þau stærstu frá því að slagurinn hófst og bendir á að breskir og evrópskir þingmenn auk fulltrúa frá mannréttindasamtökum hafi verið með ávörp. „Það er gríðarlegur og vaxandi stuðningur og vitund um það hversu alvarlegt þetta mál er þegar litið er til undirliggjandi forsendna, því þetta snýst ekki um líf eins manns, þetta snýst um framtíð blaðamennskunnar og það er eitthvað sem allir hafa viðurkennt sem hafa litið alvarlega á málið,“ segir Kristinn.
Mál Julians Assange Bretland Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira